Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Síða 3
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988.
3 •
Fréttir
Herför gegn óskráðum sjónvarpstækjum:
Tölvur notaðar til að
finna sökudólgana
- hundruð manna hafa fengið heimsóknir frá fulltrúum Sjónvarpsins
Aö undanfornu hafa þeir sem
laumast til aö horía á óskráð sjón-
varpstæki fengið óvænta heimsókn.
Þaö gerist helst að kvöldlagi og eru
þaö fulltrúar ríkissjónvarpsins sem
eru þar mættir. Þeir spyrjast fyrir
um hvort sjónvarp sé á heimihnu og
ef svo er þá er mælst til þess að fólk
byiji aö greiða afnotagjöld svo sem
lög mæla fyrir. Heimsóknimar eru
mjög markvissar enda notar inn-
heimtudeild ríkissjónvarpsins nýj-
ustu tækni til aö finna þá seku.
„Við höfum fundið mörg hundruð
tæki með þessum hætti. Yfirleitt höf-
um við fengið góðar viðtökur þó auð-
vitað sé einn og einn sem ekki vill
sinna þessu,“ sagði Theódór Georgs-
son, innheimtustjóri hjá Sjónvarp-
inu. Hann sagöi að ekki heföi verið
farið út í aðgerðir gegn þeim sem
ekki vilja taka boði um að fara að
greiða afnotagjöld.
Tölvur eru notaðar til að finna þá
sem hugsanlega eru með óskráð
tæki. Að sögn Theódórs er keyrður
út nokkurs konar íbúalisti sem er
skrá yfir sambýlisfólk sem ekki hef-
ur sjónvarpstæki. Þessi hsti er tek-
inn með því að keyra saman þjóð-
skrána og notendahsta sjónvarpsins.
Þetta vekur að sjálfsögðu upp
spurningar því eins og kunnugt er
þá er bundið ákvæðum hvernig má
nota tölvuútkeyrslu á þjóðskránni.
í flestum tilfellum þaif heimhd frá
Tölvunefnd th slíks en að sögn Þor-
geirs Örlygssonar, kennara í laga-
dehd HÍ, sem er formaður nefndar-
innar, hefur engin beiðni komið um
shkt. Hann sagðist ekki þekkja fram-
kvæmd ríkissjónvarpsins í þessu th-
viki en sagði að leitun á ákveðnum
almennum upplýsingum úr þjóðskrá
væri heimil. Það er þá leitun á nöfn-
um, fæðingarnúmerum, heimilis-
fangi og aðsetri. Þorgeir sagði þó að
færsla upplýsinga á milh tveggja
skráa væri óheimh.
Samkvæmt upplýsingum DV mun
framkvæmd þessa máls vera alveg á
mörkunum en einnig er óvírætt að
fólki ber að greiða afnotagjöld af
þeim tækjum sem möguleika hafa á
að ná sendingum Ríkissjónvarpsins.
Sjónvarpið hefur áður reynt að ná
til þeirra sem hafa óskráð tæki. í
Iistmunauppboð:
„Stóð“
boðið
upp
Margt góðra verka verður á
uppboði sem Gallerí Borg efnir
til í samvinnu viö Listmuna-
uppboö Siguröar Benediktsson-
ar á morgun, sunnudag. Þar á
meðal má nefna oliumyndina
„Stóð“ eftir Jón Stefánsson og
gifsmyndina „Dögun“ eftir Ein-
ar Jónsson. Einnig má nefna
fimm Kjarvalsmyndir, túss og
krít, og tvær myndir eftir
Gunnlaug Scheving. Þá veröur
boöin upp stór olíumynd eftir
Gunnlaug Blöndal og sérstæð
blómamynd eftir Kristínu Jóns-
dóttur.
Alls verða boðin upp rúmlega
sjötiu verk. Uppboðið veröur
haldið aö Hótel Borg og hefst
kl. 15.30.
-JSS
fyrra var t.d. gert átak í þessu máli
sem fór þá fram í gegnum síma. Þá
munu um 1000 tæki hafa komist á
skrá. Þá voru einu sinni fengnir
nokkrir námsmenn til aö fara á
„grunsamleg heimili". Síðan var því
fólki sent bréf.
Að sögn Theódórs hefur óskráðum
tækjum fjölgað mjög eftir að heimilt
var að hafa fleiri en eitt tæki á hveiju
heimih.
-SMJ
ULLVERND ALMENNRA
NÝ
OG BETRI LEIÐ
TIL VERNDAR
Með Gullvernd Almennra Trygginga er hleypt af stokkunum nýjung sem
tekur til fleiri þátta en aðrar eldri vátryggingar.
Gullverndin býður upp á meiri vernd og mjög hagstæð iðgjöld.
í Gullverndinni er ný Fjölskyldutrygging, auk nýrrar Fasteignartryggingar.
Með Gullverndinni býðst þér ný leið
til verndar fjölskyldunni og heimilinu.
Fjölskyldutryggingin byggir á gömlu Heimilistryggingunni en
er mun víðtækari. Hún inniheldur nú endurbætta innbústryggingu og
víðtækari ábyrgðartryggingu en við bætast m.a. eftirtaldar nýjungar:
farangurstrygging, brots/hrunstrygging og greiðslukortatrygging. Nýja
Fjölskyldutryggingin er byggð upp með hliðsjón af þörfum
nútímafjölskyldu - hún er því vátrygging
sem er sniðin fyrir þig og þitt fólk.
Vertu gulltryggður með Gullvernd Almennra.
ÆfiTíSíTíTsT?
TRYGGINGAR
Síðumúla 39 • Sími 82800