Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. 25 Vændiskonur útbreiða ekki eyðni Eyönipróf á vændiskonum í Bandaríkjunum og viðskiptavinum þeirra sýna að eyðnismit milli þess- ara hópa er fátíðara en talið hefur verið tíl þessa. Þessir hópar hafa verið undir nánu eftírhti sem sér- stakur áhættuhópur undanfarin ár. í New York hafa 1829 vændiskonur gengist undir eyðnipróf og hliðstæð- ar athuganir hafa farið fram í átta öðrum stórborgum. í ljós kom að 12% vændiskvennanna höfðu mótefni í blóði sínu gegn eyðniveirunni. Þá kom einnig í ljós að flestar þeirra sem sýndu einkenni um smit voru einnig eiturlyfj aney tendur. Þá fundust fá dæmi þess að vændis- konur heföu smitað viðskiptavini sína. í New York var leitað til 627 manna sem höfðu haft mök við vændiskonur. Aöeins þrír þessara manna höfðu líklega smitast af eyðni af vændiskonum. „Ég veit reyndar ekki um eitt ein- asta tilvik þar sem karlmenn hafa sannanlega smitast af vændiskon- um,“ segir Wilham W. Darrow, sér- fræðingur í eyðnirannsóknum. Hann stjórnaði rannsókninni á útbreiðslu eyðni meðal bandarískra vændis- kvenna. Darrow segist álíta að samnýtíng eiturlyfjaneytenda á nálum sé aðal- orsök þess að eyðni breyðist út í Bandaríkjunum en ekki viðskipti manna við vændiskonur eða lausung í kynlífi. í rannsókninni kom fram mikil fylgni með neyslu eiturlyfja og eyðni. Áttatíu af hundraði þeirra vændiskvenna sem höfðu eyðni voru eiturlyfj aney tendur. Þessi niðurstaða hefur komið á óvart því víða annarrs staðar í heim- inum er eyðni útbreidd meðal vænd- iskvenna. í Nairobi í Kenya reyndust 85.% vændiskvenna hafa mótefni gegn eyðniveirunni. Eina skýringin gæti verið sú að í Bandaríkjunum krefjast vændiskonur þess yfirleitt að viðskiptavinir þeirra notí smokka. Þá hefur komið í ljós munur á út- brei ðslu eyðni meðal vændiskvenna sem starfa á götum stórborga og selja þjónustu sína vægu verði og þeirra sem gera út á ábatasamari markaði. Þær sem eru á götunni virðast vera í mun meiri hættu en hinar. í rannsókninni kom einnig í ljós að eyðni er nær óþekkt meðal vænd- iskvenna í Nevada þar sem vændi er löglegt og er undir eftirhtí. Þá bendir flest til þess að vændiskonur séu líklegri th að smitast af eyðni en að smita aðra. Gefum okkur tima í umferðirmi. Leggjum tímanlega af stað! ALDEILIS^ MAKALAUS , MJÖÐUR”< ÍÍ1HDHIW NIS5AN SUNNY NISSAN SUNNY ER FAANLEGUR: SUNNY 3JA DYRA - SUNNY 4RA DYRA, GÐI FRAMHJÓLA- OG FJÓRHJÓLADRIFIN B SUIfMY 5 DYRA - SUNNY COUPÉ, SPORTBÍLL, SUNNY SKIjTBILL, BÆÐI FRAMHJOLA- OG FJORHJO GETUM AFGREITT STRAX - JAFNVEL Á MEÐAN ÞÚ E 3JA ÁRA ÁBYRGÐ KOMDU OG ÍPJALLAÐU VIÐ OKKUR ÞVÍ KJÖRIN ERU HREINT ( BÍLASYNING LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 2-5 DG ADRIFINN ÐUR ENDANLEG Ingvar Helgason hff. sýningarsalurinn, Rauðagerði (J) 91-3 35 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.