Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 4
Fréttir
LAUGARDAGUR.18.MARS 1995
DV
slensku tónlistarverðlaunin
veröa viðameiri með hverju ári,
segir Jónatan Garðarsson í und-
irbúningsnefndinni.
íslensku tón-
listarverð*
launin afhent
ámorgun
„Undirbúningurlnn hefur
gengið vel en hann hófst í des-
ember og við höfum verið aö stöð-
ugt síðan og hist á vikulegum
fundum. Síöustu dagana höfum
við svo fundað daglega. Það er
töluvert lagt í þetta og samkoman
er viðameiri heldur en í fyrra og
á eftir aö fara stækkandi með
hverju ári sem líður,“ segir Jón-
atan Garðarsson sem á sætí í
undirbúningsnefnd íslensku tón-
listarverðlaunanna 1994 en þau
verða afhent á Hótel íslandi ann-
að kvöld.
íslensku verðlaunin eru nú
veitt í annað sinn en þau eiga sér
nokkurn aðdraganda. „Það var
búiö að ræða um það í mörg ár í
tónlistargeiranum að koma aö
einhverri verðlaunaafhendingu
eða viðurkenrtingu sem sátt yrði
um. Stjömumessan, sem Dag-
blaðið 'stóð fyrir á sínum tíma,
var ágætis fydrbæri en á ein-
hverjum tímapunkti kom upp
ágreiningur á meðal yngra fólks-
ins hvort verið væri að veita
snobb-verðlaun eða ekki, senni-
lega vegna þess aö þetta var al-
gjörlega vinsældaval,“ segir Jón-
atan, en nú er tekið mið af bæði
vinsældum og eins færni eða getu
tónlistarmanna.
Víð afhendinguna á raorgun
verða veitt verðlaun i fimmtán
flokkum en úrslitunum ráða les-
endur DV, sem tóku þátt í sér-
stakri atkvæöagreiðslu, og fjöl-
menn fagdómnefnd tónlistar-
fólks.
Hélt þetta yrði
mitt síðasta
- segir Eiríkur Jónsson sem lenti 1 snjóflóði í Akraíjalli
Garðar Guðjónsson, DV, Aktanesi:
„Við áttum ekki beint von á að
lenda í snjóflóði á þessum slóðum en
þegar við komum upp brekkuna viss-
um við ekki fyrr en heilmikið fleka-
flóð hreif okkur með sér. Ég lenti
undir flóðinu og barst með því langa
leið. Mér fannst það heil eilífð og
hélt að þetta yrði mitt síðasta. Þetta
var hrikaleg lífsreynsla," segir Eirík-
ur Jónsson í samtali viö DV. Hann
lenti í snjóflóði í Selbrekku í hlíðum
Akrafjalls síðdegis á fimmtudag
ásamt þremur félögum sínum.
Eiríkur og Þórður Guðmundsson
lentu undir flóðinu en félagar þeirra,
Reynir Georgsson og Hollendingur-
inn Juri Klafer, flutu ofan á því og
komu Eiríki og Þórði til bjargar þeg-
ar flóðið stöðvaðist. Enginn þeirra
slasaðist alvarlega en Eiríkur kvart-
aði undan eymslum í bald. Þetta voru
fyrstu kynni Klafers af íslandi. Hann
kom til landsins þennan sama dag.
Kollarnir á Eiríki og Þórði stóðu
upp úr flóðinu svo hinir áttu ekki í
erfiðleikum með að finna þá. Þórður
segist hafa fengið flóðið framan á sig
áður en hann grófst undir því.
„Ég fékk snjó upp í mig, missti
andann og fékk mikla köfnunartil-
finningu en ég náði að losa mig fljót-
lega eftir að flóðjð stöðvaðist," segir
Þórður. Félagarnir voru hins vegar
talsverða stund að ná Eiríki upp úr
flóðinu. Miklar snjóhengjur eru á
brún Selbrekku og flórmenningamir
vilja vara fólk við að vera þarna á
ferð uns aðstæður breytast.
Fjórmenningarnir sem lentu í þeirri
Klafer, Reynir, Þórður og Eirikur.
óvæntu en hrikalegu lífsreynslu að lenda í snjóflóði í Akrafjaili. Frá vinstri:
DV-mynd Garðar
HappdrættiHÍ:
Sá stóri á níunni
- átján milljónir í vasann
Stærsti vinningurinn í síöasta hafði keypti nífaldan trompmiða.
flokki Happdrættis Háskólans kom á Aðalvinningurinn var 2 milljónir
miða sem seldist hjá Frímanni í þannig að konán fékk heilar 18 millj-
Hafnarhúsinu í Reykjavík. Eigandi ónir í sinn hlut. Þetta er með stærstu
miðans var kona í Reykjavík sem vinningum í sögu happdrættisins.
Getraunir:
„Það hringdi maður í gær og um var seldur. Eigandi miöans
sagðíst vera með miða sem hann reyndist vera kona á sextugsaldri.
vildi vita hvort eitthvað væri á, Það Erla segir konuna nú vera 15,3
kom í ljós að þetta var stóri vinn- milljónum ríkari. Hún segir upp-
ingurinn," segir Erla Sigurgeirs- hæðina hafa verið 15,6 milljónir en
dóttir, eigandi söluturnsins Gerplu vegna gengisbreytinga hafi hún
við Hofsvallagötu þar sem get- lækkað um 300 þúsund.
raunaseðill frá íslenskum getraun- _rt
Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur um togararallið:
Eini mælikvarðinn á raun-
verulega stærð stofna
- stefnt að öðru togararalli 1 haust
„Ég er algjörlega ósammála Guð-
jóni í því að þetta segi ekkert til um
fiskmagnið. Þetta segir einmitt mjög
mikið til um það. Miðað við allar þær
breytingar sem orðið hafa í sóknar-
munstri fiskiskipanna og allar þær
tæknibreytingar sem orðið hafa þá
tel ég að þetta sé eini mælikvaröinn
sem við höfum á raunverulegar
breytingar á stærð þessara fiski-
stofna sem við höfum sem mestar
áhyggjur af. Tæknibreytingamar
þýða það að afli á sóknareiningu seg-
ir afskaplega lítið," segir Ólafur Kar-
vel Pálsson, fiskifræðingur á Haf-
rannsóknastofnun, vegna þeirra
ummæla Guðjðns A. Krisfiánssonar
í DV að togararallið væri enginn
mælikvarði á stærð fiskistofna. Olaf-
ur segist vera alfarið ósammála
þessu mati Guðjóns.
„Við teljum rallið hafa fullkomlega
skilað árangri sínum. Það er nfiög
erfitt að spá fyrir um þær breytingar
sem verða í hafinu og breyta rallinu
í samræmi við það. Norðmenn voru
með einhvern sveigjanieika í sínu
togararalli þar sem það var að hluta
til skipsfióranna að finna fisk. Þeirra
rall hefur ekki skilað, að okkar mati,
sama árangri og okkar rall. Okkar
rall hefur skilað nfiög góðum ár-
angri, ekki bara fyrir þorsk heldur
allar botnlægar tegundir. Viö erum
að mæla meðalafla í togi á öllu svæð-
inu. Ef skipsfióramir væm beinlínis
að leita að fiski væmm við að mæla
meðalafla í togi þar sem mest er af
fiski. Það er ekki sjálfgefið að það
væri betri mæling,“ segir Ólafur.
Hann segir aflaleysi Rauðanúps
fyrir Norðurlandi ekki gefa neina
vísbendingu um að stofninn sé í
hættu. Það séu til fordæmi um að
sjór hafi kólnað áður á svæðinu.
„Þetta minnir á ástandið sem var
1989 þegar fiskurinn sópaðist af norð-
ursvæðinu. Þetta er því ekki án for-
dæma,“ segir Ólafur Karvel Pálsson.
Hann segir að ekki séu hugmyndir
um að yfirfæra togararallið á önnur
veiðarfæri. Sú nýjung sé þó á döfinni
nú að taka upp annað togararall aö
haustinu. „Við erum með hugmyndir
um að fara í togararall í haust og
væntanlega verður farinn slíkur túr
í haust. Það verður að vísu ekki með
sama umfangi," segir Ólafur
-rt
IMARK, Islenski markaosklubburinn, afhenti við hátíðlega athöfn í Borgar-
leikhúsinu í gær verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingar ársins 1994.
Verðlaun voru veitt í átta flokkum auglýsinga auk þess sem óvenjulegasta
auglýsingin var valin. DV gaf verðlaun i flokki auglýsingaherferða. Þar hlaut
auglýsingastofan Gott fólk verðlaun fyrir herferð Ölgerðar Egils Skallagrims-
sonar, Egils Malt '94. Á myndinni afhendir Páll Stefánsson, auglýsinga-
stjóri DV, verðlaun til handa fulltrúum frá Góðu fólki og Ölgerð Egils Skalla-
grimssonar. Alls bárust 223 sendingar í keppnina sem fram fór í niunda sinn.
DV-mynd JAK