Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Page 20
20
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988.
Erfiðri ólympíutöm að ljúka:
„Leiðinn kemur stund-
um yfir mann"
- segir Bjami Fel. sem neitar því ekki að hann hugsi sér til hreyfings
Rödd hans heyrist úr sjón-
varpstækinu þegar maöur fer aö
sofa á kvöldin og hún heyrist enn
næsta morgun. Bjarni FelLxson
var búinn aö vaka í fjörutíu og
átta klukkustundir þegar DV
haföi samband við hann. Bjarni
ætlaði að sofa nokkra tíma á
fimmtudaginn en sagðist til í við-
tal að kvöldi. Þá var enn ein
vökunóttin framundan. Þvílíkt
úthaid, gætu einhverjir sagt, og
víst er að Bjarni Felixson hefur
átt erfiða og annasama daga.
Ólympíuleikunum er að ljúka á
morgun og nokkuð öruggt má
telja að einhver verður feginn.
„Við höfum unnið allan sólar-
hringinn, má segja. Þegar útsend-
ingu er lokið þurfum við að taka
upp efni á myndböndum sem síð-
an er klippt í þessar ólympíusyrp-
ur. Þetta þarf að gera á daginn
svo að lítill tími er afgangs til að
sofa. Við erum þrír sem vinnum
við þetta og fórum nánast ekki
úr klefa," segir Bjarni.
íslendingar sýna talsvert meira
frá ólympíuleikunum heldur en
aðrarþjóðir. „Égveit að Norð-
menn sýna ekki frá undanúrslit-
um og byrja ekki útsendingar
fyrr en klukkan tvö til þrjú á
nóttinni. Ég hef alltaf veriö
hlynntur beinum útsendingum
og finnst því sjálfsagt að sýna sem
mest frá leikunum. Hins vegar
hefur maður tekið eftir því, þegar
beinar útsendingar hefjast á
kvöldin, að áhorfendur eru mjög
fáir í íþróttahöllum í Seoul vegna
þess hversu snemma dagsins það
er.“
Óánægður með breytingar
Um síðustu áramót voru
íþróttadeildir útvarps og sjón-
varps sameinaðar. Bjarni var á
móti þeirri ráðstöfun og segist
vera það ennþá. Hann gegndi áð-
ur starfinu einn um fjölda ára en
nú eru starfsmenn orðnir fimm.
Tveir þeirra, Samúel Örn Erl-
ingsson og ArnarBjörnsson, eru
í Seoul. „Mér fannst þessi breyt-
ing ekki eiga rétt á sér fyrr en
þessar stofnanir væru komnar
undir sama þak. Starf þessara
miðla er mjög ólíkt. Ég kann þó
ágætlega við að lýsa útvarpsleikj-
um, það er tilbreyting. Þó að þessi
breyting á íþróttadeildinni hafi
létt mitt staif hef ég ekki fundiö
fyrir því núna síðustu daga.“
Eins og áhorfendur hafa tekið
eftir er Bjarni sífellt á skjánum.
Hann segir aö þaö sé vegna
reynslu sinnar. „Ég hef unnið viö
slíkar sendingar áöur. Árið 1984,
þegar ólympíuleikarnir voru í
Los Angeles, vann ég einn. Ég var
þá staddur í Kaupmannahöfn og
þar var efnið unnið áður en það
var sent heim. Engar beinar
sendingar voru frá Los Angeles
því ekki var hægt að koma því
við. Þess vegna urðum við aö taka
við efninu í Kaupmannahöfnog
senda það síðan hingað heim.“
Komin yfir toppinn
Ekki segist Bjarni vita hvort
margir fylgist með næturútsend-
ingunum. „Ég er þó alveg viss um
að menn vaka yfir handboltan-
um." Þegar við ræðum um stöðu
okkar manna segist Bjarni enga
skýringu geta gefið á frammi-
stöðu þeirra. „Álagið var allt of
mikið og undirbúningurinn fór
of snemma af stað. Við erum
komin yfir toppinn," segir Bjarni.
Hvað með hann sjálfan í löng-
um lýsingum og nafnarunum?
Er ekki hætt við að menn missi
einbeitinguna í endalausum næt-
urvökum? „Hún var farin að
dofna. Ég held ég hafi verið farinn
að bulla eitthvað," segir Bjarni.
Hann hefur ekki tíma til að kynna
sér leikmenn áður en útsending
byrjar og segir það verst vera
þegar upp koma frábærir íþrótta-
menn sem aldrei hafa vakið at-
hyglifyrr."
Bjarni segir aö fjölskyldan segi
htið þó hann sjáist aldrei heima.
„Konan er orðin ýmsu vön,“ út-
skýrir hann. Bjarni hefur starfað
við Sjónvarpið í tuttugu ár. Starf
hans hófst þegar Sigurður Sig-
urðsson bað hann að lýsa ensku
knattspyraunni. Þegar Ómar
Ragnarsson tók við óskaði hann
eftir að Bjarni héldi áfram með
ensku knattspymuna. Starfið
þróaðist og Bjarni tók það yfir er
Ómar fór í fréttir. Áður haföi
Bjarni starfað hjá vélsmiöjunni
Hamri, Verslunarmannafélaginu
og KSÍ, enda frægur KR-ingur.
Stjórnmálin útundan
Það sem einkennt hefur þjóð-
félagsumræðuna undanfarnar
tvær vikur eru stjórnmálin og
ólympíuleikarnir. Bjami tengist
því síöamefnda en hafði hann
tíma til aö fylgjast með stjórn-
málunum? „Fréttastofan fékk
nokkur innskot hjá okkur og ég
sat inni í ólympíubúrinu og hlust-
aði. Annars hefði ég misst af öllu,
hvað varðar mann enda um
stjómmál þegar ólympíuleikam-
ir eru í gangi?“ Bjarni segist þó
ekki lifa neitt sérstaklega fyrir
íþróttir. „Ég lifi þó dálítið fyrir
þettastarfmitt," segirhann.
Á milli ensku knattspyrnunnar
og Bjarna Felixsonar má setja
samasemmerki. Hann hefur átt
talsverðan þátt í að enski boltinn
er í beinni útsendingu á laugar-
dögum. Bjarni hefur líka fengið
gagnrýni á sig fyrir að dekra of
mikið við boltaíþróttina. „Enska
knattspyman er mitt uppeldis-
barn,“ segir hann. „í fyrstu ætl-
aði ég eingöngu að vera með
hana. Ég hef gaman af því aðrifja
það upp að ég stóð fyrir fyrstu
beinu sendingunni héðan og
fyrstu beinu sendingunni hingað.
Það var skemmtilegt að koma því
í kring. Enska knattspyrnan
kemur hingað í samfloti við
Norðurlöndin svo að það er norr-
æn samvinna sem þar skiptir öllu
máh.“
Enski boltinn á Stöð 2
Bjarni telur að starf sitt hafi
breyst talsvert frá því að Stöð 2
byijaði. Gerðar em meiri kröfur
til Sjónvarpsins. „Það er látið í
það skína að við þurfum að sinna
fleiri íþróttagreinum en við höf-
um gert. Við höfum núna aðra
áherslu í þáttunum vegna Stöðv-
ar 2 en ég er á móti því. Ég held
einmitt að Stöð 2 vilji fara í okkar
farveg,“ segir Bjarni.
„Þeir byggja sína íþróttadag-
skrá að miklu leyti á bandarísku
efni þar sem þeir hafa ekki kom-
ist inn á evrópskar íþróttir. Auð-
vitað eigum við að sinna þeim
íþróttum sem okkur eru næstar
og það höfum við reynt að gera.“
Talað hefur verið um að Stöð 2
fái einhverja leiki í enska boltan-
um til sýningar nú í haust. Bjarni
segir að það sé rétt. Þegar hann
er spurður hvort hann fari
kannski líka, svarar hann: „Ég
veit það ekki. Það getur vel verið
að ég fylgi enska boltanum. Ekk-
ert yrði mér kærara,“ segir
Bjarni en vill ekkert meira segja
umþaðmál.
Nýr móttökudiskur
Áður en dagskrá ólympíuleik-
anna hófst var komið fyrir nýjum
Bjarni Fel. með tákn ólympíuleikanna. í tvær vikur hefur Bjarni nánast verið lokaður inni í búri. Hann er orðinn
leiður og segir að vel geti verið að hann fari með enska boltanum en Stöð 2 mun sýna hann í haust.
DV-mynd GVA