Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1988, Qupperneq 42
58 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988. Alþjóðlega skákmótið í Sotsí: Öragg taflmennska við öróugar aöstæður Bærinn Sotsí við Svartahaf er einn vinsælasti ferðamannastaður Ráðstjórnarríkjanna, enda um- hverfið fagurt og strandlengjan heillandi. Dvöl okkar Helga Ólafs- sonar, stórmeistara, við skákiðkun þar í septembermánuði varð okkur þó ekki eins ánægjuleg og efni stóðu til. Aðbúnaður var með ein- dæmum lélegur, bæði hvað snerti húsaskjól og fæði og þar að auki tók mótið allt of langan tíma. Þrett- án umferðir í tuttugu og sex daga ferð þykja ekki mikil afköst nú á dögum. Hvað okkur íslendingana snerti var mótið fyrst og fremst hugsað sem góð æfing fyrir ólympíuskák- mótið sem hefst um miðjan nóv- ember í Þessalóniku í Grikklandi. Mótið var af 12. styrkleikaflokki og aðeins einn þátttakenda hafði minna en 2.500 Eló-stig - stórmeist- arinn þaulæfði, Ratmir Holmov. Stigahæstur var Lev Polugajevsky með 2.590 stig. Jafnt mót sem gaf óhjákvæmilega tilefni til margra jafntefla. Ég tefldi í Sotsí fyrir átta árum og ég minnist þess hve mótiö þá var vel skipulagt. Þá bjó ég á sama hóteli og nú en það var átta árum yngra og þar að auki var sennilega annar kokkur í eldhúsinu. Að feng- inni reynslu baö ég um rólegt her- bergi og fékk það. Hins vegar var herbergið næst við hliðina á mér ekki eins rólegt. Þar bjuggu ósjá- legir sovéskir hippar og höföu hátt um nætur eða snemma að morgni, allt eftir því hvernig á þeim lá. Svo olli það okkur skákmönnunum nokkrum heilabrotum hvers vegna nauðsynlegt var að ryksuga gang- inn kl. sjö að morgni. Dularfullar símhringingar á ýmsum tímum sólarhringsins þóttu á hinn bóginn engin nýlunda. Skákmenn mötuðust í veitingasal hótelsins. Þar sátu útlendingar við eitt borð og var skammtað á diska þeirra en sovésku þátttakendurnir fengu það erfiða hlutskipti að fá að velja matinn sjálfir og þá jafnframt að bíða eftir honum. Maturinn var einhæfur og vondur en verst var þó að varla gat hann talist hollur. Einhverju sinni ætlaði ég að ráðast til atlögu gegn kjötstykki á diskn- um mínum en varð að játa mig sigr- aðan, því að mér var gjörsamlega fyrirmunað að skera það í bita. Eg leitaði aðstoðar borðfélaganna og lét diskinn ganga en er ég fékk hann aftur var stykkið enn í heilu lagi. Við kenndum óþrifnaði í eld- húsinu um það að flestir fengu í magann. Helgi fékk snert af mata- reitrun og fékk einni skák frestað af þeim sökum. Þrír læknar heim- sóttu hann ög bönnuöu honum að borða í nokkra daga. Psakhis mætti grænn í framan í lokaskákina. Sagðist hafa kastað hádegismatn- um upp. Eins og aðrir kvartaði hann yfir fæðinu. Hann býr í Krasnojarsk í Síberíu og kvaðst í fyrsta skipti á ævinni hlakka til þess að fara heim! Sovéski stórmeistarinn Sergej Dolmatov tefldi á Reykjavíkur- skákmótinu í febrúar og alþjóða- mótinu á Akureyri í mars en átti litlu láni að fagna. í Sotsí varð hann öruggur sigurvegari, með níu vinn- inga af þrettán mögulegum. Lev Psakhis, tvöfaldur Sovétmeistari, kom næstur með 8 v„ síðan ungur og efnilegur skákmaður, Jurí Do- hojan, með 7,5 v. og í 4. - 7. sæti urðu íslensku stórmeistararnir tveir ásamt Sovétmönnunum Holmov og Bareev með 7 v. Næstur kom Smagin með 6,5 v„ Polugajev- sky og Englendingurinn Watson hlutu 6 v„ sovéski stórmeistarinn Vajser og Júgóslavinn Damlj- anovic fengu 5,5 v„ Drasko frá Júgóslavíu fékk 5 v. og lestina rak Amador Rodriguez, stórmeistari frá Kúbu, með 4 v. Við Helgi urðum efstir útlendinga og megum vel við árangur okkar una, einkum með tilliti til erfiðra aðstæðna. Helgi tefldi af gifurlegu öryggi og komst ósigraður gegnum vegabréfsskoðunina í Moskvu og er slíkt ekki á aUra færi. Hann vann sína fyrstu skák í næstsíðustu umferð eftir þriggja daga föstu, er hann lagði Vasjer að velli í laglegri skák. Tólf jafntefli og einn vinning- ur er árangur sem jafnvel sjálfur Spassky mætti vera stoltur af. Ann- ars hefðu vinningar okkar varla getað orðið færri miðað við gang skákanna. Seiglu andstæðinga okkar var við brugðið. Þannig tókst Helga ekki að vinna vænlegar stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 V. 1. Dolnatov 2550 !ú A 'A 1 ‘/2 /2 1 1 'A ‘/2 1 1 9 2. Psakhis 2560 'A 'A 'A '/2 ‘/2 '/2 ‘/2 1 'A 'A '/2 1 1 8 3. Dohojan 2520 Yi 'A 'A /2 '/2 'A 'A 'A 'A 1 1 'A >/2 l'A 4. Helgi Ólafsson 2525 'A 'A 'A '/2 '/2 'A 'A 'A 'A 1 ‘/2 'A 'A 7 5. Jón L. Árnason 2535 ‘A 'A 'A 'A /2 'A 0 'A 'A 1 '/2 1 'A 7 6. Holmov 2475 0 'A 'A 'A '/2 , 1 'A 'A 'A 'Á '/2 '/2 1 7 7. Bareev 2560 'A 'A 'A 'A 'A 0 1 'A 1 /2 1 0 ‘/2 7 8. Smagin 2550 'A 'A 'A 'A 1 'A 0 'A . '/2 ‘/2 0 '/2 1 6‘/2 9. Polugajersky 2590 0 0 'A 'A 'A 'A ‘/2 ‘/2 1 0 lú 1 ‘/2 6 10. Watson 2500 0 'A 'A 'A 'A 'A 0 '/2 0 ‘/2 + 1 ‘/2 1 6 11. Vajser 2530 ’Á 'A 0 0 0 'A 'A /2 1 ‘/2 'A Vz /2 5'/2 12. Damljanovic 2565 'Á 'A 0 'A '/2 'A 0 1 ‘/2 0 'A 'A '/2 5‘Á 13. Drasko 2535 0 0 'Á 'A 0 'A 1 ‘/2 0 '/2 'A 'A 'A 5 14. Rodriguez 2550 0 0 'Á 'A ‘/2 0 '/2 0 'A 0 'A 'A 'A 4 skákir við Smagin og Dohojan og sigurvegarinn, Dolmatov, smaug úr greipum mínum í næstsíðustu umferð. Ég vann Vasjer eins og Helgi og Júgóslavann Drasko sömuleiðis. Eina tap okkar íslendinganna skrifast á minn reikning en fyrir því hef ég glæsUega afsökun. Er ég kom úr morgunmat þennan dag varð ég að hrökklast út úr herbergi mínu því að múgur og margmenni var á svölunum og kvaöst vera að lakka handriðið! Hér koma að lokum tvær skákir frá mótinu. Sú fyrri er snaggaraleg og skemmtileg en þá síðari mætti nefna dæmigerða rússneska skák. Skiptamunsfórn í anda Tigrans heitins Petrosjans sem gefur hvít- um stöðulega yfirburði. Hvítt: Lev Psakhis Svart: Amador Rodriguez Garo-Kann vörn. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rg5 Rdffi 6. Bc4 Rd5 7. Rlffi g6 8. 0-0 Bg7 9. Hel h6 10. Re4 Bg4 12. c3 Rgffi 13. Rc5 Dc7 13. h3 Bxffi 14. Dxffi 0-0 15. Bb3 Hvítur hefur náð heldur betri stöðu eftir byijunina og undirbýr nú c3-c4 og þrengja enn frekar að svörtum. 15. - b6 16. Rd3 b5 17. a4 a6 18. Bf4!? Rxf4 19. Rxf4 Hótunin er 20. Rxg6 og þetta hefði svartur best hindrað með 19. - e6. Eftir næsta leik hans eygir hvítur skemmtilega leikfléttu. 19. - Kh7 20. axb5 cxb5 Ekki 20. - axb5 21. Hxa8 Hxa8 22. Bxf7 o.s.frv. I i W s A i 41i r a , A ABCDE FGH sem svarað er með 22. - Dxf4. Hvít- ur fær nú þrjú peð fyrir mann og hættulegt frumkvæði. Ekki gengur 22. - Kxg6 vegna 23. Dd3+ Kg5 24. h4+ Kxh4 25. Df5! og óverjandi mát. 22. - Hd8 23. Hxa6! Kg8 Enn má ekki taka riddarann vegna máts í fáum leikjum. 24. Re5 Hfffi 25. Rc6! Rd5 26. De2 Hd6 27. Dxb5 Fjórða peðið falUö. Þó hefði Rodr- iguez nú með 27. - e6 getað veitt harðvítuga mótspyrnu. 27. - Hc8?! 28. Re5 Hb8 29. Da4 Hxb2 30. Hxd6 Dxd6 Engu betra er 30. - exd6 31. De8+ Kh7 32. Rd7! og vinnur. 31. Rc4! Og svartur gafst upp. Skák Jón L. Árnason Hvitt: Júrí Dohojan Svart: Anatoly Vajser Hollensk vörn. 1. d4 e6 2. c4 f5 3. g3 Rffi 4. Bg2 d5 5. Rh3 c6 6. 0-0 Be7 7. b3 b5 8. Ba3 0-0 9. Rf4 b4 10. Bb2 a5 11. a3 Ra6 12. axb4 Rxb4 13. Rc3 Bd6 14. Ra4 g5 15. Rd3 Rxd3 16. exd3 f4 17. Hel Ha7 A# I é' 1 Á 1114 1 1 A £> A A A A A A ABCDEFGH 21. Bxf7! Hxf7 22. Rxg6! Hugmyndin var ekki 22. Dxa8 18. He5! Bxe5 19. dxe5 Re8 20. Bd4 Hb7 21, Rc5 Hb8 22. Bc3 fxg3 23. hxg3 Ha8 24. Dd2 De7 25. d4 Rg7 26. b4 Bd7 27. bxa5 Hfb8 28. Rxd7 Dxd7 29. cxd5 cxd5 30. Dxg5 Hb3 31. Bd2 Hd3 32. Be3 Dd8 33. Dg4 Hxe3 34. fxe3 Hxa5 35. Hfl Ha7 36. Hffi De8 Guðmundur og Þorlákur sigruðu á boðsmóti 6SÍ Eins og kunnugt er af fréttum sigr- uðu Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson í boðsmóti Bridge- sambands íslands sem haldið var í tilefni 40 ára afmæhs sambandsins. Þeir félagar tóku fljótt forystu og héldu henni að mestu. Mótið var jafnframt síðasta keppni landsUða okkar sem í byijun næsta mánaðar munu keppa á ólympíuihótinu á ítal- íu. Frammistaða landsUðsparanna var hins vegar frámunalega léleg og með ólíkindum að aðeins eitt þeirra \ Hafrðu smakkað vín. - láttu þér þá ALDREI detta í hug að keyra! yujjjFEæAfl skyldi skríða yflr meðalskor í keppn- inni. Vissulega íhugunarefni fyrir fyrirliðann og þjálfarann, Hjalta El- íasson, sem nýlega leiddi landslið okkar til sigurs á Norðurlandamót- inu í Reykjavík. Bridge Stefán Guðjohnsen En skoöum eitt skemmtilegt spil frá keppninni: ♦ - ¥ 43 ♦ KG962 + D108762 ♦ KGlO ¥ K10862 ♦ 10 + Á943 N V A S ♦ Á54 ¥ DG975 ♦ 74 + KG5 * D987632 ¥ Á * AD853 * - Við eitt borðið sátu n-s undirritaður og ísak Sigurðsson en a-v forseti Bridgesambandsins, Jón St. Gunn- laugsson, og fyrrverandi forseti, Björn Theodórsson. Það var nokkur stígandi í sögnun- um: Norður Austur Suður Vestur pass 1H 2Hx) 4H 5L pass 5T 5H 6T pass pass, dobl pass pass pass x) Spaði og láglitur Suður var með klæðskerasaumuð spil fyrir sína sagnvenju og sóknar- möguleikar spilsins fóru ekki fram hjá norðri. Vestri var nokkur vorkunn að dobla slemmuna þótt það sé algild regla í svona stöðum að segja einum hærra en andstæðingarnir til þess að forðast stórt áfall. Hún sannaðist í þessu spili því að þótt a-v fómi í sjö hjörtu geta n-s aldrei fengið meira en átta hundruð með bestu vöm. Sex tíglar doblaöir og sjö unnir kostuðu hins vegar 1190 en aðeins 5 impa í Butlerútreikningunum því að fleiri pör náðu slemmunni. Tæplega 40 pör eru skráð öl leiks á opna stórmótið á Hótel Örk, sem verður helgina 1,-2. október. Stórglæsileg verðlaun em 1 boði, feröavtnningar fyrir þrjú efstu sæt- in og peningaverölaun fyrir 4.-5. sæti. Vinningar era að verðmæti samtals 250 þúsund krónur. Auk þess er spilaö um íjölda silfurstiga í hverri umferð. Spilaður verður Mitchell, þrjár umferðir. Tvær umferðir verða á laugardegi og ein á sunnudegi. Spilameimska hefst kl. 13:00 báða dagana. Keppnisstjóri verður Ólaf- ur Lárusson. Keppnisgjald á par er 4.500 kr. og gisting í 2 manna her- bergi kostar kr. 1.750. Góð aöstaða til spilaiðkunar er á Örkinni. Á laugardagskvöldinu verður boöið upp á „skralT á hótelinu fyrir keppendur og gesti þeirra. Skráning í mótið er á skrifstofu BSÍ í síma 91-689360 eða 689361 (Ólafúr) eða hjá Gunnari Óskars- syni fyrir austan. Sigurvegarar á mótinu í fyrra urðu Hannes R. Jónsson og Hermann Lárusson. Urslit Egilsstaðamótsins Magnús Ásgrímsson og Þor- steinn Bergsson frá B.Fþótsdals- héraðs uröu öruggir sigurvegarar í Valaskjálf-mótinu sem spilað var helgina 9.-10, september síðastliö- inn. 20 pör tóku þátt í mótinu, sem er heldur lakari þátttaka en ráð var f'yrir gert Spilað var eftir baromet- er-fyrirkomulagi, allir v/alla. Röð efstu para: 1. Magnús Ásgrímsson-Þorsteinn Bergsson, FJjótsdalshreppi. 142 2. Gunnar Páll Halldórssn-Magn- ús Jónsson, Höfn 77 3. Guðmundur Pálsson-Pálmi Kristmannsson, Fljótsdalshreppi, '57 4. Gissur Jónasson-Gunnar Berg, Akureyri, 46 5. Hjördis Eyþórsdóttir-Anton R. Gunnarsson, Rvk. 24 Keppnisstjórar voru þeir Björn Jónsson frá Reyöarfirði og ísak Öm Sigurðsson Rvk. og skiluöu sínu hlutverki með sóma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.