Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Side 30
30
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER' 1988.
- ágríp af ástarsögu Framsóknar og krata
Endalok fráfarandi stjórnar komu
fæstum á óvart, svo augljós voru
feigðarmerki hennar. En það er at-
hyglisvert að fyrir örfáum vikum
hefðu flestir gert ráð fyrir því að
ósætti Framsóknar og krata yrði
banamein ríkisstjórnar Þorsteins
Pálssonar. Nú hefur hins vegar kom-
ið á daginn að það var samdráttur
þessara flokka sem gerði út um
stjórnarsamstarflð.
Hið rómantiska tilhugalíf Stein-
gríms og Jóns Baldvins hefur þótt
tíðindum sæta énda gæti varnarleg-
ur samdráttur þeirra sett veigamikið
strik í reikning íslenskra stjórnmála
á næstunni.
Langt er nú um liðið frá því þessir
flokkar litu hvorn annán hýru auga.
Sú var þó tíðin að nánast ekkert þótti
sjálfsagðara en að Framsókn og
kratar stæðu saman að „félagslegum
umbótum" og mynduðu mótvægi við
Sjálfstæðisflokkinn.
En þegar litið er ydir sjötíu ára
stjórnmálasögu íslenskra ríkis-
stjórna. kemur í ljós að minna hefur
orðið af samstarfi þessara flokka en
til var stofnað í upphafi. Ríkisstjórn:
arsamstarf þeirra hefur verið sáralít-
ið frá falli Þjóðstjórnarinnar 1942 og
frá því vinstri stjórn Hermanns Jón-
assonar sprakk á limminu fyrir rétt-
um þrjátíu árum hefur samvinna
. þessara tveggja flokka þótt einna
ólíklegust í flokkakerfmu.
Aðeins ein ríkisstjórn hefur verið
samsteypustjórn Framsóknar og
krata án hlutdeildar annarra flokka.
Tvisvar hafa kratar varið minni-
hlutastjórn Framsóknar falli. Þri-
svar hafa flokkarnir starfaö saman í
þjóðstjórn ásamt sjálfstæðismönnum
og nýja stjórnin hans Steingríms er
þriðja vinstri stjórn flokkanna ásamt
Alþýöubandalagi.
Mest bar á samstarfi Framsóknar
og krata á árunum 1927-42 en þá áttu
þeir samstarf um ríkisstjórnir, einir
Steingrimur og Jón Baldvin - fóstbræöur islenskra stjórnmála þessa stundina. Fyrir réttum þrjátíu árum var fað-
ir Steingríms forsætisráðherra vinstri stjórnar. Þá var faðir Jóns Baldvins ráðherra í sömu stjórn. Faðir Stein-
grims var þá formaður Framsóknarflokksins. Faðir Jóns Baldvins hafði þá skömmu áður verið formaður Al-
þýðuflokksins. Hafa synirnir lært af syndum feðranna eða gera þeir sömu mistökin?
kvæðum bundiö fyrstu þrjú árin,
enda var viðskiptajöfnuður hagstæð-
ur fram að kreppu og þeir Tryggvi
og Jónas frá Hriflu létu hendur
standa fram úr ermum við að byggja
yfir ýmsar mennta- og menningar-
stofnanir.
Það er til marks um illskeytta
stjórnarandstöðu sjálfstæðismánna
Mótmælafundur fyrir utan ráðherrabústaðinn í tilefni þingrofsins 1931.
eða ásamt Sjálfstæöisflokki í tæp ell-
efu og hálft ár.
Frá lýðveldistöku og fram að Við-
reisn störfuðu þeir saman í einni
þjóðstjórn og einni vinstri stjórn í
samtaís rúm fimm ár, en eftir Við-
reisn hafa þeir starfað saman í einni
vinstri stjórn og einni þjóðstjórn í
samtals rúm tvö ár.
Hlutleysi og þingrof
íhaldsflokkurinn, forveri Sjálfstæð-
isflokksins, var einn viö stjórn
1924-27. Fylgisaukning og óréttlát
kjördæmaskipan færði framsóknar-
mönnum nítján þingmenn í kosning-
unum 1927 en íhaldsmenn misstu
meirihlutann. Alþýðuflokkurinn
fékk fimm menn kjörna. Stefnuskrá
Alþýðuflokksins geröi ekki ráð fyrir
aðild flokksins að samsteypustjórn
og því var mynduð hrein framsókn-
arstjórn Tryggva Þórhallssonar sem
Alþýðuflokkurinn veitti hlutleysi
„fyrst um sinn“.
Hlutleysið entist „fyrst um siiín“
og gott betur, eða í rúm þrjú og hálft
ár. Það var engum teljandi vand-
um þessar mundir, að þeir töldu það
sjálfsagt gustukaverk að koma Jón-
asi dómsmálaráðherra á Klepp hið
allra fyrsta og beittu fyrir sig yfir-
lækninum þar.
Meö kreppunni og stofnun Komm-
únistaflokksins varð hlutleysið sí-
fellt óþægilegra fyrir Alþýðuflokk-
inn sem nú barðist hatrammri bar-
áttu við kommúnista um fylgi verka-
manna, enda lágu kommarnir ekki á
þeirri samsæriskenningu sinni að
Framsókn og kratar ætluðu aö láta
verkamenn um hita og þunga krepp-
unnar.
Það varð samt hvorki kreppan né
kommar sem bundu enda á hlutleysi
Alþýðuflokksins heldur kjördæma-
málið.
Með vaxandi þéttbýlismyndun
varð kjördæmaskipanin sífellt órétt-
látari og Framsóknarflokknum í vil.
Þorri þingmanna var þá kosinn
meirihlutakosningu í ein- eða tví-
menningskjördæmum sem miðuðust
við gömlu sýslumörkin. Auk þess
voru sex landskjörnir þingmenn
kosnir hlutfallskosningu, svo og
þingmenn Reykjavikur sem voru
fjórir.
í byrjun árs 1931 lögðu Framsókn-
armenn fram frumvarp um breyt-
ingu á kosningalögum þess efnis að
landskjör yrði lagt niöur. Með þess-
um breytingum einum sér hefði
óréttlæti kjördæmaskiptingarinnar
enn aukist.
Að vonum þótti krötum og sjálf-
stæðismönnum nóg um þessa óbil-
girni og kratar báru fram breyting-
artillögu um almenna hlutfallskosn-
ingu og íjölgun Reykjavíkurþing-
manna. En Framsókn var ósvífnin
uppmáluð og neitaði að fallast á
breytingartillöguna. Kratar lýstu þá
yfir að þeir myndu greiða atkvæði
meö vantrauststillögu á stjórnina.
Nú voru ménn ekki lengur öreigar
og auðvaldsseggir, heldur bæjarbúar
og sveitavargur.
Sjálfstæðismenn báru fram van-
trauststillögu sem kratar ætluðu að
styöja og í fyrsta sinn átti nú að út-
varpa umræðum frá alþingi. Allt
virtist klappað og klárt og Fram-
sóknarmenn gátu siglt sinn sjó í
beinni útsendingu.
En forsætisráðherra hafði ekki
sagt sitt síöasta orð í þessu máli og
þegar Jón Þorláksson ætlaöi að hefja
máls á vantraustinu, fékk Tryggvi
orðið hjá mági sínum, Ásgeiri As-
geirssyni, sem þá var forseti samein-
aðs þings, og las upp konungsbréf
þess efnis að þing yröi nú þegar rofið
og boðað væri til alþingiskosninga.
Tvö skref til hægri og fjögur
til vinstri -Framsókn klofnar
Þingrofiö 1931 ereinhverumdeildasta
ákvörðun íslensks • stjórnmála-
manns. Sjálfstæðismenn og kratar
urðu bandóðir eins og búast mátti
við, en í Reykjavík ríkti umsáturs-
ástand í heila viku. Kratarnir urðu
þó hálfu æstari en íhaldiö og vildu
helst segja sig úr lögum við kónginn
og sveitavarginn, en þá komu vomur
á sjálfstæðisménn sem fengu skömm
í hattinn frá krötum fyrir hálfvelgj-
una.
Kosningarnar 1931 voru einhverjar
þær hörðustu sem um getur, en þá
unnu framsóknarmenn sinn stærsta
sigur, þrátt fyrir þingrofiö.
En kosningaúrslitin eru jafnframt
til marks um hinn hrikalega ójöfnuð
sem kjördæmaskipanin hafði í för
með sér. Sjálfstæðismenn fengu
43,8% atkvæða og tólf þingmenn;
Framsóknarflokkurinn fékk 35,9%
og tuttugu og einn þingmann og Al-
þýðuflokkurinn fékk 16,1% og þrjá
þingmenn.
Framsókn var nú með hreinan
meirihluta og myndaði því ein stjórn.
En stjórnin var í raun óstarfhæf því
kratar og sjálfstæðismenn voru í
meirihluta í efri deild.
Framsóknarmenn urðu ekki á eitt
sáttir um það hvernig leysaskyldi
ágreininginn um kjördæmamálið og
ágreiningur þeirra um stjórnarsam-
starf við hina flokkanna varð sífellt
alvarlegri.
Á endanum sömdu framsóknar-
menn og sjálfstæðismenn um kjör-
dæmamálið og mynduðu samsteypu-
stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar sem sat
frá 1932-34.
Meirihluti framsóknarmanna var
óánægður meö stjórn Ásgeirs og
stefndi að samsteypustjóm með Al-
þýðuflokki. Ágreiningur hægri og
vinstri framsóknarmanna ágerðist
þar til upp úr sauð í árslok 1933. Þá
voru tveir íhaldssömustu framsókn-
arþingmennirnir reknir úr flokkn-
um, en Tryggvi og Ásgeir sögðu sig
úr honum sjálfviljugir. íhaldssamir
framsóknarmenn stofnuðu nú
Bændaflokkinn sem bauð fram í
kosningunum 1934 og 37.
Bændaflokkurinn fékk umtalsvert
fylgi í bæði skiptin, sem ætla má að
seinna hafi runnið til Sjálfstæðis-
flokksins. Síðan eru framsóknar-
menn í tveimur flokkum: Framsókn-
arflokki og Sjálfstæðisflokki.
Stjórn hinna vinnandi stétta
Kosið var til alþingis vegna breyt-
inga á kosningalögum 1933. Þá unnu
sjálfstæðismenn sinn stærsta kosn-
ingasigur og fengu 46% atkvæða.
Alþýðuflokkur og vinstri vængur
Framsóknar höfðu því ekki þing-
styrk til að mynda samsteypustjórn
þó viljinn væri fyrir hendi.
En í alþingiskosningunum ári síðar
var það Alþýðuflokkurinn sem vann
kosningasigur með þeim afleiðingum
að kratar og Framsókn mynduðu
stjórn, einu samsteypustjórn þess-
ara flokka sem aðrir flokkar áttu
ekki aðild að.
Stjórn hinna vinnandi stétta var
nú mynduð, en hún var hins vegar
aldrei Ijósmynduö, hvernig sem á því
stóð. Þetta var engu að síður íún
myndarlegasta ríkisstjórn undir for-
sæti glímukappans Hermanns Jón-
assonar sem hafði verið lögreglu-
stjóri í Reykjavík og vann sér það til
ágætis að félla sjálfan Tryggva Þór-
hallsson, frambjóðanda Bænda-
flokksins, í Strandasýslu.
Ráðherrar stjórnarinnar voru
óvenju ungir. Forsætisráðherrann
var þá þrjátíu og sjö ára, Haraldur
Kosningar íSSS
jtioKkurinrt
íj.i-íVíí- i : - .
Titilblað af stefnuskrá Hræðslubandalagsins 1956. Verkamenn og bændur
taka höndum saman.