Dagur - 29.08.1962, Page 35

Dagur - 29.08.1962, Page 35
ar sunnan og vestanlands með góðum árangri og má búast við vaxandi þátttöku héðan í þeinr veiðum á komandi hausti. Smærri bátar: Eins og fyrr segir eru hér nokkrir srnærri dekkbát- ar, er stunda veiðar í firðinum og úti fyrir Norður- landinu. Gera þeir ýmist að salta afla sinn um borð eða leggja hann á land nýjan annað Iivort til fisk- vinnslustöðva eða til bæjarsölu á Akureyri. Þá stunda trillubátarnir veiðar innfjarðar, en fæst- ir af eigendum þeirra hafa róðra að aðalatvinnu heldur stunda þá aðeins í tómstundum og um helg- ar. — Jafnvel embættismenn, eins og bankastjórar og læknar eiga trilluhorn, sem þeir róa til fiskjar, sér til hvíldar og ánægju í tómstundum. Síldveiði innfjarðar: Sérstakur þáttur í útvegi Akureyringa er milli- síldar- og smásíldarveiði innarlega í Eyjafirði og á Políinum. Hefur hún um fjölda ára verið stunduð af svokölluðum „nótabrúkum" og síldin verið seld ný til beitu eða fryst. Á seinni árum hafa stærri bát- ar veitt nokkuð af smásíld til bræðslu í herpinætur og hefur nokkuð verið deilt á þær veiðar og því haldið fram, að með þeinr væri norðlenzka síldar- stofninum stefnt í hættu vegna rányrkju. Fyrir þeirri kenningu hafa þó ekki verið færð frambærileg rök. Nokkuð af smásíldinni hefur farið til niðursuðu á síðustu árum og væri vissulega æskilegt, að stefnt yrði að því, að geia úr þessunr ágæta fiski verðmeiri vöru en mjöl. Fiskvinnsla: Þótt ekki gæti enn mikillar fjölbreytni í vinnslu Likan af togaranum „Kaldbak“ Snœfell, eign K.E.A. sjávarafurða hér eru þó nokkur fyrirtæki, sem starfa að slíkri framleiðslu. Frystihús Ú. A. er þeirra stærst og vinnur að miklu leyti úr afla togaranna. Sl. ár var það þriðja hæsta frystihús á landinu í framleiðslu fiskflaka. — Skreiðar- og saltfiskverkun er og allmikil hjá Ú. A., Leó Sigurðssyni o. fl. — Niðursuðuverksmiðja Kristjáns Jónssonar er mynd- arlegt og vaxandi fyrirtæki og nýtt fyrirtæki, eign Knúts Karlssonar, er einnig að hefja niðursuðu og niðurlagningu síldar, í smáum stíl þó. — Þá er síld- arverksmiðjan í Krossanesi, senr er eign bæjarins, stórt fyrirtæki. Auk síldarvinnslu hagnýtir hún all- an fiskúrgang frá frystihúsinu og annarri fiskvinnslu í bænum. — Er þess að vænta, að með stöðugri síld- veiði, þó sunnan- eða vestanlands sé, verði unnt að flytja lrenni hráefni, svo sanrfelld vinnsla geti farið Jrar franr allt árið. — Heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða frá Akureyri nrun sl. ár liafa verið nokkuð yfir 100 nrilljónir króna. Það, sem hér lrefur sagt verið sýnir, að sjávarút- vegur er allveruleg stoð undir bæjarfélagi okkar og skal vonað að hún verði því styrkari senr fleiri ár líða. — Fleiri vinnslugreinar munu verða teknar upp og verðmæti afla þar nreð aukið. Eins og atvinnu- málum hefur verið háttað sl. ár get ég mér til, þótt ekki verði það sannað í skjótri svipan, að þriðj i lrver bæjarbúi hafi framfæri beint af útgerð eða fram- leiðslu sjávarafurða. Og ltvað sem aðrir segja um þessa atvinnugrein og þá, sem að henni starfa, þá er það trú mín, að lrún sé það haldreipi, sem sízl nregi sleppa tökum af, nreðan ekki er fundið á Súlu- mýrum eða í Hlíðarfjalli úraníum eða gull til að grafa eftir. 13. ágúst 1962. Gísli Konráðsson. ( DAGUR 33

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.