Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 Fréttir Alþingi lauk störfum í nótt: Hætt við að leggja hér- aðslæknaembættin niður - skerðingáflugmálaáætlunminnkuðumhelming Eftir mikil fundahöld forseta Al- þingis með þingflokksformönnum í gærdag og gærkveldi náðist loks samkomulag um að ljúka þingstörf- um í nótt er leið. Og það tókst klukk- an að ganga þijú. Þá voru bæði ráö- stafanir í ríkisfjármálum og skatta- frumvarpið samþykkt. Fyrr um dag- inn hafði Alþingi samþykkt að ísland yrði stofnaðih að GATT samningn- um um áramótin. Lög þvi tengd verða afgreidd síðar. í þessu samningaþófi náði stjómar- andstaðan fram tveimur málum sem hún hafði lagt mikla áherslu á. Ann- að var það að hætt er við að leggja niður héraðslæknaembættin í Reykjavík og á Norðurlandi eystra, eins og ríkisstjórnin hafði áformað. Hitt málið var að skeröa átti flug- málaáætlun upp á 70 milljónir króna. Því náði stjórnarandstaðan niður í 35 milljónir. Davíð Oddsson forsætisráöherra frestaði þingfundi til 25. janúar næst- komandi. Nokkur gagnrýni kom fram hjá þeim Kristínu Einarsdóttur, Ólafi Ragnari Grímssyni og Guð- mundi Bjamasyni á þetta form sem forsætisráðherra notaði við að fresta fundi. Ef forsætisráðherra frestar fundi með þessum hætti getur ríkis- stjómin sett bráöabirgðalög meöan þingmenn eru ífrii. Þremenningarn- ir héldu því fram að nóg væri að for- seti Alþingis-sliti fundi á venjulegan hátt og síðan yrði þing kallað saman 25. janúar. Ef það form er viðhaft er ekki hægt að setja bráðabirgðalög. Davíð Oddsson svaraði þessari gagnrýni og taldi aðferðina við að fresta fundi eðlilega. Hins vegar lýsti hann því yfir að engin áform væm uppi um aö setja bráðabirgðalög. Bruins skipstjóri við hliö varnarliðsmanns við komuna til Reykjavikur en Bruins var síðastur frá borði og beið i 10 mínútur við annan mann um borð eftir komu þyrlu Varnarliðsins. Sigurður L. Gíslason sigmaður heldur hér á Nadiu, lithi 8 mánaða stúlkunni sem bjargað var úr skipinu. Við hliö hans stendur Jakob Ólafsson flugmaður. Á milli þeirra stendur Filip Bruins, vélstjóri og faðir stúlkunn- ar, en fyrsta verk Sigurðar eftir að hann seig um borð í skipið var að taka litiu stúlkuna, opna galla fööur hennar og setja stúlkuna innan klæða hans og gefa merki um að hífa þau um borð. DV-myndir ÞÖK Skipbrotsmaður af hollenska skipinu: Aldrei jaf n glaður Fundur í Vesturbyggð: Þettaernán- ast eins og vit- leysingahæii - segir Gísli Ólafsson „Ég er búinn að sitja í sveitarstjórn í átta ár og ég hef getað lynt við þá sem ég hef starfað með. Ég hef aldrei fyrr upplifað þennan fautagang og þau vinnubrögð sem alþýöubanda- lagsmenn standa fyrir inni í sveitar- stjórninni. Þessi ófriður byrjaði með tilkomu þeirra og þetta er nánast eins og vitleysingahæli," segir Gísli Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Vest- urbyggðar, vegna átakanna sem nú eiga sér stað innan bæjarstjórnar- innar vegna ársreikninganna. Seinni umræða um ársreikning er í dag. Við fyrri umræöu gekk minni- hlutinn af fundi og lagði fram bókun. Meirihluti, skipaður sjálfstæðis- mönnum og krötum, samþykkti árs- reikninginn þá til síðari umræðu. „Ef menn mega ekki gagnrýna neitt eða hafa orö á því sukki og svínaríi sem á sér staö þá getur vel verið rétt að viö séum friðarspillar. Málið er bara svo einfalt að það er ekki hægt að horfa upp á þetta lengur,“ segir Einar Pálsson, fulltrúi Óháðra. Einar segir að kæra minnihlutans á hendur forseta bæjarstjómar hafi verið send félagsmálaráðuneytinu til umfjöllunar. Kæran er að sögn hans tilkomin vegna þess að Gísli hefur meinað kjömum bæjarfulltrúum að- gang að bókhaldsgögnum bæjarins. Það er búist við átakafundi í bæjar- stjóm í dag við síðari umræðu árs- reikningsins. -rt „Að segja við erlendan aðila, sem viíl fjárfesta hér, aö hann fái ekki aö fjárfesta nema stjómvöld í hans landi geri eitthvaö tiltekið fyrir ís- lendinga. Hvers konár fíflagangur er þetta?" sagöi Sighvatur Björgvinsson viöskiptaráðherra í samtali við DV þegar hann var inntur álits á þeim vilja Halldórs Blöndals samgöngu- ráðherra að skilyrða starfsemi Ir- ving Oil á íslandi því að Flugleiðir fái að fljúga til Kanada. Sighvatur sagði að sér fyndist það ekki eðlilegt að hengja saman vilja erlendra aðila til að fjárfesta á Is- landi og heimildir Flugleiða til að lenda í löndum sömu aðila. Þetta væru tvö óskyld mál. „Ég ræð þessu og mun ekki setja „Ég hef aldrei verið jafn glaður og þegar ég frétti að þyrla væri á leið- inni að bjarga okkur, nema kannski þegar ég var kominn upp í þyrluna meö dóttur minni. Við höfðum mest- ar áhyggjur af henni og metum líf okkar meira eftir þetta,“ sagði Filip Bruins, vélstjóri á Henrik B., í sam- svona skilyrði. Þetta er hinn dæmi- gerði hafta- og skömmtunarhugsun- arháttur sem hefur tröllriðið öllum afskiptum hins opinbera hér á ís- landi. Þetta eru ekki eðlilegir við- skiptahættir. Ég trúi því ekki að sam- gönguráðherra sé á móti aukinni samkeppni í verslun með olíuvörur. Það er svona dálítið landbúnaðarvið- horf í þessu,“ sagði Sighvatur. Sighvatur sagðist hins vegar gjam- an vilja að Flugleiðir fengju lending- arheimild í Kanada en það væri mál á milli loftferöayfirvalda þjóðanna. „Samgönguráðherra getur beitt sér fyrir því, ef hann vildi, að bjóða sam- bærileg hlunnindi á móti fyrir kanadískt flugfélag hér á íslandi." tali við DV skömmu eftir að hann hafði fast land undir fótum. Um borð með Filip voru kona hans, Ciska, og 8 mánaða dóttir þeirra, Nadia, en hún hefur siglt með þeim frá 7 vikna aldri og að sögn Cisku hefur hún eytt lengstum hluta sinnar stuttu ævi um borð í skipi. „Þótt hún hafi eytt lengstum hluta ævi sinnar um borö í skipi þá er þetta í fyrsta og síðasta skipti sem henni verður bjargað af skipi því á sjó fer ég ekki aftur með hana,“ sagði Ciska, móðir hinnar 8 mánaða Nadiu. - sjá nánari fréttir á bls. 4 Stuttarfréttir Mannúðarfiug Landsbjörg hefur í samvinnu við ný friðarsamtök, Peace-2000, komið upp söfnunarbaukum á flugeldasölum hjálparsveitannaá höfúðborgarsvæðinu. Söfnunarf- éð verður notaö til að aðstoöa börn sem urðu fyrir geislun í Tsjernobyl-slysinu. Stefánendurráðinn Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri hefur verið endurráðinn til leikhússins til fjögurra ára. Skv. Mbl. mælti þjóðleikhúsráð ein- róma með endurráðningunni. Sjómennáleiðíverkfall Fjögur af sjö stærstu aðildarfé- lögum Sjómannasambandsins hafa samþykkt heimild til verk- fallsboðunar. Sjónvarpið greindi frá þessu. Fáarbarnsfæðingar Hagstofan áætlar að um 4.450 börn fæðist á íslandi á árinu 1994. Skv. Timanum er árið hlutfalls- lega 4. minnsta bameignaár ís- landssögunnar. BruniáAkureyrí Mikið tjón varö í íbúðarhúsi í Glerárhverfi á Akureyri í gær þegar eldur kom upp í húsinu. Talið er að kviknað hafi í út frá jólaskreytingu. Kona og bam voru í húsinu þegar eldurinn kom upp en sakaði ekki og greið- lega tókst að slökkva eldinn. Nafnstúlkunnar Litla stúlkan, sem lést af slys- forum í Vestmannaeyjum á mið- vikudaginn, hét Svandís Unnur Sigurðardóttir. Slysið varð þegar vindhviða skellti útihurð og varö barnið milli stafs og hurðar. Meginkrafa Sóknar Starfsmannafélagiö Sókn hefur kynnt kröfugerð sína í komandi samningum. Samkvæmt Morg- unblaðinu er meginkrafa félags- ins að allir launaflokkar hækki um 10 þúsund krónur. Reiknað er með að 13 til 14 þús- und manns kaupi sér 43.500 króna skattaafslátt með hluta- bréfakaupum fyrir áramótin. Timinn greindi frá þessu. AfmæliáSeyðisfirði Seyðisfjarðarkaupstaður fagn- ar 100 ára afmæU á nýársdag. Sérstök hátíðannessa verður af þessu tílefni í Seyöisflarðarkirkju kl. 16.45 og veröur henni útvarp- aðástaöbundinnirás. -kaa Skipbrotsmenn af Henrik B. bíða eftir að þyrla Gæslunnar komi þeim bjargar. Þeir höfðu hafst við í skipinu, sem var laskað eftir að tveir brotsji ir höföu gengið yfir það nóttina áður, i rúmlega hálfan sólarhring. Ástanc ið fór síversnandi og voru þeir því fegnastir að sjá þyrluna. Myndina tc Hjálmar Jónsson, sigmaður um borð i TF-SIF, sem hífði sex skipbrotsmam anna um borð í fimm atrennum. Skilyrði Halldórs Blöndals fyrir starfsemi Irving Oil: Hvers konar f íf la- gangur er þetta? - segir Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.