Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 56
fréttaskotið 562*2525 Haflr þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIfiSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA' AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6-8 LAUGAftDAGS- OG MANUDAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 18. MARS 1995. blandaður landi í umferð? Lögreglan hefur áhyggjur af því að metanól- eða tréspíritusblandaður landi sé kominn í umferð í Reykja- vík. Áhyggjurnar grundvallast á þrálátum orðrómi um slíkt og tveim- ur atvikum sem styðja tilgátuna. Annars vegar er um að ræða landa- ílösku sem grunur leikur á að í sé landi, blandaður tréspíritus, sem fannst heima hjá manninum sem nú liggur á Landspítalanum eftir að hann fékk tréspírituseitrun. Hitt er að við yfirheyrslur nýlega sagði unglingur, sem handtekinn var fyrir bílþjófnað, að hann hefði drukkið spírablandaðan landa. „Menn sem komist hafa yfir tré- spíritus gætu hugsanlega hafa bland- að honum út í landann til að drýgja hann, sem er reyndar lífshættulegt því tréspírinn breytist í maurasýru í líkamanum. Þetta kennir þeim sem neyta áfengis að drekka bara það sem þeir vita hvað er. Það gilda ekki heíð- bundnir viðskiptahættir i landa- heiminum. Það sjáum við meðal ann- ars á því að verið er að selja landa sem ofskynjunarsveppir hafa verið vættir í,“ segir Ólafur Guðmundsson hjá forvarnardeild lögreglunnar. -pp Fjárhúsþakhrundi Þak á fiárhúsi á bænum Svínhóli í Miðdölum hrundi í dag vegna snjó- þyngsla. Á þriðja hundraö fiár voru í húsinu og um 20 nautgripir. Ekki hafði tekist að moka niður á skepn- urnar í húsinu þegar blaðið fór í prentun. Á annan tug björgunar- sveitarmanna, sem komist höfðu með erfiðleikum á vettvang, unnu í gærkvöld við að moka sig að skepn- unum en þeir þurftu að byrja á þvi að moka ofan af þökum uppistand- andi húsa. -pp RAFMÓTORAR VouMsen SuAurlandsbraut 10. S. 686490. FJÓRFALDUR1. VINNINGUR __m___■mmmm. LOKI Þurfa blessuð börnin þá að fara að vakna á morgnana? Það voru fagnaðarfundir þegar Haukur tók á móti pabba sínum, Stefáni Guðmundssyni, á Reykjavíkurflugvelli og hjúfraði sig upp að honum i gær. Stefáns hafði þá, ásamt tveimur félögum sínum, þurft að berjast við óblið náttúruöflin á hálendinu eftir að þeir misstu megnið af farangri sínum i öskubyl. Á annarri myndinni má sjá hvað blasti við félögunum þegar þeir opnuðu tjald sitt. Snjór og aftur snjór enda gáfu súiurnar sig stuttu síðar undan þunganum og þremenningarnir þurftu að moka sig út. DV-myndir Brynjar Gauti og Kristján Helgason Þremenningamir fundust heilir á húfi 1 gær: „Vildum lifa af“ - töpuöu tjaldi og öðrum búnaði í öskubyl - sjá bls. 2 Kennaradeilan: Alvarieg tilraun til að leysa deiluna um helgina Samkvæmt heimildum, sem DV telur áreiðanlegar, mun Davíð Odds- son forsætisráðherra gera alvarlega tilraun til að leysa kennaradeiluna um þessa helgi. Heimildarmaöur DV sagði að tilraun forsætisráðherra yrði með þeim hætti að viiji kennarar semja muni þeir gera það nú. Þá hafa nokkrir stjómarþingmenn bent á að launagreiðslur ríkisins til kennara séu um 7 milljarðar króna á ári. Nú hafi þeir verið í verkfalli í rúman mánuð og því hafi ríkið í raun sparað um 600 milijónir króna. Kennarar hafa sagt að þær 740 milljónir sem fiármálaráðherra hef- ur boðið til lausnar deilunni sé ekki nóg. Þingmennirnir benda á að ef þeim 600 milljónum sem nú hafa sparast verði bætt þarna við hijóti það aö duga til að fá kennara til samninga. Þá er því við að bæta að frambjóð- endur stjómarflokkanna eru farnir að líta svo á að úr þessu fari kennara- verkfallið að skaða þá í kosningabar- áttunni. Þeir meta það svo að til þessa hafi það ekki skaðað stjórnar- flokkana en þessi algera kyrrstaða sé skaöleg. Þess vegna sé nauðsyn- legt að leysa deiluna sem fyrst. Veðrið á sunnudag og mánudag: Hvassviðri og kuldi Á morgun er búist við minnkandi noröanátt með 5-15 stiga frosti um nærfellt allt land. Smáél verða norðaustanlands en þurrt og víða bjartviðri annars staðar. Á mánudag gengur í strekkingsvind af suðri með slyddu eða rigningu um landið vestanvert en þurrt verður norðaustan og austan til á landinu. Allra vestast hlánar en um landið austanvert verður áfram talsvert frost. Sunnudagur Mánudagur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.