Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Page 23
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. 23 Fréttir UiUilwj. ,.“7“ mu ___ Frvmnt c,»6ilutkin hvers mánaðar Tónleikar aðKlifi Þu vilt ekki missa þann stora ekki ökuskírteinið heldur! Hvert sumar er ’margt fólk í sumarleýfi tekið ölvað við stýrið. llX™ Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands fóru fram í félagsheimilinu Klifi. DV-mynd Árni E. Albertsson Ámi E. Albertsson, DV, Ólafsvik: Sinfóníuhljómsveit íslands var með tónleika í Félagsheimilinu Klifi fyrir nokkrum dögum og er þaö í fyrsta skipti sen) sú ágæta sveit held- ur tónleika í Ólafsvík. Aösókn var mjög góö miðað viö aöstæður, en alls hlýddu um eitt hundrað manns á tónleikana. Á efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar- innar voru þrjú verk, „ítalska stúlk- an í Alsír“ eftir Rossini, „Trompet- konsert" eftir Hummel og svíta úr „Carmen" eftir Bizet, í útsetningu Schedrins. Tónleikamir tókust mjög vel og þótti leikur Sinfóníuhljóm- sveitarinnar njóta sín vel í góöum hljómburði hússins. Var sveitinni og stjórnendum hennar, Petri Sakari frá Finnlandi og Ásgeiri H. Stein- grímssyni, fagnað vel í lokin og tón- leikagestir höföu á orði að slíka heimsókn þyrfti að fá sem oftast. Það er góð stefna hjá forráðamönn- um Sinfóníuhljómsveitar íslands að færa fólki menninguna út á land, því hætt er við að margir þeirra sem koma til að hlýða á sveitina í sínu heimahéraði færu alfarið á mis við hana að öðrum kosti. •c ■O 1 i R$K 5.07 aaM0ff.y|n|n<i GJALDDASI .FYRIRSKIL . A STAÐGREBSLUFE Launagreiöendum ber að skila afdreginni staögreiðslu af launum og reiknuðu endur- gjaldi mánaðarlega. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eðaeftirá. Gjalddagi skila er 1. hvers mánaðar en eindagi þann 15. Með greiðslu skal fylgja grein- argerð á sérstöku eyðublaði „skilagrein". Skilagrein ber að skila, þó svo að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagrejðendur og sjálf- stæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem ein- hverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skatt- stjóra, ríkisskattstjóra, gjald- heimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. -Gerið skil tímanlega og forðistörtröð sfðuslu dagana. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Vestur-Landeyjar: Skólanefnd leitar til ráðherra Kennaradeila sú í Vestur-Lan- deyjum sem DV hefur greint frá er nú farin að taka á sig sérkenni- legar myndir. Undanþágunefnd hefur samþykkt á fundi sínum að undanþágubeiðni kennarans réttindalausa, Guðrúnar Bjöms- dóttur, verði vísað frá. Áðeins einn sótti á móti henni. Það var Vigfús Andrésson. Hann hefur kennararéttindi. Hann hefur þó ekki fengið stöðuna því skóla- nefnd hefur vísað málinu til Sva- vars Gestssonar menntamálaráð- herra. Mun hann eiga fund með nefndinni og fræðslustjóra Suð- urlandsumdæmis á mánudag. „Umsókninni um undanþágu- beiðni Guðrúnar var vísað frá í undanþágunefndinni, þar sem meðmæh með Vigfúsi höfðu bo- rist frá fræðslustjóra í millitíð- inni,“ sagði Sigurður Helgason, defidarstjóri í menntamálaráðu- neytinu, við DV. „ Á fundi skóla- nefndar og fræðslustjóra með menntamálaráðherra á mánudag munu aðilar svo væntanlega skýra mál sitt. En máhð er nú í biðstöðu." Aðeins einn starfsmaöur er nú við Grunnskóla Vestur-Lan- deyjahrepps. Það er skólastjór- inn, Helga Þorsteinsdóttir. Að sögn Sigurðar reynir hún að halda uppi kennslu, að svo miklu leyti sem auðið er, meðan enn er óráðið í kennarastöðuna eftir- sóttu. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.