Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Page 9
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. 9 Uppáhaldsmatur á sunnudegi Bjöggi eldar ítalskt pasta tenóranna „Ég er ásamt nokkrum góðum kunningjum mínum meðlimur í mjög „exclusive“ sælkeraklúbbi sem hefur lifað góðu lífi um þó nokkurt skeið,“ sagði Björgvin Halldórsson, söngvari og framkvæmdastjóri Stjörnunnar, er DV óskaði eftir uppáhaldsuppskrift hans. „Við komum saman endrum og sinnum og keppum okkar á milli um hver býr til besta matinn. Eftirfarandi uppskrift hefur falhð í góðan jarð- veg í þessum hópi,“ sagði Björgvin ennfremur. Uppskriftin, sem Björgvin gefur okkur, er kennd við tenóra af ítölskum ættum. Pastaxéttir hafa orðiö mjög vinsælir hér á landi svo slík uppskrift á án efa eftir að vekja athygli. Uppskriftin hans Bjögga lofar góðu. Hráefni /2 bolli Bertolla olía 1 miðlungslaukur, fínt saxaður 2 kramin hvítlauksrif 3 greinar steinselja, söxuð 500 gr nautahakk Salt og pipar eftir smekk 2 bréf af úrvals beikoni, steikt þannig að það verði stökkt 1 tsk. oregano '/2 tsk. basil 2 miðlungsstórar dósir niðursoðnir tómatar 2 litlar dósir tómatpuré 1 bolli vatn Vel útilátinn skammtur af ferskum parmesanosti Olían, laukurinn, hvítlaukurinn og steinseljan sett á stóra pönnu og létt- steikt. Nautakjötinu bætt út í ásamt salti, pipar, oregano og basil. Létts- teikt þar til kjötið brúnast. Stökku beikoni bætt út í. Látið blandast vel. Síðan er niðursoönu tómötunum, tómatpurré og einum bolla af vatni bætt í. Þetta er látið sjóða eða bakað upp á mjög litlum hita í opnum potti í tvo tíma og hrært í einstaka sinnum. „Létt lög frá Napolí sett á fóninn og rétturinn síðan borinn fram með stinnu (al dente) spaghetti, hvítlauksbrauði og parmesanosti. Glas af mildu ítölsku rauðvíni skemmir ekki,“ sagði Björgvin Halldórsson og bætti við: „Þetta ætti að duga fjórum svöngum fullorðnum. Þessi upp- skrift er aldrei eins hjá mér og breytist sífellt. Það fer allt eftir því hvern- ig stuði ég er í hverju sinni.“ -ELA Björgvin Halldorsson er góður kokkur og hefur pastaréttur hans fengið góð meðmæii í sælkeraklubbi hans. DV-mynd KAE Frá Menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla. Að Fjölbrautaskóla Suðurnesja vantar tón- menntakennara í stundakennslu til að sinna kórstjórn. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólameistara Fjölbrauta- skóla Suðurnesja fyrir 15. október nk. Menntamálaráðuneytið Baðvörður Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða bað- vörð til starfa í Sundhöll Hafnarfjarðar. Um er að ræða 50% starf við baðaðstöðu kvenna. Nánari upplýsingar veita forstöðumaður Sundhallar í síma 50088 og íþróttafulltrúi í síma 52610. Umsóknarfrestur rennur út 7. okt. nk. Bæjarritarinn í Hafnarfirði NÝ SENDING af ítölskum leðursófasettum. Opið til kl. 16 í dag. REYKJ AVIKURVEGI66,220 HAFNARFIRÐI, SIMI54100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.