Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Qupperneq 21
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
21
Fréttir
21 árs Kópavogsbúi vann tölvuna í jólagetraun DV:
Regína Jóhannsdóttir með önnur
verðlaun; Panasonic NV-HD90
myndbandstæki frá Japis að verð-
mæti 73.800 krónur.
Guðrún Jóna Guðfinnsdóttir við
þriðju verðlaun, Panasonic hljóm-
tækjasamstæðu og hátalara frá Jap-
is að verðmæti 69.450 krónur. Hjá
Guðrúnu eru börnin, Dagný Ósk og
Róbert Kjaran Ragnarsbörn.
Fíkniefnasali
handtekinn
á hlaupum
Fíkniefnadeild lögreglunnar hand-
tók í fyrrakvöld þekktan fíkniefna-
sala á hlaupum og lagði hald á 10
grömm af amfetamíni sem fundust í
fórum hans.
Lögreglumenn urðu varir við
manninn þar sem hann var á bíl og
gáfu honum merki um að stöðva bíl-
inn. Hann hlýddi ekki merkinu og
eltu lögreglumenn hann og handtóku
hann fyrir utan heimili hans þar sem
hann var á hlaupum. Með honum var
annar maður sem einnig hefur kom-
ið áður við sögu lögreglu. Mennimir
voru báðir settir í hald lögreglu.
Nicorette forðaplásturinn inniheldur nikótín er losnar úr
plástrinum. Tilgangurinn er að draga úr fráhvarfseinkennum
eftir að reykingum er hætt. Forðaplásturinn er settur á að
morgni og tekinn af fyrir svefn þar með er minni hætta á
aukaverkunum eins og svefntruflunum og áhrifum á drauma.
Einnig dregur úr líkum á þolmyndun. Nikótínið úr plástrinum
getur valdið kláða og útbrotum. Meðferðarlengd er einstakl-
ingsbundin en æskilegt er að nota einn plástur á dag.
Nicorette forðaplástur er til í 3 styrkleikum 5, 10 og 15 mg/16
klst. og er mælt með notkun sterkasta plástursins í upphafi
meðferðar. Síðan er styrkleikinn minnkaður smám saman og
fer það eftir nikótínþörf viðkomandi á hverjum tíma .
getur þú losnað við óþægilega líðan
sem er oft einkennandi þegar líkamann
vantar nikótín eftir að reykingum er
hætt. Nikótínlyf auðvelda þér að yfir-
stíga ávanann. Nicorette sér líkama
þínum fyrir nikótíni en á sama tíma ert
þú laus við tjöru, kolsýrling og aðrar
skaðlegar lofttegundir sem fylgja
reykingum.
Reykingavenjur eru einstaklings-
bundnar. Þess vegna er gott að geta
valið á milli mismunandi Nicorette
lyfjaforma og styrkleika sem sjá
líkamanum fyrir nikótíni. Möguleikar
þínir á að standast reykbindindið
aukast ef þú velur það lyfjaform sem
best fellur að þínum þörfum. Ef þú
ákveður að hætta að reykja og nota
þess í stað Nicorette til að hjálpa þér
yfir erfiðasta hjallann fyrstu mánuðina
Nicorette tyggigúmmí inniheldur nikótín sem losnar smám
saman úr tyggigúmmíinu þegar tuggið er og dregur úr
fráhvarfseinkennum eftir að reykingum er hætt. Æskilegur
dagskammtur er 8 t 16 stk. Nikótínið í tyggigúmmíinu getur
valdið aukaverkunum eins og ertingu í munni, koki, vélinda
og meltingaróþægindum ef túggið er of hratt. Ráðlagt er því
að sjúga tyggigúmmíið meira en tyggja eða tyggja hægt.
Nicorette nikótíntyggigúmmí er til í 2 og 4 mg styrkleika
með eða án mintubragðs. Styrkleiki og meðferðarlengd er
einsaklingsbundin.Nikótín getur valdið bráðum eitrunum hjá
börnum. Gæta skal varúðar hjá þeim sem hafa hjarta og
æðasjúkdóma’ Ófrískar konur og konur með bam á brjósti
eiga ekki að nota nikótínlyf.
Alveg æðislegt
„Mamma vakti mig í morgun og
sagði mér að ég hefði unnið fyrsta
vinning í jólagetraun DV. Ég vissi
hreinlega ekki hvað ég átti að gera,
ég trúði þessu varla. Þetta er alveg
æðislegt," sgði Carl Johan Carlsson,
21 árs Kópavogsbúi, þegar hann sótti
fyrsta vinning í jólagetraun DV í
Apple-umboðið í gær.
Carl hlaut Macintosh Performa 475
einkatölvu og Style Writer prentara
frá Apple-umboðinu, samtals að
verðmæti 158 þúsund krónur. Hann
segist aldrei hafa tekið þátt í jólaget-
raun. DV áður en það hefðu móðir
hans og systir oft gert en ekki unnið.
Carl hefur verið atvinnulaus en var
síðast í byggingarvinnu. Hann ætlar
að taka sér smátíma til að spá í hvað
hann eigi að gera við tölvuna en hann
hefur aldrei átt tölvu áður.
Óraði ekki fyrir þessu
„Ég sendi inn lausnir í öllum jóla-
getraunum sem ég komst yfír fyrir
þessi jól en óraði ekki fyrir að ég
mundi vinna í þessari getraun, það
senda svo margir inn,“ sagði Regína
Jóhannsdóttir, húsmóðir úr Kópa-
vogi, þegar hún sótti verðlaunin sín.
Hún hlaut önnur verðlaun, Pana-
sonic NV-HD90 myndbandstæki með
víðóm frá Japis að verðmæti 73.800
krónur. Regína sagðist eiga von á að
áramótaskaupið yrði frumraun
þessa vandaða myndbandstækis á
heimilinu og hlakkaði til að nota það.
Leysir gömlu græj-
urnaraf hólmi
„Ég á bara eldgamlar og hálfónýtar
græjur heima svo það er stórkostlegt
að fá svona fín tæki upp í hendurn-
ar. Ég hef aldrei unnið neitt áður en
einhvern tíma verður allt fyrst. Það
er nú aðallega maðurinn minn sem
hefur ýtt á eftir mér að taka þátt í
þessari getraun,“ sagði Guðrún Jóna
Guðfinnsdóttir, húsmóðir í Hóla-
hverfi í Reykjavík, þegar hún kom
að sækja vinninginn sinn á ritstjórn
DV.
Guðrún hlaut þriðju verðlaun,
Panasonic SC-CH hljómtækjasam-
stæðu með geislaspilara og hátölur-
um frá Japis að verðmæti 69.450
krónur. Guðrún hefur ekki átt geisla-
spilara áður og sagðist eiga eftir að
kaupa sér geislaplötur til að spila í
nýju tækjunum.
Árni Jónsson, framkvæmdastjóri Apple-umboðsins, afhendir Carli Johani
Carlssyni fyrstu verðlaun í jólagetraun DV; Macintosh Performa 475 einka-
töivu og Style Writer prentara, samtals að verðmæti 158 þúsund krónur.
DV-myndir ÞÖK
HefUvþú dkveðið að hœtta að reylqa?
Núna er vétti tíminnl
NICORETTEi
Hjálparþér yfir erfíÖasta hjallann
Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli sem fylgir hverri pakknmgu lyfsins