Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Síða 10
10
Spumingin
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
Lesendur
Kripalujóga - leið
til betri heilsu
Góð heilsa og vellíðan er ekki lokapunkturinn, heldur einungis byrjunin,
segir m.a. í bréfinu.
um.
Hvað ætlar þú að
gera um áramótin?
Katrín Magnúsdóttir: Vinna.
María Einarsdóttir: Fara á peruna.
Jóna María Ásmundsdóttir: Skjóta
upp flugeldum og skemmta mér.
Kristín Ósk Guðmundsdóttir: Það er
óráðið enn þá.
Hrafnkell Kjartansson: Horfa á
brennurnar.
Sigurður Bergþórsson: Ætli maður
detti ekki í það.
Ásmundur Gunnlaugsson, jógakenn-
ari við Jógastöðina Heimsljós:
Það hefur varla farið fram hjá nein-
um sú vakning sem orðið hefur á
síðari árum í heilsu- og líkamsrækt
af ýmsu tagi. Fólk hefur í vaxandi
mæli farið að temja sér hollari lífs-
hætti og stunda íþróttir og er þetta
vissulega ánægjuleg þróun. Þó er þaö
svo að mörgum finnst eitthvað vanta.
Þeim finnst þeir ekki losna fullkom-
lega við innri spennu og óróleika,
hversu mikið sem þeir æfa og borða
holla fæðu.
Samkvæmt kenningum Krip-
alujóga er órjúfanlegt samband milli
hugar og líkama. Ýmislegt sem við
verðum fyrir á lífsleiöinni verður til
þess að trufla orkuflæðið um líkam-
ann. Þetta leiðir smám saman til þess
að í huga okkar og líkama myndast
fyrirstöður eða hindranir sem trufla
eðhlegt orkuflæði um líkamann. -
Ástundun Kripalujóga stuölar að því
að fjarlægja smám saman þessar tak-
markanir hugar og líkama og það
stuðlar aö heilbrigði og vellíðan.
Góð heilsa og velhðan er hins vegar
engan vegin lokapunktur í Krip-
alujóga heldur einungis byrjunin,
því að með staðfastri ástundun leys-
ist þvílík orka úr læðingi að það ger-.
ir þér kleift aö stíga út úr takmörk-
unum þínum á nánast flestum svið-
Gunnar Sigurðsson skrifar:
Furðuleg öfundarumræða hefur
farið í gang vegna dagpeninga eigin-
kvenna ráðherra er þær fylgja mönn-
um sínum á ferðum erlendis. - Og
hér heima fyrir séu þær réttar til að
þjóna undir starfssvið þeirra eins og
þær hafi ekkert annað að gera. Öll
umfjöllunin lyktar af þeim gamal-
dags hugsunarhætti að eiginkonur
séu bara ráðskonur eiginmanna
sinna og eigi ekki að vera annað -
tilbúnar til að þjóna þeim og þeirra
hagsmunum, svo vel launuðu starfi
þeirra sem öðru. - Þetta er liðin tíð.
Eiginkonur eru orðnar sjálfstæðir
einstakhngar, oftast í sjálfstæðri
vinnu og eiga ekki að vera ráðskonur
eiginmanna sinna. Ef henta þykir að
Guðmundur Sigurjónsson skrifar:
Mér er minnisstætt þegar ég þurfti
að leita til eins af ráðuneytum okkar
nú eftir jólin vegna upplýsinga um
ákveöið efni að mér var svarað því
til að í viðkomandi dehd væru allir
í fru mihi jóla og nýárs. - Eftir að
hafa leitað skýringa á því sérstaka
máli kom í ljós að þetta var ekki eins-
dæmi. - Fleiri ráðuneyti höíðu sama
háttinn á.
Þessu skaut aftur upp í huga mér
þegar ég uppgötvaði að Sjónvarp rík-
isins sendir ekki út hinar venju-
bundnu 11 fréttir kvöldin milh jóla
og nýárs. Þessar fréttir hggja reynd-
ar líka niðri alla fóstudaga, hvað sem
veldur. Þetta á einnig viö um þáttinn
Dagsljós sem er í frh á milli jóla og
nýárs. Það er eitthvað mikið að hjá
þeirri stofnun sem Ríkisútvarpið
rekur og hefur af misskilningi verið
kahaö „sjónvarp". Hjá öðrum þjóð-
Hringið í síma
632700
miHi kl. 14 og 16 - eóa skrifíö
ATH.: Nafn og símanr. veröur
að fylgja bréfum
Upphafsmaður Kripalujóga, Yogi
Amrit Desai segir: Falin í huga okkar
og líkama er ægikraftur lífsorkunnar
(prana á sanskrít). Þegar þessi orka
hefir verið leyst úr læöingi getur hún
gerbreytt lífi þínu. Hún er öllum jafn
aðgengileg. Þó hafa mjög fáir komist
að leyndardómnum, hvernig á að
vekja og virkja þessa orku. Flestir
sem hafa notað þessa orku hafa fund-
ið hana með innsæi og einungis örfá-
ir notað hana á meðvitaðan hátt.
Þar til nýlega var þekkingin til að
ráðherrar eða aðrir haldi samkvæmi
fyrir fleiri eða færri á heimilinu eiga
þeir einfaldlega að ráða sér veislu-
þjónustu th þess. Ef eiginkonumar
eru hæfar og fúsar th að taka þessa
veisiuþjónustu aö sér er það prýði-
legt, og þá eiga þær að fá greiðslu
fyrir, jafnt og aðrir myndu fá.
Þegar eiginkonur ráðherra fylgja
mönnum sínum í opinberar ferðir th
útlanda eru þær ekki bara vasaklút-
ur í brjóstvasa manna sinna, heldur
verða þær sjálfkrafa fulltrúar ís-
lands á erlendri grund. Þjóðin þarf á
því að halda að þær geti klætt sig og
borið sig í samræmi við það. Þær
þurfa ekki bara bæh th að hírast í,
levísbuxur og Hagkaupsslopp að
klæðast, einn varaht, púðurdós og
um er sjónvarp metnaðarfullur og
ábyrgur fjölmiðill sem lætur einskis
ófreistað að koma fréttum og afþrey-
ingarefni til áhorfenda sinna að ekki
sé nú talað um áskrifenda, þar sem
svo háttar th að sérstakt gjald er inn-
heimt af áhorfendum.
Ég fullyrði að með því að sleppa
11 fréttum alla helgidaga og á fóstu-
dögum og nokkrum dögum í samfellu
milh jóla og nýárs og með því aö
sleppa föstum dagskrárlið sem
vekja og beisla þessa orku leyndar-
mál sem aðeins örfáir meistarar Ind-
lands þekktu. Kripalujóga sameinar
þessa ævafornu vitneskju í auðveldu
kerfi sem miöar að því að vekja þessa
orku innra með þér og hjálpa þér að
nýta þér þína æðstu möguleika. Jafn-
vel á fyrstu stigum í Kripalujóga
byrjar fólk aö finna fyrir miklum
orkubreytingum. Það hefur betri
heilsu, meiri líkamsstyrk og úthald,
meiri sköpunarhæfileika, ásamt
samkennd og kærleika.
greiðubrot, og það er ekki nóg að
seðja sárasta hungrið á Mac Don-
alds. Fulltrúar íslands verða að gista
þar sem sæmir, klæðast svo sem
sæmir, snyrta sig og þrífa sem sæm-
ir, sækja staði sem sæmir og vera
veitendur sem sæmir. - Það sæmir
ekki að konan þurfi að reiða út fyrir
þessu sjálf né sækja það með bón-
björgum í vasa eiginmanns síns.
Eflaust má um það deila hvort eig-
inkonur þurfi aö fylgja ráðherrum
hverju sinni. En umfram aht; látum
ekki kotungshugsunarhátt standa í
vegi fyrir því að þegar þær fylgi
mönnunum fái þær fjárhagslegan
grundvöh th að gera það með reisn,
án þess að borga úr eigin buddu.
kynntur er sem slíkur yfir vetrar-
mánuðina, þ.e. Dagsljósi, hefur yfir-
stjórn Ríkissjónvarpsins gert stofn-
unina að þriðja flokks fjölmiðli. Sjón-
varpið er reyndar metnaðarlaus og
óábyrgur fjölmiðill og þarfekki fleiri
dæmi th. Þetta myndi hvergi líðast
nema þar sem áhorfendur eru kúg-
aðir til að greiða afnotagjald, bara
af þvi að þeir hafa keypt sér sjón-
varpstæki, oft í allt öðrum tilgangi
en að horfa á Sjónvarp ríkisins.
Skötukvöld á
Þorláksmessu
Veitingahúsagestui' skrifar:
Ég fór í skötuveislu á veitinga-
húsið Naust sl. Þorláksmessu-
kvöld. Skatan var góð, svo og
þjónustan. En við það að greiða
fýrir máltiðina kr. 2.500 (einn
skammt af skötu) fór öh gleðin
af þessari veislu. í huganum var
því heitið að fara ekki í Naustið
aðra Þorláksmessu til að borða
skötu fyrir 2.500 krónur. Við nán-
ari könnun síðaf komst ég að því
að önnur veitingahús buðu mun
lægra verð, aht að því helnhngi
lægra. Ég læt þau fylgja th upp-
lýsingar: 3 Frakkar, kr. 1.250,
Lækjarbrekka, kr. 1.290, Hótel
Saga, kr. 1.800, Jónatan Livings-
tone, kr. 1.800, Leíkhúskjallarinn,
kr. 1.100, og Hótel Loftleiðir, kr.
1.690, fyrir skötuhlaðborð.
Mannréttinda-
skrifstoffa!
Ásgeir hringdi:
Eg heyrði viðtal í útvarpi þar
sem rædd var stofnun mannrétt-
indaskrifstofu hér á landi. Mér
skildist að skrifstofan ætti að
sinna málum vegna mannrétt-
indabrota erlendis, líkt og Am-
nesty International hefur haft
með höndum. Rætt var um að
ríkið þyrfti að leggja fram miklu
meira fé en eina mihjón tilstofn-
unarinnar, féð nægði vart fyrir
öðru en launum starfsmanns. Ég
segi nú f'yrir mig; Er ekki nóg að
sinna mannréttindabrotum hér á
landi þótt við fórum ekki að
teygja okkur th annarra landa á
þessu sviði?
Flugeldará
lægstaverðinu
Björn Árnason hringdi:
Enn deila söluaðhar flugelda
um hve stóran hlut þeir fái úr
sölu flugelda. Þetta er orðin ár-
viss deila og skipta sér fáir af
utan deiluaðila sjálfra. Lands-
menn hafa keypt flugelda sína
þar sem þeim hentar hverju sinni
og láta það ráðast að öðru jöfnu
hver selur. Nú er hins vegar kom-
in verösamkeppni í spilið og því
skal fagnað. Eg held að fólk taki
einfaldlega þá stefnu fyrir þessi
áramót - í allri kreppunní - sem
margir sjá þó ekki - að kaupa
flugeldana á lægsta verðinu, hvar
sem það annars býðst.
Verslunarffóikvill
aukavinnuna
Hrönn skrifar:
I umræðunni um „þrælabúðir"
verslunarfólks og ummæli for-
manns VR aö verslunarfólk vinni
svo og svo mikla aukavinnu fyrir
jólin þá er því til að svara aö
verslunarfólk vih auðvitað frekar
aukavinnu en rétta og slétta dag-
vinnuna sem er kannski um 60
þúsund. í jólamánuði kemst
verslunarfólk talsvert fram úr
þeirri upphæð. Um það ættu for-
svarsmenn VR að semja. Ekki er
aukavinnan þeim aö þakka. Svo
mikið er víst.
Þjóðarsálin
- Bömin kvarta líka!
Hahdóra skrifai':
Nú er rás 2 farin að bjóða upp
á Þjóðarsál þar sem börnin geta
hringt inn. Þetta er einu sinní í
viku, að mig minnir. Og það
stendur ekki á börnunum að
hringja. En það kveður við ná-
kvæmlega sama sönginn; þau eru
öll að kvarta. Og um hvað? Jú,
lélegt sjónvarpsefni fyrir börnin,
eða þá annað af svipuðum toga.
- Mér er nú nær að halda að þeg-
ar þetta ágerist og barnakvartan-
irnar keyra úr hófi fram leiðist
Rikisútvarpinu þófið og láti rás 2
einfaldlega loka barnakvörtunar-
þætti sínum.
Aðstandendur sjónvarpsþáttarins Dagsljóss. - Þátturinn er í fríi til áramóta.
Öfundarumræða um dagpeninga
FjölmiðiEinn Ríkissjónvarp:
Metnaðarlaus og óábyrgur