Dagur - 29.08.1962, Síða 23

Dagur - 29.08.1962, Síða 23
verzlunaraðili í Akureyrarbæ og rekur myndarleg útibú í öllurn bæjarhverfum. KEA reið á vaðið hér um kjörbúðarfyrirkomulag með opnun kjörbúðar- innar í Brekkugötu 1, í hjarta miðbæjarins, en síðan hefur hver kjörbúðin rekið aðra í öðrum byggða- hverfum, nú síðast í Glerárhverfi, þar sem risin er ein fegursta búð bæjarins, sem ætlað er að fullnægja þörfum vaxandi bæjarhluta næstu árin. Alls munu um 115 fastráðnir starfsmenn vinna við búðar- og afgreiðslustörf á vegum Kaupfélags Eyfirðinga í að- aldeildum, útibúum og sérverzlunum. Félagið hefur verzlun, iðnað og önnur athafnasvæði á meira en 60 stöðum í bænum. í Akureyrardeild félagsins voru um áramótin 2452 félagsmenn, og munu flest heimili í bænum hafa mikil viðskipti við KEA og mörg svo til einvörðungu, ekki sízt að því er tekur til alls nauðsynjavarnings. Framkvæmdastjóri er Jakob Frímannsson. Auk Kaupfélags Eyfirðinga er starfandi í bænum annað kaupfélag, Kaupfélag verkamanna. Frarn- kvæmdastjóri þess er Haraldur Helgason. Það rekur nokkrar búðir. Einnig er í bænum mikil kaup- mannaverzlun, því alls munu um 50 verzlunarfyrir- tæki rekin af 40 einstaklingum og hlutafélögum, þar af um 20 matvöruverzlanir og 15 vefnaðarvöru- og fataverzlanir, auk margs konar annarra verzlana. Er talið, að um 100 manns vinni við verzlun ein- staklinga og lilutafélaga. Til viðbótar áðurgreindum smásöluverzlunum eru starfandi í Akureyrarbæ 3 heildverzlanir og umboðssölur. Hafa kaupmenn með sér sanrtök, gamalt félag, sem nefnist Verzlunar- mannafélagið á Akureyri, og er Tómas Steingríms- son formaður þess. Þá er einnig starfandi stéttarfélag verzlunar- og skrifstofumanna, en formaður þess er Kristófer Vilhjálmsson. Akureyri er hlutfallslega mesti samvinnubær í heimi, þ. e., samvinnumenn eiga meiri þátt í verzl- Tómas Sleingrimsson, fortnaður kauprhanna- samtakanna. un, iðnaði og öðrum atvinnurekstri í höfuðstað Norðurlands, en annars staðar þekkist. En saga kaupmanna er þó eldri og út frá verzluninni byggð- ist kaupstaðurinn, þótt aðrar greinar athafnalífsins séu nú traustar orðnar, svo sem iðnaður og útgerð. Kaupmannaverzlanir hafa löngum staðið traustum fótum á Akureyri. Allt frá þeim tíma að Eyfirðingar fengu Tryggva Gunnarsson til að annast hagkvæm vörukaup og koma innlendum vörum í sæmilegt verð, hefur fólk- ið sjálft í byggð og bæ, síðar á samvinnugrundvelli, annazt meginhluta allrar verzlunar. Þessi staðreynd er enginn áfellisdómur unr kaupmannastéttina, eins og hún er nú, heldur mikilvægur vitnisburður um félagsliyggju fólksins við Eyjafjörð. Það er gott að verzla á Akureyri, og hver sem er getur valið milli verzlana samvinnumanna og kaup- manna. Það er hið fullkomna verzlunarfrelsi. En samkeppnin, og rökræður um þessi tvö aðal verzl- unarform, fela í sér bætta verzlunarþjónustu og aukna verzlunarmenningu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.