Dagur - 29.08.1962, Side 13

Dagur - 29.08.1962, Side 13
meginatriðum hygg ég, að þeir, sem þessu héldu fram, hafi verið á réttri leið. Fjórðungssamböndin og fjórðungsþingin, sem nú eru starfandi, eru spor í þessa átt. Fjórðungsþing Norðlendinga, sem háð var nú nýlega, bar því a. m. k. glöggt vitni. Að ýmsu leyti standa Norðlendingar vel að vígi til þess, að gerast hér brautryðjendur. Þeir hafa látið slíkt til sín taka. Ég vil nefna það í þessu sambandi, að á Norðurlandi eru samvinnuféliig einna öflugust og eiga að baki lengsta reynslu. Þessi almannasam- tök hafa, síðan á ofanverðri 19. öld — og raunar víða um land — reynzt traustustu vígi byggðasjálf- stæðisins, bæði í sókn og vörn, og þau vígi standa, þótt’hin sögulegu réttindi kjördæmanna hafi verið af þeim tekin. Enn standa líka sveitarfélög forn og sýslufélög, sem að vísu munu eiga tilveru sína undir högg að sækja, ef svo heldur frarn, sem nti horfir. Mörg eru þau náttúrunnar gæði á landi og sjó, sem styrkja mættu trú Norðlendinga á framtíð sína. Hefur stundum verið að því vikið. En sérstaklega ber nú að minnast þess, að Norðurland á sér óum- deilanlega höfuðstað þann, er nú minnist aldaraf- mælis síns — Akureyri. Ekki þarf að óttast það, að sá höfuðstaður vaxi þjóðinni yfir höfuð, né lieldur sínum landsfjórðungi. En í baráttunni fyrir því, að Norðurland haldi sín- um hlut og byggðir þess eflist, bíða Akureyrar ærin verkefni, og þar getur hún komið miklu til leiðar. í hennar hlut kemur það, ef að líkum lætur, að hafa forystuna í þeirri baráttu. Akureyri er ekki aðeins fjölmennasta byggð Norð- lendinga, heldur einnig hin næstfjölmennasta, utan Reykjavíkur, og sú sem bezt skilyrði hefur til þess að halda sínum hlut og veita öðrum brautargengi. Þó geta Norðlendingar enn í vaxandi mæli eflt höf- uðstað sinn á ýmsan hátt, Norðurlandi öllu til hags- bóta, ef skipulega er að því unnið. Hér norðanlands velta menn oft fyrir sér spurn- ingum eins og þessum: Hve lengi á það skipulag að ríkja, að norðlenzkt fólk telji sér nauðsynlegt, að leita suður í Reykja- vík, með ærinni fyrirhöfn og aukakostnaði, lausnar á ýmiss konar vandamálum, sem alveg eins ætti að mega leysa norðanlands, og þá einkum á Akureyri? Hvers vegna þarf það að vera svo áfram, að norð- lenzkir fulltrúar á alls konar fundurn, telji sér hag- kvæmast að sækja þá suður til Reykjavíkur, af því að þar þurfi þeir hvort sem er að reka margs konar erindi, bæði fyrir sjálfa sig og aðra? Hvers vegna verða bændur, útvegsmenn og aðrir þeir, senr eru að koma upp þaki yfir höfuð sér eða hafa aðrar framkvæmdir með höndum, að sækja lán- in til Reykjavíkur, þegar þrír ríkisbankar liafa úti- bú á Akureyri? Er ekki hægt að haga samgöngum þannig, að Norðlendingar geti yfirleitt keypt íslenzkar iðnað- arvörur á Akureyri, þeir sem ekki geta fengið þær í sinni heimabyggð? Hvers vegna þarf sí og æ að sækja verkfræðilegar leiðbeiningar til Reykjavíkur, Jregar Akurevri út- skrifar 60—70 stúdenta á ári og margir þeirra verða verkfræðingar? Hvers vegna þurfa það endilega að vera Reykvík- ingar, sem af liálfu hins opinbera liafa yfirumsjón með hvers konar framkvæmdum á Norðurlandi, vegagerðum, opinberum byggingum, liafnargerðum, síma, rafveituframkvæmdum, landnámi og ræktun o. s. frv.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.