Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 59 Afmæli Gísli Pálsson Gísli Pálsson, bóndi á Hofi í Vatnsd- al, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Gísli fæddist í Sauðanesi í Torfa- lækjarhreppi. Hann stundaði nám í farskóla sveitarinnar og við Bænda- skólann á Hólum 1940-42. Gísli var fyrirvinna á búi móður sinnar 1937-40, síðan b. í Sauðanesi til 1950, hóf þá búskap að Hofi og hefur búið þar síðan, síðustu árin í félagi við Jón, son sinn. Þá stundaði Gísh vinnu með dráttarvélum og var síðan við jarðabætur og vega- vinnu með jarðýtum í nokkur ár. Gísh var formaður Búnaðarfélags Torfalækjarhrepps 1945-47, sat í stjórn Veiðifélags Laxár á Ásum um árabil, í stjórn Sögufélags Húnvetn- inga, í stjórn Búnaðarfélags Ás- hrepps, í hreppsnefnd Áshrepps 1958-78 og þar af oddviti í sex ár, í skólanefnd Húnavallaskóla 1969-70, formaður byggingamefndar Húna- vallaskóla 1970-76, formaður Veiði- félags Vatnsdalsár 1975-78, formað- ur nefndar til undirbúnings fisk- eldisstöðvar á Norðurlandi vestra 1977-79, formaður Hólalax 1979-84, formaður skólanefndar Bændaskól- ans á Hólum frá 1979, formaður Hitaveitu Hjaltadals 1980-84 og frá 1986 og sat á Búnaöarþingi fyrir Austur-Húnvetninga 1982-86. Gísli hefur fengist við bókaútgáfu frá 1988. Hann var sæmdur Fálka- orðunni 1989 og er heiðursfélagi Búnaðarfélags Áshrepps og Sam- bands fiskeldis- og hafbeitarstöðva. Fjölskylda Eiginkona Gísla er Inga Vigdís Ágústsdóttir, f. 19.11.1928, hús- freyja. Hún er dóttir Ágústs B. Jóns- sonar, b. á Hofi, og k.h., Ingunnar HaUgrímsdóttur húsfreyju. Börn Gísla og Ingu Vigdísar eru Ingupn, f. 15.5.1950, verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Húnvetninga, gift Grétari Finndal Guðmundssyni og eignuðust þau fiögur böm en þijú þeirra eru á lífi; Páll, f. 18.2.1953, verkfræðingur og framkvæmda- stjóri ICECON, kvæntur Arnfríði Gísladóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn; Hjördís, f. 12.2. 1957, búfræðikandídat, kennari og b. á Hjarðarhaga, gift Siguijóni Birni Pálmasyni búfræðingi og b. og eiga þau tvö börn; Jón, f. 1.7.1963, búfræðingur, stúdent og b. á Hofi, kona hans er Selma Hreindal Sva- varsdóttir, b. og ritari. Systkini Gísla: JónHelgi, f. 28.9. 1914, d. 29.6.1985, starfsmaður við Póststofuna í Reykjavík; PáU Sigþór, f. 29.1.1916, d.11.7.1983, hrl.í Reykjavík; Sigrún Stefanía, f. 12.2. 1917, kennari í Reykjavík; Þórður, f. 25.12.1918, kennari, búsettur á Blönduósi; dr. Hermann, f. 26.5. 1921, prófessor við Edinborgarhá- skóla; Helga Guðrún, f. 23.10.1922, blómaskreytingarkona; Þórunn, f. 29.8.1924, kennari í Reykjavík; Ólaf- ur Hólmgeir, f. 7.7.1926, múrara- meistari í Reykjavík; Aðalbjörg Anna, f. 24.5.1928, d. 28.5.1956, hús- freyja að SkaftafelU í Öræfum; Haukur, f. 29.8.1929, b., ökukennari og verktaki að Röðli; Páll Ríkarður, f. 12.7.1932, tannlæknir i Reykjavík. Foreldrar Gísla voru PáU Jónsson, f. 15.3.1875, d. 24.10.1932, b. í Sauöa- nesi, og k.h., Sesselja Þórðardóttir, f. 29.8.1888, d. 10.9.1942, húsfreyja. Gísli Pálsson. Ætt Páll var sonur Jóns, b. í Sauða- nesi, Jónssonar, b. á Syösta-Vatni, Ólafssonar. Móðir Jóns í Sauðanesi var Helga Stefánsdóttir frá Flata- tungu. Móðir Páls í Sauöanesi var Helga Gísladóttir, b. í Flatatungu, Stefánssonar. Sesselja var dóttir Þórðar Jóns- sonar, b. í Steindyrum í Svarfaðar- dal, ættfoður Steindyraættarinnar, ogkonu hans, Guðrúnar Björns- dóttur frá Syðra-Garðshorni. Einar Egilsson Einar Egilsson, fyrrverandi inn- kaupastjóri, Sólheimum 25, Reykjavík, verður áttatíu ára á morgun, 18. mars. Einar er fæddur í Hafnarfirði og þar ólst hann einnig upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg 1928 og stundaði síðan verslun- arnám í tvö ár við Pitsman’s Col- lege í London og lauk prófi þaðan 1931. Á námsárunum var hann mikið til sjós í sumarleyfum. Einar starfaði á skrifstofu Kveldúlfs í 6 ár frá 1931 eða þar til hann fór til Suður-Ameríku. Þá dvaldi hann í tvö ár í Argentínu þar sem hann vann á skrifstofu Swift & Co. Þaðan fór hann til Chile þar sem hann stundaði bátaútgerð í þijú ár. Áriö 1941 kom Einar heim til íslands og vann viö ýmiss konar verslunar- störf þar til hann fluttist með fiöl- skylduna til Mexíkó 1950. Þar veitti hann forstöðu gosdrykkjaverk- smiðju Canada Dry til ársins 1954. Þá fluttist hann aftur heim og vann við verslunar- og skrifstofustörf þar til hann réðst til Rafmagn- sveitu ríkisins 1967, fyrst sem full- trúi en síðar sem innkaupastjóri. Einar lét af störfum þar 1985. Einar kvæntist þann 7.4.1945 Margréti Thoroddsen, viðskipta- fræðingi, húsmóður og fyrrverandi deildarstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, f. 19.6.1917. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson Thoroddsen, yfirkennari og lands- verkfræöingur, d. 29.9.1955, og María Claessen Thoroddsen hús- móðir, d. 24.6.1964. Böm Einars og Margrétar eru: María Lovísa, f. 29.10.1945, lyfia- fræðingur, búsett í Kópavogi, gift Hannesi Sveinbjömssyni, f. 27.9. 1946, kennara, og eru böm þeirra: Sveinbjöm, f. 17.12.1967, Einar, f. 30.1.1974, Ásgerður Þórunn, f. 5.7. 1980, og Sigurður, f. 19.4.1984. Egill Þórir, f. 25.2.1948, efnaverk- fræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Hlaðgerði Bjartmarsdótt- ur, f. 13.7.1951, kennara, og eiga þau einn son, Einar Bjart, f. 8.3. 1988. Barn Egils og Hólmfríðar Gunnlaugsdóttur fóstru er Salvör, f.27.2.1985. Þórunn Sigríður, f. 24.2.1950, meinatæknir, búsett í Reykjavík, gift Halldóri Árnasýni, f. 21.10.1950, forstöðumanni Ríkismats sjávaraf- urða, og em börn þeirra: Árni Björgvin, f. 5.10.1972, Margrét Her- dís, f. 3.10.1974, Einar Egill, f. 31.5. 1970, og Steinn, f. 7.4.1989. Sigurður Thoroddsen, f. 10.8. 1953, tónlistarfræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Auði Vil- hjálmsdóttur, f. 20.6.1954, innan- hússarkitekt, og eiga þau eina dótt- ur, Margréti Dögg, f. 20.10.1976. Margrét Herdís, f. 11.6.1961, bók- bindari, búsett í Reykjavík, gift Bjarna Má Bjarnasyni, f. 29.11. 1955, sjúkraliða. Systkini Einars: Jensína, f. 21.9. 1905, húsmóöir í Hafnarfirði, ekkja Gísla Sigurgeirssonar, f. 1.3.1893; Sigríður, f. 2.10.1906, d. 1.4.1950, var gift Jóni Finnbogasyni, f. 1.10. 1907, sem einnig er látinn; Guö- mundur, f. 25.10.1908, d. 31.10.1987, loftskeytamaður, var kvæntur Ástu Einarsdóttur, f. 1.10.1917, en þau shtu samvistum; Gunnþómnn, f. 10.6.1911, húsmóðir og kaupmað- ur í Hafnarfirði, gift Sigurbirni Magnússyni, f. 2.10.1910, rakara- meistara; Nanna, f. 10.8.1914, lést afslysforum22.3.1979, söngkona, var gift Bimi Sv. Bjömssyni, f. 15.10.1909, kennara í Borgamesi; Svanhvít, f. 10.8.1914, söngkennari og fyrrv. prófessor í Vín í Austur- ríki, var gift Jan Moravek en þau shtu samvistum; Gísh Jón, f. 31.3. 1921, d. 22.4.1978, kaupmaöur, var kvæntur Sigrúnu Þorleifsdóttur, f. 16.12.1927, kaupmanni í Hafnar- firði; Ingólfur, f. 4.12.1923, d. 2.1. 1988, rakarameistari í Garðabæ, var kvæntur Svövu Júlíusdóttur, f. 30.12.1925, húsmóður. Foreldrar Einars voru Egill Hah- dór Guðmundsson, f. 2.11.1881, d. 29.9.1962, sjómaður í Hafnarfirði, ogÞórunn Einarsdóttir, f. 16.12. 1883, d. 28.5.1947, húsmóðir. Egill var sonur Guðmundar Guð- mundssonar á Hehu í Hafnarfirði, eins af hinum nafntoguðu Hehu- bræðmm. Foreldrar Þórunnar vom Einar Jóhannesson Hansen og Jensína Ólína Árnadóttir Mathiesen í Hafn- arfirði. Einar Egilsson. tímarit fyrir alla A NÆSTA SÖLUSTAÐ Notaðir bílar hjá Brimborg Chevrolet Corsica Lt árg. ’91, ek. 67 þús. km, sjálfsk., útv/segulband, grænn met., rafd. rúður og læsingar. V. 1.090.000. Toyota Corolla XLi árg. ’92, ek. 74 þús. km, 5 gíra, útv/segulband, 4x4, blár met., samlæsing. V. 1.200.000. Mazda 626 GLXi árg. ’92, ek. 32 þús. km, sjálfsk., útv/segulb., grár met., rafd. rúður, speglar og læsingar. V. 1.590.000. Honda Accord EX árg. ’91, ek. 48 þús. km, sjálfsk., útv/ segulb., grár met., rafd. rúður, speglar og læsingar, sóllúga. V. 1.250.000. Volvo 240 GLI station árg. '90, ek. 79 þús. km, beinsk., útv/segulb., biágrænn met., 6 mán. áb. V. 1.190.000. Volvo 940 GLi árg. ’91, ek. 73 þús. km, sjálfsk., útv/ segulb., beige met., rafd. rúð- ur, speglar og læsingar, læst drif, 6 mán. áb. V. 1.850.000. Allt að 36 mán. og skipti á ódýrari Visa - Euro raðgreiðslur Opið laugardag 12-16 [FAXAFENI 8 • SÍMI 91- 685870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.