Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Síða 7
LAUGARDAGUR 1. OKTOBER 1988. 7 Fréttir Þorsteinn frá Hamri og Tryggvi Ólafsson með bókina fyrir framan sig. DV-mynd KAE Fágætlega vönduö bók: Tvyggvi Ólafsson myndskreytir Ijóð Þorsteins frá Hamri Út er komin hjá Iöunni bók með 14 ljóðum eftir Þorstein frá Hamri og jafnmörgum litmyndum eftir Tryggva Ólafsson listmálara, kjör- gripur hinn mesti. „Þorsteinn frá Hamri er öndvegis- skáld okkar tíma. Á þessu ári varð hann fimmtugur og okkur þótti við hæfi að gera fallegan grip í tilefni þess,“ sagði Jón Karlsson, fram- kvæmdastjóri Iðunnar. Til myndskreytinga valdi Tryggvi Ólafsson ljóð úr flestum bókum Þor- steins, en þær eru orðnar tíu á þrjá- tiu árum. Sú fyrsta, í svörtum kufli, kom út 1958, og sú tíunda, Urðargald- ur, í fyrra. Myndirnar eru unnar með htblýöntum („Ég hafði ekki snert neitt slíkt síðan ég var barn,“ sagði Tryggvi), síðan litgreindar af óhemju vandvirkni og prentaöar á handunn- inn pappír, enda er þetta sannarlega engin gerviefnabók, klædd egypsku líni og hlífðarkápu úr japönsku silki. Prentsmiðjan Oddi sá um gerð bók- arinnar sem heitir Ljóð og myndir og verður aðeins gefln út í 120 eintök- um. Þar af er helmingurinn tölusett- ur og áritaður af þeim Þorsteini og Tryggva. -ihh cNÝja JBölsturgGrðin Garðshorni við Fossvogskirkjugarð, simi 16541. HÚSGAGNA SÝNING MIKIÐ ÚRVAL OPIÐALLA DAGAKL. 10-19. STODIN SEM HLUSTHD Eff M! ... 4 TOPPNUM! Bjarni Ólafur Guðmundsson ER BEST ÞEKKTUR SEM NÆTURVAKTMAÐUR BYLGJUNNAR. Hann hefur starfað á Bylgjunni frá upphafi og hefur ótrúlega reynslu af tónlistarvali sem kemur hlustendum til góða eftir kl. 22 á virkum dögum. Allir fá eitthvað við sitt hæfi fyrir svefninn hjá Bjarna! BYL GJAN Haraldur Gíslason ER Á VAKTINNI Á LAUGARDAGS- OG SUNNUDAGSMORGNUM. Hann hefur starfað á Bylgjunni í tæp tvö ár og hefur sýnt að hann kann að taka púlsinn á hlustendum. Það er enginn svikinn af morgni með tónlist Haraldar. 989 BYLGJAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.