Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 Fréttir______________________________________________________________________pv Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði sex Hollendingum en vamarliðsþyrla tveimur: Ein af þremur stærstu björgunum TF-SIF Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar framkvæmdi eina af þremur stærstu björgunum sínum frá upphafi þegar sex Hollendingar úr flutningaskip- inu Henrik B., þar af átta mánaða barn, voru híföir um borð í TF-SIF um 100 sjómílur suðaustur af Vest- mannaeyjum. Níu vindstig gerðu það að verkum að þyrlan hafði afl til að hifa svo marga um borð og raun bar vitni - því meiri vindur þegar „hang- ið“ er og híft því meira afl fær vélin. Mjög þröngt var á þingi inni í þyrl- unni þegar Benóný Ásgrímsson flug- stjóri ákvað, vegna aflsins og pláss- leysis, að hverfa á brott og skiija tvo skipbrotsmenn eftir. Þá lágu fyrir þegar upplýsingar um aö tvær björg- unarþyrlur vamarliðsins áttu stutt flug eftir á staðinn. Áhöfn annarrar þeirra bjargaði mönnunum mn borð rúmum tíu mínútum síðar. í febrúar 1991 bjargaði TF-SIF átta skipverjum af Steindóri GK 101 með því að selflytja þá í þremur ferðum upp á Krísuvíkurberg en í mars árið 1987 var 9 skipveijum af Barðanum GK 475 bjargað í tvennu lagi við Hólahóla á Snæfellsnesi. Fékk áfall að sjá barnið Hjálmar Jónsson spilmaður, sem hífði sexmenningana upp í fimm at- rennum, sagði við DV að aðstæöur hefðu verið hrikalegar. „Aðkoman var svakaleg. Það voru norðaustan níu vindstig þarna. Skip- ið sló afturendanum núkið til þar sem fólkið stóð. Þegar ég sá barnið fékk ég hálfgert áfall. Mér varð ekki um sel aö vita af því þarna niðri. Það er ekki hægt að koma að því orðum hvemig manni leið. Þetta var rosa- legt í einu orði sagt. Það fór mikill tími í að sæta lagi í þessari björgun." Ég skall niður á þilfarið Sigurður L. Gíslason sigmaður, sem hefur verið í þyrlubjörgunar- sveitinni frá árinu 1986, sagði björg- unina þá hrikalegastu sem hann hef- ur lent í: „Skipið hjó rosalega. Ég hef aldrei sigið um borð í skip sem lætur svona. Mér gekk illa að síga niöur. Þar sem mér var slakað niður var hæðar- munurinn um tíu metrar þegar skip- ið hjó upp og niður á öldunni. „Fólkið, allir nema skipstjórinn, Átta mannslíf hrifsuð úr höndum Ægis 3. Kl. 12.36 heldur þyrla Gæslunnar til Eyja en hún var á flugi viö Ingólfshöföa. í Eyjum tekur hún eldsneyti og bíöur eftir Fokker Gæslunnar. Kl. 14.08 lendir Fokkerinn í Eyjum meö sigmann, lækni og aukabúnaö um borö í þyrluna og kl. 14.26 heldur þyrlan frá Eyjum og Fokkerinn með henni. 4. Kl. 14.30 halda tvær þyrlur Varnarliösins á vettvang en áður haföi verið óskað eftir því aö þær yrðu í viðbragösstööu. 5. Kl. 15.07 er þyrla Gæslunnar yfir skipinu og 23 mínútum síðar hafði tekist aö bjarga 5 mönnum og 8 mánaða gömlu barni um borö í hana. Kl. 16.02 tilkynnir önnur þyrla Varnarliösins aö tekist hafi aö bjarga skipstjóranum og öðrum áhafnarmeðlimi um borö. Kl. 16.10 berst síöasta tilkynning um ástand skipsins þar sem það er á floti en hallar 15 gráöur og vélar skipsins eru í gangi. 6. Kl. 17 tll 17.30 lenda þyrlurnar á Reykjavíkurflugvelli með skipbrotsmennina heila á húfi. 1. Kl. 3.42 berst Landhelgisgæslunni tilkynning frá Henrik B., rúmlega tvö þúsund tonna flutningaskipi, sem er á leið til Islands, fullhlaðið korni, um að þaö eigi i vandræðum vegna veðurs. Skipiö er þá statt rúmlega 100 mílur suöaustur af Vestmannaeyjum. Reykjavíkurradíó er í sambandi viö skipið þar sem það heldur sjó í mjög slæmu veöri og ástandiö fer versnandi. 2. Kl. 6.00 brotnar formastrið og gluggar í brú og kýraugu í vistarverum skipverja stjórnborðsmegin brotna. Sjór á greiða leiö inn í skipiö. Kl. 12.41 er Gæslan í sambandi viö skipstjóra sem óskar eftir aðstoö nærliggjandi skipa þar sem ástandiö er oröiö mjög slæmt. Laxfoss reynist vera næstur en kemst ekki á staðinn fyrr en undir kvöld. Fjöldi annarra skipa varí viðbragðsstöðu. Kl. 13.39 er Gæslan aftur í sambandi viö skipið og er skipstjórinn á þeirri skoöun aö nauðsynlegt sé aö yfirgefa þaö þar sem dælur hafa ekki lengur undan. Sklpverjar voru beönir að klæöast björgunarbúningum strax en þeir voru til staöar í skipinu. > stóð aftur á skipinu. Þar var mikið af loftnetum. Tvisvar sinnum fór ég næstum því utan í eitt þeirra sem var strengt þvert yfir skipið. Eftir þrjár tilraunir komst ég loks um borð. Þá skall ég á þilfarið. Ég var fljótur að aftengja krókinn frá gall- anum mínum og henda honum út fyrir rekkverkið á meöan ég athafn- aði mig niðri,“ sagði Sigurður. Skipverjamir voru dálítið tregir að taka bamið - hver ætti að fara með það upp. Þeir héldu aö þeir þyrftu að halda á því í fanginu þegar hift yrði. En þeir voru í þannig göllum að hægt var að setja barnið inn í þá. Ég setti bamið innan á fyrsta skip- brotsmanninn. Hann var svo hífður upp. Síðan fór móöirin. Skipið hjó svo mikið að það þurfti að sæta lagi þangað til afturendinn fór upp á öldutopp. Þegar konan var hííð hreinlega skaust hún upp þegar tók í vírinn og skipið seig á öldunni. Eftir þetta fór hver skipveijinn af öðrum. Við urðum svo að skilja tvo eftir. Það var erfitt en upphaflega ætluöum við aðeins að hífa fjóra skipverja um borð,“ sagði Sigurður sigmaður. Mínúturnar lengi að líða „Mér fannst verst við þessa björg- un að þurfa að hífa upp bamið. Það var skelfileg tilfinning," sagði Jakob Ólafsson flugmaður. „Á meðan við vomm að hífa það upp voru mínút- urnar lengi að hða. Við vórum hræddir um aö það félli niður. Áður en það var gert ræddum viö um að Sigurður sigmaður tæki þaö með sér upp í gallanum hans. En skipverjarn- ir vom í víðari göllum. Við ákváðum að reyna að hífa manninn sem hélt á baminu eins hratt upp og mögulegt var. Síðan varö að sæta lagi með hitt fólkið. Bamið var yngsti einstakling- urinn sem við höfum nokkm sinni híft um borð í þyrluna. Vindurinn hjálpaði okkur niikið við þessa björg- un en plássið um borð var á þrotum þegar sexmenningamir höíðu verið hifðir upp,“ sagði Jakob. Hífingar yfirsjó alltaf hættulegar „Mér leist í sjálfu sér ekki mjög illa á skipiö þegar við komum á staðinn. Viö höfðum þó miklar áhyggjur af endaveltunni á skipinu,“ sagði Ben- óný Ásgrímsson þyrluflugstjóri. „Þaö vom níu vindstig og samsvar- andi ölduhæð. Við vissum að barn var um borð en ekki átta mánaða gamalt. Þetta leystum viö meö því að Sigurður mat að skynsamlegast væri að setja það inn í galla eins skip- brotsmannanna. Það er alltaf hættuspil að hífa úti á sjó - að fólk sláist utan í eða vírinn festist einhvers staðar. En að öðm leyti var þessi björgun framhald af okkar æfingum. Mér fannst í sjálfu sér ekki erfitt að skilja tvo eftir. Við sáum að skipið var ekki að fara niður á næstu mín- útum. En það hefði oröiö erfið ákvörðun að þurfa að yfirgefa þá ef við hefðum ekki vitað af Bandaríkja- mönnunum sem voru að koma. Á leiðinni fengum við upplýsingar hjá Hollendingunum sem við björguðum hvar leki kom að skipinu. Fólkið hafði talsverðar áhyggjur af þeim tveimur sem eftir voru. Þegar Banda- ríkjamennirnir höfðu bjargað félög- um þeirra gátum við strax greint þeim frá því.“ -Ótt Mikil harka hlaupin í prófkjör framsóknarmanna á Norðurlandi vestra: Nota auglýsingar gegn Páli Mikil harka er hlaupin í prófkjörs- baráttu framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi vestra. Stefán Guð- mundsson hefur lýst því yfir að hann keppi að 1. sæti listans en þar hefur Páll Pétursson, bóndi á Höllustöðum, verið en Stefán í 2. sæti. Þá hefur Elín R. Líndal lýst því yfir að hún keppi aö einu af þremur efstu sætun- um. Andstæðingar Páls hafa birt tvær auglýsingar í auglýsingabæklingi sem heitir Glugginn og birtir dag- skrár sjónvarps og útvarps og er gef- inn út fyrir norðan. Fyrirsögn á aug- lýsingunni er: Spáðu í það! Síðan er birtur Usti með Stefán Guðmundsson í 1. sæti, Elínu í 2., Magnús B. Jóns- son í 3. og Herdísi Sæmundsdóttur í 4. sæti. Páll Pétursson er ekki á list- anum. Segir í auglýsingunni að grænn lukkuskafmiði með þessum nöfnum hafi komið í skóinn hjá ein- um framsóknarmanni nýlega. Já, jólasveinamir taka upp á ýmsu, seg- ir svo. Páll sagði í samtali við DV að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér áfram í 1. sæti listans. Hann sagðist eiga mörgu ólokið í póhtík og væri ekki að hætta. „Hvort hér er um aö ræöa bandalag þeirra Stefáns og Elínar gegn mér veit ég ekki og geri kannski ekki ráð fyrir því. En það er ljóst að einhver hreyfing er fyrir því að hafa listann sisvona," sagði Páll Pétursson. Lokasýning á Hárinu: 500ábiðlista efHrmiðum Hátt í 40þúsund manns hafa séð söngleikinn Hárið sem sýndur hefur verið í íslensku óperunni frá því í vor á vegum Flugfélags- ins Lofts. Lokasýning söngleiks- ins er á miönætti á fóstudag. Seld- ist upp á hana fýrir þremur vik- um - og gott betur þar sem um 500 manns eru á biðlista eftir miðum. Þegar tjaldið fellur aö- faranótt gamlársdags hefur Hárið verið sýnt 86 sinnum fyrir fullu húsi. Ástæðan fyrir því að sýningum á Hárinu er hætt er að óperan þarf að fá húsnæðið til sinna nota auk þess sem leikarar í Hárinu hverfa að öðrum verkefhum, Geislaplata með lögura úr söng- leiknum verið með söluhæstu plötum ársins, selst í yfir 7 þús- und eintökum. j Spáðu í það ! I 1. sæti Stefán Guðmundsson 2. sæti Elín R Líndal 3. sæti Magnús B. Jónsson 4. sæti Herdís Sæmundsdóttir. Grænn lukkiiskafmiði með þessum ríöjhum kom í skóinn hjá einum framsóknarmanni nýlega. Já, jólasveinamir taka upp á ýmsu. Frammari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.