Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. 23 Fréttir UiUilwj. ,.“7“ mu ___ Frvmnt c,»6ilutkin hvers mánaðar Tónleikar aðKlifi Þu vilt ekki missa þann stora ekki ökuskírteinið heldur! Hvert sumar er ’margt fólk í sumarleýfi tekið ölvað við stýrið. llX™ Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands fóru fram í félagsheimilinu Klifi. DV-mynd Árni E. Albertsson Ámi E. Albertsson, DV, Ólafsvik: Sinfóníuhljómsveit íslands var með tónleika í Félagsheimilinu Klifi fyrir nokkrum dögum og er þaö í fyrsta skipti sen) sú ágæta sveit held- ur tónleika í Ólafsvík. Aösókn var mjög góö miðað viö aöstæður, en alls hlýddu um eitt hundrað manns á tónleikana. Á efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar- innar voru þrjú verk, „ítalska stúlk- an í Alsír“ eftir Rossini, „Trompet- konsert" eftir Hummel og svíta úr „Carmen" eftir Bizet, í útsetningu Schedrins. Tónleikamir tókust mjög vel og þótti leikur Sinfóníuhljóm- sveitarinnar njóta sín vel í góöum hljómburði hússins. Var sveitinni og stjórnendum hennar, Petri Sakari frá Finnlandi og Ásgeiri H. Stein- grímssyni, fagnað vel í lokin og tón- leikagestir höföu á orði að slíka heimsókn þyrfti að fá sem oftast. Það er góð stefna hjá forráðamönn- um Sinfóníuhljómsveitar íslands að færa fólki menninguna út á land, því hætt er við að margir þeirra sem koma til að hlýða á sveitina í sínu heimahéraði færu alfarið á mis við hana að öðrum kosti. •c ■O 1 i R$K 5.07 aaM0ff.y|n|n<i GJALDDASI .FYRIRSKIL . A STAÐGREBSLUFE Launagreiöendum ber að skila afdreginni staögreiðslu af launum og reiknuðu endur- gjaldi mánaðarlega. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eðaeftirá. Gjalddagi skila er 1. hvers mánaðar en eindagi þann 15. Með greiðslu skal fylgja grein- argerð á sérstöku eyðublaði „skilagrein". Skilagrein ber að skila, þó svo að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagrejðendur og sjálf- stæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem ein- hverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skatt- stjóra, ríkisskattstjóra, gjald- heimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. -Gerið skil tímanlega og forðistörtröð sfðuslu dagana. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Vestur-Landeyjar: Skólanefnd leitar til ráðherra Kennaradeila sú í Vestur-Lan- deyjum sem DV hefur greint frá er nú farin að taka á sig sérkenni- legar myndir. Undanþágunefnd hefur samþykkt á fundi sínum að undanþágubeiðni kennarans réttindalausa, Guðrúnar Bjöms- dóttur, verði vísað frá. Áðeins einn sótti á móti henni. Það var Vigfús Andrésson. Hann hefur kennararéttindi. Hann hefur þó ekki fengið stöðuna því skóla- nefnd hefur vísað málinu til Sva- vars Gestssonar menntamálaráð- herra. Mun hann eiga fund með nefndinni og fræðslustjóra Suð- urlandsumdæmis á mánudag. „Umsókninni um undanþágu- beiðni Guðrúnar var vísað frá í undanþágunefndinni, þar sem meðmæh með Vigfúsi höfðu bo- rist frá fræðslustjóra í millitíð- inni,“ sagði Sigurður Helgason, defidarstjóri í menntamálaráðu- neytinu, við DV. „ Á fundi skóla- nefndar og fræðslustjóra með menntamálaráðherra á mánudag munu aðilar svo væntanlega skýra mál sitt. En máhð er nú í biðstöðu." Aðeins einn starfsmaöur er nú við Grunnskóla Vestur-Lan- deyjahrepps. Það er skólastjór- inn, Helga Þorsteinsdóttir. Að sögn Sigurðar reynir hún að halda uppi kennslu, að svo miklu leyti sem auðið er, meðan enn er óráðið í kennarastöðuna eftir- sóttu. -JSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.