Dagur - 29.08.1962, Síða 44

Dagur - 29.08.1962, Síða 44
IPROTTIR , vetur og sumar í LDREI áður mun þátttaka almennings í íþrótta- æfingum hafa verið svo mikil sem nú er og það, sem mestu veldur þar um, er: Skyldunám í íþróttum við skólana. Betri skilyrði til íþróttaiðkana en áður var. Fleiri og lærðari íþróttakennarar. Fullkomnara skipulag á félagsstarfsemi íþrótta- manna. Hátt á annað þúsund manns iðka nú íþróttir á Akureyri einhvern hluta ársins. Meðan skólarnir starfa eru æfingatímar í fimleikasölunum frá kl. 8 til 22 fimm daga vikunnar, en tveim til þrem tímum skemur á laugardögum. íþróttabandalag Akureyrar var stofnað 20. des. 1944. Hlutverk þess er að skipuleggja hina frjálsu íþróttastarfsemi á Akureyri og hafa yfirumsjón með henni, ennfremur að vera milliliður íþróttafélag- anna annars vegar og ríkis og bæjar hins vegar varð- andi fjárstuðning og aðra fyrirgreiðslu. Ársþing bandalagsins kýs formann þess, gerir fjárhagsáætl- un, um íþróttamót, ferðir og heimsóknir og gerir aðrar þær ályktanir, sem íþróttamálin varða. — íþróttafélögin eiga sinn manninn hvert í stjórn bandalagsins. Þau eru nú 7 og félagatala alls 1513. Einnig eru starfandi sérráð innan bandalagsins í 6 íþróttagreinum og tilnefna þau félög, sem iðka við- komandi íþróttagrein, fulltrúa í sérráðið. Hlutverk sérráða er að vinna að eflingu sinnar íþróttagreinar, sjá um kennslu í henni að nokkru leyti og sameina félögin til keppni við önnur íþróttahéruð og á lands- mótum. Reksturskostnaður við íþróttastarfsemina hefur farið sívaxandi undanfarin ár. — Árið 1961 varð kennslukostnaður hjá félögunum og sérráðum sam- kvæmt kennsluskýrslum, samtals kr. 217.605.00. — Kennslustyrkur frá í. S. í. það ár var aðeins kr. 13.667.44. Samandregið yfirlit um tekjur og gjöld íþrótta- félaganna 1961: Tekjur af árgjöldum............. kr. 23.760.00 Aðrar tekjur ................... — 249.745.88 Samtals kr. 273.505.88 42 D A G U R

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.