Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 Stuttfréttir Skotíðáflugvélar Skotið var á tvær flugvélar Sarneinuöu þjóðanna þegar þær lentu á flugvellinum í Sarajevo í gær. Boris Jeltsín Rússlandsforseti rak sijómanda Bolshojballettsins í Moskvu í gær eftir aö uppreisn hafði veriö gerö baksviðs. Mannskæður faraldur Heilahimnubólgufaraldur geis- ar i Vestur-Afrikuríkinu Níger og hefur þegar orðið 874 að bana. Þúsundir rúmenskra verka- manna fóru í kröfugöngu í Búk- arest í gær, kröföust afeagnar rik- isstjórnarinnar, flýtingu einka- væöingar, auk betri launa og vinnuaðstööu. Ræntogmyrtur Átta ára austurrískur drengur, sem rænt var á fimmtudags- kvöld, fannst myrtur í gær. Lög- reglan grunar konu um ódeeðið. Fóstransyrgð Þúsundir manna í Manila á Fiiippseyjum syrgðu barnfóstr- una sem hengd var í Singapúr í gærmorgun. Kommúnískar dauðasveitir hótuðu hefndum. Friðarviðræður Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, sagði i Wash- ington í gær að skipulagðar heföu verið viöraeður um frið á írlandi viö bresk stjórnvöld og færu þær fram á næstu vikum. Uppreisnkæfð Herflokkar í Azerbajdzhjan börðu í gær niður upppreisnartil- raún herskárrá Jögreglumanna sem ætiuðu að ræna forseta landsins og drepa hann, Þorskveiðibann Bann við þorskveiði í Eystra- salti hefur verið ákveðið frá 30. mars en 21 þúsund tonna árs- kvóti hefur þegar verið veiddur. Chlracsterkur Jacques Chirac styrkti enn stöðu sína fyrir frönsku forsetakosn- ingarnar í skoðanakönn- un um fylgi frambjóöenda sem birt var i gær. Samkvæmt könnuninni fengi hann 29,5 pró- sent atkvæða í fyrstu umferð kosninganna, sem er meira en honum hefurverið spáð tilþessa. Verðbóiguótti yfirstaðinn íWallStreet Dow Jones hlutabréfavísitalan í Wall Street í New York sló sögulegt met í tvígang í vikunni. Uppganginn má þakka því að fjárfestar tóku gleði sína á ný efitir að hafa óttast verð- bólguskrið síðustu vikur vegna óróa á gjaldeyrismarkaði. Bjartsýni ríkir nuna í Wall Street eftir birtingu sæmilega jákvæðra efnahags- skýrslna í vikunni. Hlutabréfaverð í kauphöUinni í London hefur sömuleiðis þokast upp á við síðustu daga en þar áttu menn þó von á betri efnahagsskýrslum í Bandaríkjunum. í öðrum helstu kauphöllum heims hefúr verð hluta- bréfa haldist stöðugt. Verð á hrávörum hefur tekið litlum breytingumívikunni. -Reuter Útlönd dv Ekkert þokast 1 grálúðudeilunni: Kanadíska samninga- nefndin kölluð heim Tilraunir til að leysa grálúðudeilu Kanada og Evrópusambandsins báru engan árangur í gær. Samningafund- ur deiluaöila hófst eftir aö spænski togarinn Estai lét úr höfn í St. John’s í fyrradag en eftir skamma fundar- setu var samninganefnd Kanada- manna kölluð heim til Ottawa. Þá var fundi í Norðvestur-Atlantshafs- fiskveiðinefndinni (NAFO), sem halda átti í næstu viku, frestað um óákveðinn tíma að ósk Kanada- manna. „Það er mjög mikfivægt að við höldum okkur við aðalatriöið í þessu Spánverjar fagna í dag fyrsta kon- unglega brúðkaupinu í landinu í 89 ár. i dómkirkjunni í Sevilla verða gefin saman þau Elena, elsta dóttir Jóhanns Karls Spánarkonungs og Soffiu drottningar, og aðalsmaður- inn De Marichalar, 32 ára fjármála- maður. Parið kynntist í París en De Marichalar vinnur þar hjá fjárfest- ingarfyrirtæki. Konunglegir gestir víðs vegar úr Evrópu verða viöstadd- ir athöfnina en mikill viðbúnaður er máli sem er lögmæti aðgerða Kanadamanna. Taka togarans á al- þjóðahafsvæði var ólögleg,” var haft eftir talsmanni Evrópusambandsins. Kanadamenn segjast hafa verið til- neyddir að stöðva ólöglegar veiðar undirmálsfisks og réttlæta aðgerðir sínar með tilvísan í alþjóðalög um nauðsynlegar varnaraðgerðir. Tals- menn Evrópusambandsins vísa á bug öllum ásökunum um veiðar und- irmálsfisks með ólöglegum veiðar- færum. Spánverjar ætla að heimta vega- bréfsáritanir af kanadískum ferða- í Sevilla vegna brúðkaupsins. Jap- önsku keisarahjónin verða ekki við- stödd vegna jarðskjálftanna í Kobe og afleiðinga þeirra. Sevilla er þakin blómum og borð- um í spænsku fánalitunum sem hanga frá svölum og trjám. En þó blómin séu falleg geta þau einnig haft ógæfu í fór með sér. Þegar Al- fonso in. konungur gifti sig 1906 var reynt að ráða hann og tilvonandi brúði hans af dögum þegar þau óku mönnum og sögðust mundu krefjast skaðabóta vegna töku togarans. „Spánverjar munu aldrei gefa eftir kröfu sína um veiöar á þessu svæði Atlantshafsins," sagði talsmaður spænskra stjórnvalda. Þá bætti hann við að greiðsla tryggingargjalds væri einkamál útgerðar spænska togar- ans. Hún fæli ekki 1 sér viðurkenn- ingu Spánverja á lögsögu Kanada- manna yfir skipinu eða alþjóölegu hafsvæði utan 200 milna lögsögu þeirra. að kirkjunni. Hafði sprengju verið komið fyrir í stórum blómvendi sem kastað var að foruneyti þeirra. Varð sprengjan 28 manns að bana og særði um 50. Brúðhjónin sakaði ekki og fór athöfnin fram í kirkjunni. Brúð- kaupsveislunni var hins vegar frest- að. Minnugir þessa atburðar hefur lögreglan í Sevilla lagt geysilega áherslu á öryggi brúöhjónanna og hinnakonunglegugesta. Reuter Norskar kópaveiðar: Bardothótar viðskiptastríði „Þetta er svo skelfilegt að ég ó ekkí orð til að lýsa tilfmningum mínum,“ segir kynhomban og dýravinurinn Brigitte Bardoi uni skepnuskapinn í Norðmönnum að róðast í veiðar á kópum að nýju í vor. Bardot ætlar að verja kópana með öllum tiitækum ráð- um og segir í viðtali við Aften- posten í gær að hún muni beita sér gegn sölu á norskum varningi um allan heim. Norska ríkisstjórnin hefur ákveöið að heimila vísindaveiðar á 2.600 kópum í vor. Ekki má drepa yngri kópa enþriggja mán- aða og selhakinn frægi verður ekki notaður viö veiðarnar. Þess í stað á að nota skotvopn þótt selveiöimenn telji að sú aðferð sé sýnu ómannúðlegri en að nota hakann. Kópaveiöarnar hafa vakið reiði í mörgum Evrópulöndum. Græn- friðungar hóta aðgerðum og ráðamenn í Evrópusambandinu eru mjög á báðum áttum um hvort líða eigi Norðmönnum þetta framferði án refsingar. Lögreglanhand- tekurmafíósa ítalska lögreglan handtók í gær 16 manns sem taldir eru tílheyra sérstökum morðsveitum itölsku mafiunnar og sem grunaöir eru um aðild að fjölda moröa sem framin hafa verið á Sikiley und- anfarnar vikur, í aðgerð lögregl- unnar fannst töluvert af vopnum og listi yfir væntanleg fórn- arlömb. Á listanum var að finna þrjá yfirmenn lögreglunnar i Pal- ermo. Aðgerðin iieppnaðist þar sem einn meðlimur mafíunnar, Salvatore Barbagallo, sem hand- tekinn var 1 mánuöinum, ákvað „að syngia", þ.e. segja til félaga sinna. Handtöku Barbagallos var haldið leyndri þar til aðgerðir lögreglunnar voru j'firstaönar. Tekinn með buxurnar niðri ítalskur prestur, sem gómaður var meö buxurnar á bælunum í heimsókn hjá nígerískri vændis- konu, játaöi í gær syndir sínar fyrir rétti. Var hann dæmdur fyr- ir ósæmilega hegöun á almanna- færi og til greiöslu 38 þúsund króna sektar. Lögreglan kom að presti í skuggahverfi heimabæjar hans. Hann var í vestinu einu fata og þannig stellingum að ekki fór á milli mála hvaö var á seyöi. Lögmenn prests, sem var heldur niðurlútur í réttinum, féllust á að halda nafni hans loyndu en kaþólska kirkjan boöar skírlífi þjóna sinna. Tölvaflytur „ómögulegt" píanóverk Tölva spilaði í tveimur píanó- verkum eftir ungyerska tón- skáldið Ligeti í London í gær en verkin eru of erfið fyrir veifiúleg- ar mannahendur. Var þetta í fyrsta skipti sem meiri háttar píanótónleikar eru framkvæmdir í sarovinnu tölvu og manns. Töiv- an, sem heitir Sibelíus 7, í höfuö- íð á fmnska tónskáldinu, var uppákiædd af þessu tiletni og komið fyrir á píanóhekknum eins og um einleikara væri aö ræða. Tölvan spilar þannig að hún les nóturnar og sendir síöan rafræn boö í mótor í píanóinu sem sér um aö slegið sé á strengina. Reyndar sá tölvan ekki um flutn- ing alls verksins. Einleikari lék þá kafla sem hann gat en lét töiv- una úm eríiðustu kaflana. Kauphallir og vöruverð erlendis | DowJones 2150 DAX40 % 2100 2050 1992,06 J F M 20000- Nlkkel 16251,33 F M HSOOft 8000 mim. . 7500 3297 F M EBE __ ÍS ífJ \7 // . : 156,60 */t D J F M 145 $/t D 170,50 F M (7000 8347,75 D J F M 18 1 17 16,5 I 16' l5-5 V 16,62 Reuter Jóhann Karl Spánarkonungur, t.h., skoðar hina hefðbundnu brúðkaupsskartgripi sem borgarstjóri Sevilla, t.v., sýnir hjónaefnunum Elenu og De Marichalar. Fyrsta konunglega brúðkaupið á Spáni 189 ár: Banatilræði hrellir lögreglu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.