Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Side 28
28 Sérstæð sakamál ' : LXutiÁkbÁGUR:í.'ÖkTÖBER 1988. Hann var einn skelfilegasti af- brotamaður sem Bretar hafa kynnst. Svört fót og svört gríma voru það sem einkenndi útlit hans. En þegar Svarta pardusdýrið gerði ungu stúlk- una Lesley Whittle að fórnardýri sínu voru örlög hans ráðin. Lesley Whittle var sautján ára. Lik- ið af henni fannst á fjórtán metra dýpi í klóakröri og um háls hennar var stálvír. Líkskoðun leiddi hins vegar í ljós að hún hafði látist af hjartaslagi er hún féll úr innskoti í rörinu. Hræðslan sem hún fann til er henni var hrint fram úr því var svo mikil aö hjarta hennar þoldi það ekki. Þannig lauk einum þætti þessa sérkennilega máls sem vakti afar- mikla athygli á Bretlandseyjum fyrir tólf árum. Morðinginr. reyndist vera sálsjúk- ur og nafn hans er Donald Neilson. Hann situr nú á bak við lás og slá og mun ekki oftar ganga um frjáls. Reyndar var morðið á Lesley ekki það eina sem hann hafði á samvisk- unni því að áður hafði hann orðið þremur póstmeisturum að bana. Langur tími leið þó frá því að hann hóf afbrotaferil sinn og þar til hann náðist. Meginástæðan var sú að eng- um kom til hugar að Donald Neilson gæti verið morðingi. Hann var lítill og veikbyggður, lét lítið á sér bera og vakti einskis manns athygli sakir hegðunar því að ekki varð séð að neitt væri í raun að henni. „Dr- Jekyll og hr. Hyde,“ sögðu menn hins vegar um Donald Neilson þegar réttvísin hafði haft hendur í hári hans. Maðurinn, sem lét ekkert Lesley Whittle. á sér bera að degi til og var bæði hæglátur og fyrirferðarlítill í fram- komu, breytti um eðli að næturlagi. Þá klæddist hann svörtum fótum og setti á sig svarta hettu. Enginn sem sá hann þannig klæddan sá nokkru sinni neitt af honum sjálfum nema hvítuna í augunum í gegnum götin á hettunni. Klæðnaðurinn varð til þess að Neilson gekk undir nafninu Svarta pardusdýrið. Hann gekk ætíð vopnaður er hann fór um að nætur- lagi og var vopnið hlaupstytt hagla- byssa. Peningar, ekki drápslöngun, urðu til þess að Neilson fékk áugastað á Lesley Whittle. Hún bjó með móður sinni, fimmtíu og fimm ára gamalli, í suðvesturhluta Englands, skammt frá heimili bróður síns, Ronalds Whittle og fjölskyldu hans. Lesley hafði í huga að verða kennari og var við nám í Wolverhampton. Deila um erfðaskrá föður hennar varð til þess að hún komst á fréttasíður dagblað- anna. Hann hafði ákveðið að hún skyldi fá eftir sig fimmtíu þúsund pund, nú jafnvirði um þriggja og hálfrar milljónar króna, er hún yrði fullveðja. Þessa frásögn las Neilson. Honum fannst sautján ára gömul stúlka af ríku fólki sem byggi ein með móöur sinni gefa sér gott tæki- færi til að hagnast. Lesley rænt Neilson gerði nákvæma áætlun um það sem hann ætlaði sér að fram- kvæma. Vikum saman fylgdist hann með ferðum Lesley og móöur henn- ar. Snemma að morgni þess 14. jan- úar lét hann svo til skarar skríöa. Þá klifraði hann upp að glugga á efri hæð hússins sem mæðgurnar bjuggu í, klæddur svarta búningnum sínum og vopnaður haglabyssunni. Hann vakti Lesley og neyddi hana til að fara út í bíl hans sem stóð fyrir fram- an húsið. Síðan ók hann rúmlega hundrað kílómetra leiö til Bathpool Park. Þar var flókið klóakkerfi og síðar kom á daginn að hann hafði verið einn mannanna sem unnu að gerð þess. Sloppur og inniskór voru það eina sem Lesley var í er Neilson leiddi hana niður í klóakrörin. Er þau höfðu farið eftir þeim um stund benti hann henni á dýnu og nokkur teppi sem hann haföi komi fyrir á sillu í innskoti í einu stóru röranna. Þar færði hann Lesley úr sloppnum og inniskónum, batt hana og skildi eina eftir í myrkrinu. Næsta dag fékk bróðir Lesley, Ron- ald Whittle, senda segulbandsspólu. Þar krafðist ræningi Lesley þess að fá fimmtíu þúsund pund, helminginn í ómerktum eins punds seðlum og hinn helminginn í ómerktum fimm punda seðlum. Jafnframt var Ronald sagt að halda til ákveðins almenn- ingssíma milli klukkan sex um kvöldið og eitt um nóttina en þar myndu þá bíða hans nánari fyrir- mæli. Síðustu orðin á segulbandinu voru þessi: „Hafðu ekki samband við lögregluna og láttu þér ekki koma neitt annað vitlaust í hug því að þá bíður hennar dauðinn." Ronald Whittle sótti peningana og bjó sig undir að gera eins og ræning- inn bauð. Hann fór þó líka til lögregl- unnar og skýrði frá því að systur sinni hefði verið rænt. Það lítur hins vegar út fyrir að aðgerðir lögregl- unnar í málinu hafi fælt Neilson burt frá símaklefanum því þar hafði hann ekki neitt samband við Whittle. Vakti þetta harðar umræður um þátt lögreglunnar því að Ronald Whittle hélt þvi síöar fram að þaö væri lög- reglunni að kenna að honum hefði ekki tekist að skipta á peningunum og systur sinni. Kvöldið eftir geröi Neilson aöra til- raun til þess að fá peninga í skiptum fyrir Lesley. Hann hringdi til eins af starfsfélögum Ronalds Whittle og leyfði honum að heyra rödd Lesley af segulbandi. Hún sagði: „Farið í símaklefann í pósthúsinu í Kids- grove. Bak við fjölina aftan á hurð- inni finnið þið frekari fyrirmæli. Það er allt í lagi með mig, mamma. Látið hins vegar vera að hafa samband við lögregluna." Lögreglan hafði þó afskipti sem í fyrra sinnið. Samkvæmt frásögn lög- reglumanns, sem birti æviminningar sínar nokkrum árum síðar, var eftir- litsbíll sendur á vettvang til þess að rannsaka símaklefann. Ökumaður bílsins staöfesti að segulband hefði verið falið í klefanum en þegar hann setti það á ný á bak við fjölina faldi hann það svo vel að það tók bróður Lesley hálftíma aö finna það. Ronald Whittle fór heim með segul- bandið þegar hann hafði loks fundið það. Þar hlustaði hann á það sem á því var en skilaboðin voru á þá leiö að hann skyldi halda til Bathpool Park. Er þangað kæmi átti hann að Svarti pardusinn. leggja bíl sínum og kveikja og slökkva framljósin. Þá myndi verða kveikt og slökkt á vasaljósi skammt frá. Skyldi hann þá ganga fram til móts við manninn með vasaljósið. Óheppilegar tilviljanir Whittle ákvað að fara eftir fyrir- mælunum á bandinu en það sem gerðist verður aö teljast undarleg flækja af tilviljunum. Um klukkan þrjú um nóttina komu tveir elskend- ur akandi inn í Bathpool Park. Þar með hófst það sem átti að leiða til þess að skipt yrði á Lesley og pening- unum. Gallinn var bara sá að Ronald Whittle var ekki kominn á sinn stað en það vissi lögreglan, sem beið í leyni, ekki um. Hún hélt að bíllinn með elskendunum væri bíll Whittles. Lögreglubíl var því þegar í stað ekið inn í almenningsgarðinn. Það hræddi Neilson á brott og síðar kom í ljós að það var einmitt þessa nótt sem Lesley dó. Þó fannst lík hennar ekki fyrr en sjö vikum síöar. Dauða Lesley bar þannig að, eftir því sem komist hefur verið næst, að Neilson hélt aftur niður í klóakrörin og til hennar. Þar mun einhvers kon- ar æði hafa runniö á þennan sálsjúka mann sem haföi þó það mikið vit að hann gat skipulagt glæpi sína í ein- stökum atriðum vikum saman ef því var að skipta. Hratt hann Lesley fram af sillunni í innskotinu þar sem hann haföi haldið henni. Hræðsla hennar var þá orðin svo mikil að hjartað gaf sig. Því mun Neilson þó ekki hafa tekið eftir því að hann haföi gert vírsnöru sem hann ætlaði að kyrkja hana með. Og henni brá hann um háls fórnardýrsins sem var þá liðið lík. Lögreglan var lengi að finna það sem loks kom henni á spor Svarta pardusdýrsins. Loks lágu þó fyrir gögn og upplýsingar sem bentu til þess að þessi illræmdi glæpamaður héti Donald Neilson og ætti heima í Bradford í Yorkskíri. Gerð var hús- Ronald Whittie. leit heima hjá honum og þá fannst svarti búningurinn undir fiölum í gólfinu. Jafnframt fannst þar taska sem hafði að geyma ýmsar nauðsynj- ar og var greinilegt aö Neilson hafði gert ráð fyrir þeim möguleika að hann kynni að þurfa aö láta sig hverfa í skyndi. Sagði slys hafa orðið Er mál Donalds Neilson kom fyrir rétt reyndi hann að skýra dauða Les- ley Whittle á þann hátt að hún heföi fallið fram af sillunni í klóakrörinu. Hún hefði þá haft vírsnöruna um hálsinn og því hefði hún í raun hengt sig sjálf fyrir slysni. Líkskoðunin sýndi þó fram á að dauðann hafði ekki borið að með þeim hætti. Varð niðurstaða réttar- ins því sú að Neilson hefði af ásettu ráði hrundið Lesley fram af sillunni og því bæri hann fulla ábyrgð á dauða hennar. Eins og fyrr segir fær Svarti pard- usinn ekki oftar að ganga um frjáls. Hann var haldinn sjúklegri glæpa- hneigö og afbrot hans leyfa ekki að hann fái að ganga um meðal almenn- ings. ............i Opiö á klóakrörakerfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.