Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1994, Side 40
52
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
Miimisstæðustu atburðir á árinu 1994 dv
Salome Þorkelsdóttir:
Þjóðfundur á
Þingvöllum
„Þjóðfundur-
innáÞing-
völlumer
mérafskap-
legaminnis-
stæðurog
sérstaklega
sú góða
stemning sem
þarríkti.
Ekkibarahjá
þingmönnum
ográðherrum
heldur hjá öllum viðstöddum. Há-
punkturinn var þegar tíu svanir
flugu oddaflug í upphafi fundarins.
Það var stórkostlegt. Utan úr heimi
eru það hræðilegar stríðshörmungar
í Evrópu. Það er slæmt að fólk skuli
ekki geta lifað saman í sátt og sam-
lyndi,“ segir Salome Þorkelsdóttir,
forsetiAlþingis.
„Mér líst vel á nýtt ár. Ég held að
við náum að komumst meira út úr
vandanum í efnahags- og atvinnu-
málum sem hefur valdið okkur mest-
um áhyggjum."
Margrét Björnsdóttir:
Eitthvað að
gerast í
stjómmálum
„Árið 1994 er
méreinkum
mikilvægt
fyrirtvennt.
Ánnað er
kosningabar-
áttaogsigur
Reykjavíkur-
listans sl. vor
en þarfannst
mérífyrsta
skiptiílangan
tímaeitthvað
vera að gerast í íslenskum stjómmál-
um sem verulega skipti mig máli.
Hitt atriðið er persónulegt en það er
að ég hef allt þetta ár átt kost á mjög
lærdómsríku samstarfi við fólk hér
í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, að-
ila í íslensku athafnalffi og ekki síst
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Sig-
hvat Björgvinsson. Við Sighvatur
höfum ásamt fólki úr ráðuneytinu
ferðast til allra landsfjórðunga,
heimsótt á annað hundrað fyrirtæki
og átt fundi með sveitarstjórnum og
heimamönnum á hveijum stað. Þetta
hefur verið mér, sem er annars for-
faUinn Reykvíkingur, ómetanlegt og
dýpkað áður takmarkaöan skilning
minn á aðstæðum þeirra sem búa á
landsbyggðinni.
Árið 1995? - Ég hlakka til.“
Jóhannes Gunnarsson:
Einhliða
álögurfrá
bönkunum
„Mér er
minnisstæð-
astaðásíð-
asta ári eign-
aðistégtvö
fyrstu barna-
börnin mín.
Þáermérað
sjálfsögðu of-
arlegaíhuga
þær miklu
álögursem
bankarog
sparisjóðir ákváðu einhliða að leggja
á neytendur. Hver stjórnmálaflokk-
urinn á fætur öðrum hefur tekið
undir þriggja ára baráttumál Neyt-
endasamtakanna um að gerðar verði
raunhæfar úrbætur í fjármálum
heimilanna,“ segir Jóhannes Gunn-
ársson, formaður Neytendasamtak-
anna.
„Ég vænti þess að stjómmálamenn
standi við loforð um úrbætur í mál-
efnum neytenda og heimila landsins
og að stjórnvöld standi við EES-
samninginn og stuðli aö öflugra neyt-
endastarfi hér á landi,“ segir hann.
Sævar Gunnarsson:
Kvótalögin
mikilvægust
„Lagasetn-
inginívor,
semáttiað
takaákvóta-
vandamáli
sjómanna, er
mér minnis-
stæðust því
aðviðbind-
um vonir við
að lögin komi
ívegfyrirað
sjómenn séu
knúnir til þátttöku í kvótakaupum.
Lögin gilda til loka árs 1995 þannig
að tíminn er skammur en við viljum
einmitt að það sé tekið á þessu á
skömmum tíma og málið leyst,“ seg-
ir Sævar Gunnarsson, nýr formaður
Sjómannasambands íslands.
„Ég vænti þess að sjómönnum og
útvegsmönnum takist að gera nýjan
heildarkjarasamning sem nær yfir
aUar veiði- og verkunaraðferðir sem
sjómenn starfa við á nýju ári. Við
verðum að gera samninga um þau
atriði sem ekki hefur verið samið um
áður,“ segirhann.
Guðmundur J.
Guðmundsson:
Niðurlæging á
síðasta ári
„Méreru
minnisstæð-
ust ömurleg-
heitinvið
uppgjör
samninga Al-
þýðusam-
bandsíslands
síðastliðinn
vetur. Mér
fannstalgjör
uppgjöfog
vonleysihel-
taka menn. Ég er ekki enn búinn að
ná mér. Þetta var mannleg niðurlæg-
ing,“ segir Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður verkamannafé-
lagsinsDagsbrúnar.
„Það verður ekki lifað við þetta at-
vinnuleysi eins og verið hefur og er
að skella á af fullum þunga aftur. Það
verður ömurlegt ef svo heldur áfram.
Samningar veröa lausir um áramót
og ég vænti þess að það rætist úr hjá
fólki. Það verður erfitt því ég held
að þetta verði ár mikillar hörku í
kjarabaráttunni,“ segir hann.
Benedikt Sveinsson:
Gottár í
sjávarútvegi
„Mérfmnst
þaö merkileg-
ast, í lok þessa
árs, hvað
sjávarútveg-
urinn hefur
baristtilsig-
ursáalveg
feiknarlega
erfiöumtíma.
Að mörgu
leytivarþað
óvæntensýn-
ir hvílíkur rosakraftur býr í þessum
útvegi þegar hann ætlar sér eitthvað.
Ég tel að sjávarútvegurinn sé að skila
einu af sínum betri árum,“ segir
Benedikt Sveinsson, forsijóri ís-
lenskra sjávarafurða.
„Á næsta ári vil ég að menn haldi
áfram af sama krafti. Hins vegar spái
ég því að á brattann verði að sækja
fyrir sjávarútveginn. Það þarf mikla
útsjónarsemi til að komast áfram því
ákveðin óvissa ríkir vegna kvóta-
mála, úreldingar og úthafs veiða. “
Davíð Scheving
Thorsteinsson:
Vona að ég
finni
framtíðarstarf
„Mérer
minnisstæð-
astaðþað
tókstaðljúka
þeimvanda-
málum, sem
fyrirtækið
Smjörlíki-Sól
hafði verið í,
farsællega
fyriralla
starfsmenn-
ina.
Ég vona síðan að mér takist að finna
eitthvert framtíðarstarf handa mér á
nýjuári."
Dagur Sigurðsson:
Titillinn með
Val og opnum
kaffihússins
„Þaðereigin-
legatvennt
sem stendur
uppúrhjá
mér á árinu.
Annars vegar
erþaðís-
landsmeist-
aratitillinn
semviðVals-
menn unnum
og hinsvegar
opnun kaffi-
hússins Kofi Tómasar frænda sem
ég rek ásamt bróður mínum,“ sagði
Dagur Sigurðsson, handknattleiks-
maður með Val og landsliðinu.
„Það er stórt ár framundan í hand-
boltanum og markmiðið er að reyna
að standa sig vel með Val og landsliö-
inu og að ná þeim takmörkum sem
maður er búinn að setja sér,“ sagði
DagurSigurðsson.
Hörður Sigurgestsson:
Ár staðfestu
ogjafnvægis
„í atvinnu-
rekstriog
efnahagslífiá
íslandi hefur
þettaverið ár
staðfestu og
jafnvægis.
Það hafafáár
verið betrií
því tilllti um
langatíð. Þá
er mér mjög
minnisstæð
hátiðin á Þingvöllum í tilefni af 50
ára afmæli lýðveldisins," segir Hörð-
ur Sigurgestsson, forstjóri Eimskips.
„Á næsta ári er það ósk mín að okk-
ur takist að halda hér starfseminni
og lffinu í þessu landi í böndum. Það
má ekki gerast að hér verði farið í
kollsteypu sem taki kannski áratugi
aðjafnaútaftur.“
Elín Hirst:
Framboð
R-listans
„Aðtakavið
nýjustarfiá
árinuerauð-
vitaö mjög
eftirminni-
legt. írafárið í
kringum Stöð
tvöogfrétta-
stofunaer
eins oggreypt
inníminnið
en ein gleöi-
legastastund-
in var þegar við Eggert Skúlason
náðum sáttum á ný og sátum saman
í 19:19 á Sauðárkróki. Ferðalag
fréttastofunnar um landið var þörf
lexía fyrir svona Stór-Reykjavík-
urbúa eins og mig en mér hefur lengi
fundist mig vanta betra jarösamband
við áhorfendur úti á landi,“ segir
Elín Hirst, fréttastjóri Stöðvar tvö og
Bylgjunnar.
„Svona almennt talað held ég að
framboð Ingibjargar Sólrúnar og R-
listans, sem náði að fella rótgróinn
meirihluta Sjálfstæðismanna í borg-
inni, sé það sem mér er minnisstæð-
ast á árinu sem er að líða. Á nýju ári
vænti ég þess að farið verði betur
með peninga almennings."
Halldóra Bjamadóttir:
Ferðaðistum
landið
„Áþvíári
sem er að líða
ermérminn-
isstæðast
reyklausbíó
1. desember
enþaðgekk
mjögvel ogég
væntiþessað
ánýjuári
komist nýju
tóbaksvarn-
arlögin í gegn
á Alþingi og um leið verði bann við
innflutningi og sölu á fínkornuðu
munn- og neftóbaki.
í einkalffinu var þetta yndislegt ár.
Ég notaði lýðveldisafmælisárið til að
ferðast um landið mitt, fór á lúðra-
sveitamót í Stykkishólmi og Polla-
mót í Vestmannaeyjum. Einnig
keyrði ég yfir Kjöl og upp í Kerlingar-
fjöll og gisti þar, auk þess sem ég
ferðaðist um Austfirðina í fyrsta
skipti og var eina helgi á Höfn í
Hornafirði. Þar dvöldum við í póst-
kortaveðri og ég upplifði það að fara
á snjósleða um Vatnajökul sem er
það æðislegasta sem ég hef gert.“
Margrét Skúladóttir
Sigurz:
Keppnin
stendur upp
úr
„Ætliþaðsé
ekki bara
keppnin. Hún
stenduralla-
vega upp úr
hjámér.
Ferðintil
Tyrklands er
líkaminnis-
stæðenann-
arserþetta
barabúiðað
verarólegt
hjámér,“segirMargrétSkúladóttir *
Sigurz, fegurðardrottning íslands.
„Á næsta ári ætla ég að lifa lffinu,
klára Fósturskólann og vona að mér
gangi allt í haginn. Ég fer í keppnina
Ungfrú alheimur á næsta ári en ekki
er búið að ákveða hvar hún verður
haldin. Vegna keppninnar frestast
prófin hjá mér fram á sumar.“
Björn Grétar Sveinsson:
Biðumeftir3.
bamabaminu
„Viðeignuð-
umstokkar
þriðjabarna-
bamogeydd-
umsumarfrí-
inumeðal
annarsíbið
eftirþvíaust-
uráEskifirði
ísumar. Svo
ermérmjög
minnisstæð
þróuniní
kaupgjaldsmálunum í landinu. Lau-
naumhverfið er mgl. Það kemur bet-
ur og betur í ljós,“ segir Björn Grétar
Sveinsson.formaðurVerkamanna- -
sambandsins.
„Ég vænti þess að umhverfið batni í
efnahagsmálum þó að það hangi á
Rússafiskiríi, Smuguveiðum og
fleiru sem ekki er tryggt í hendi. Ég
fer bjartsýnn inn í nýtt ár og vænti
þess að þjóðin sé loksins tilbúin til
þessarar margumtöluðu tekjujöfn-
unar,“segirhann.
Kristín Á.
Guðmundsdóttir:
Vænti árs
kjarajöfnunar
„Kjaradeúa sjúkraliða,
'' '• sem stendur
yfirídag,er
Bí'x mérefstí
W hugaatburða
■ , ) j| á líðandi ári.
Hún endur-
speglar að
i það er ætlun
\ w ríkisvaldsins
\ w að breyta svo
launamunstri þjóðfélaginu og sýnir að það er ekki
ætlunin að semja við okkur á þeim
nótum sem samið hefur verið á ár-
inu,“ segir Kristín Á. Guðmundsdótt-
ir, formaður Sjúkraliðafélags ís-
lands.
„Gagnvart komandi ári vænti ég
helst að þessu ljúki og þá sem allra
fyrst. Jafnframt vona ég að þetta eigi
eftir að verða ár kjarajöfnunar.
Samningar eru lausir í upphafi árs
hjá flestum félögum og ég vona að
fólk fái að lifa á þeim launum sem
því er ætlað að lifa á.“
Kristján Sveinsson:
Missti skip og
tengdason
„Mérer auð-
vitað minni-
stæðastþegar
égmissti skip
ogtengdason
í sjóslysinu í
Vöðlavík 10.
janúar. Þaö
hverfurmér
aldreiúr
minni. Af
nýjuári
væntiég þess
að ég og fjölskylda mín hafi það sem
best, ég held mínu lffi áfram eins og
þaðerídag."
Vilhjálmur Örn
Vilhjálmsson:
Friðarsamn-
ingurinn
„Markverð-
astafréttsíð-
astaársvar
að mínu mati
ffiðarsamn-
ingurísraels-
manna ogPa-
lestínu-
manna. Þar
með var stórt
skrefstigiðí
áttaðfriðií
Miðaustur-
löndum og í heiminum,“ segir Vil-
hjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifa-
fræðingur.
„Ég vænti þess að árið 1995, sem
UNESCO hefur útnefnt sem ár um-
burðarlyndisins, verði gott ár þar
sem ögn minna verði hamrað á ótak-
mörkuðu ágæti íslendinga og ís-
lenskrar tungu en gert var á 50 ára
afmæli lýðveldisins. Að kjör lág-
launafólks á íslandi batni og að afli
verði góður. Að stjórnvöld og íslend-
ingar allir vinni átak í að framfylgja
samþykkt sinni á Vínarsamningi
Evrópuráðsins frá 1993 sem stuðla á
að baráttu gegn kynþáttafordómuin
ogmikillifátækt.“