Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. 11 Breiðsíðan DV-myndbrot vikunnar DV-mynd Kristján Ari Einarsson Snerti ekki olíu- liti fyrr en sjötug - og hélt sýningu sjötíu og fimm ára Allt er fertugum fært var einu sinni haft aö orðtaki en Bjarnheiður Ingi- mundardóttir hefur sannað að allt er sjötugum fært. Á þann aldur var hún komin þegar hún fyrst snerti olíuliti í fondri fyrir aldraða í Kópa- Bjarnheiður Ingimundardóttir: „Eg ætlaði mér aldrei að sýna en er feg- in eftir á.“ DV-myndir Brynjar Gauti vogi. Síðan lá leiðin í Myndlistarskól- ann í Reykjavík og nú hefur hún haldið fyrstu málverkasýninguna sína. Þótt hún hafi orðið 75 ára tveim- ur dögum áður en «ýningin var opn- uð í matsal aldraðra að Fannborg 1 í Kópavogi er hún að ævintýrinu loknu ekki viss um aö þetta hafi ver- ið seinasta og einasta skiptið sem hún sýnir. „Best aö taka ekkert af,“ segir hún. Hún seldi sjö myndir af fimmtán. Árið 1932 var Bjarnheiður einn vetur á teikniskóla Ríkarðs Jónsson- ar. Hana langaði óskaplega að læra meira en á því voru engin tök fyrir Söngfélagar úr kór aldraðra i Kópavogi, Guðmunda og Soffia, dást að málverkum stöllu sinnar ásamt kórstjóranum, Kristínu Pétursdóttur (t.h.). fátækt fólk á krepputímum milli- stríðsáranna. „Ég tók það ipjög nærri mér, lagði frá mér teikniblýantinn og ætlaði aldrei að snerta hann framar." Viö það stóð hún í fjörutíu ár! Bjarnheiður málar allt mögulegt. Þegar hún fer í Myndlistarskólann í Tryggvagötu hggur leiðin fram hjá Gauki á Stöng og þannig er til orðið málverkið um slompuðu karlana sem styðja hvor annan á krána. Önn- ur viðfangsefni eru skýin á nætur- himninum, landslagið á Sprengi- sandsleið eða þá piltur og stúlka sem haldast í hendur þegar vorið kemur sunnan yfir sæinn, eins og Bjarn- heiður og maðurinn hennar þegar þau voru að draga sig saman árið 1941 eða svo. -ihh „Þegar ég gekk fram hjá Gauki á Stöng datt mér þessi mynd i hug.“ Sveinbjörn Beinteinsson - segir Sveinbjöm Beinteinsson aö Draghálsi „Ég var að taka þaö saman og kora þá í fjós að síöustu tvö árin hefur fólk af 30 þjóðernum heim- sótt raig hingað í sveitina,“ sagði Sveinbjörn Beinteinsson á Drag- hálsi í vikunni, er viö koinurn í kafft. „Það er alltaf einn og einn að koma í heimsókn. Þetta eru Samar, Skotar og Norðurlandabú- ar svo einhverjir séu nefndir. Já, hópar hafa komið líka eins og handmenntakennarar sem komu, voru um eitt hundrað. Ég sagði við þá nokkur orö um ásatrúna.“ - Er eitthvað verið aö skrifa núna og gefa út eftir þig? „Þessa dagana er verið að prenta gátubók sem ég hef gert, hún kem- ur út innan tiðar. Þessar vikumar vinn ég aö bók um ásatrúna eins og hún er í dag. Ég er með fáeinar rollur og eru þær flestar komnar héma á heima- túnið. Það var smalað fyrir nokkr- um dögum. Ég hef ekki ennþá séð neitt af gæsum en rjúpur sá ég um daginn. Fer líklega á rjúpu um leið og það má, það hef ég gert í fimmtíu ár. Maður fer nokkrum sinnum til tjúpna á hveijum vetri, en aldrei mikið,“ sagði Sveinbjöm í lokin. Er við skildum- við Sveinbjöm var hann að tina rifsber í garði sín- um og þegar við keyrðum framhjá Geitabergsvatninu, gekk hann inn. Þaö var haust í veðrinu. -G. Bender
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.