Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 55 Fréttir > > > Grunur um að fé sé svikið út úr Atvinnuleysistryggingasjóði: Sjóðurinn látinn greiða helming vinnulaunanna - vekur athygli hve hlutastörf hafa aukist, segir Sæmundur Amason, formaður Félags bókagerðarmanna Því er haldið fram að dæmi séu um að fé sé svikið út úr Atvinnuleys- istryggingasjóði með því að fólki sé sagt upp störfum, það endurráðið í hálft starf og síðan 'fái það atvinnu- leysisbætur sem nemur hálfu starfi. En fólk vinni hins vegar allan daginn hjá fyrirtækinu. Þannig sé Atvinnu- leysistryggingasjóður notaður til að greiða helming launa viðkomandi starfsmanns. Aðilar sem DV ræddi við um málið sögðu að nær útilokað væri að sanna svona nokkuð. Lögum samkvæmt á fólk sem sagt er upp störfum en er ráðið í hálft starf rétt á atvinnuleysisbótum fyrir þann hluta starfs sem það missti. „Ég hef heyrt margar sögur af þessu. Og enda þótt ég geti ekki sann- að neitt í þessu efni þá hef ég sterka tilfinningu fyrir því að þetta sé rétt. Það vekur líka athygli mína, og ýmissa annarra, hve fólki sem vinn- ur hlutastarf hefur fjölgað. Það er . hreint með ólíkindum. Þess eru líka mörg dæmi að fólk sem hefur verið með upp undir hundrað þúsund krónur á mánuði, fer í hálfsdags starf og lækkar í launum niður í 40 til 50 þúsund krónur á mánuði. Síöan fær það 22 þúsund krónur á mánuði úr Atvinnuleysistryggingasjóði og er þá komið með laun sem eru mun hærri en margir launataxtar fyrir fullan vinnudag," sagði Sæmundur Árna- son, formaður Félags bókagerðar- manna, í samtah viö DV. Vinnu- slys í Súðavík i Heiöar GuöbrandSEon, DV, Súdavflc Um miðnættið 15. mars varð slys í rækjuverksmiöju Frosta hér í Súðavik. Verkamaður varö á mihi þegar straumrof varð og stór rennihurð fyrir ræigukæh iokaöist. Maðurinn var að vinna í kæligeymslunni og reyndi að komast út áður en dymar lokuð- ust. Það tókst honum ekki og lok- aöist inni í geymslunni þegar straumrolið varð. Hannklemmd- ist á milli en meiðsi hans voru ekki alvarleg. Rafmagn fór af á stórum hluta Vestfjarða kl. 23.30. Búnaðurinn sem um ræðir virkar þannig að loftþrýstingi er beitt við að opna hurðina og henni er lokað með því að hieypa lofti um rafdrifinn ventil. Þegar straumrof verður opnast ventill- inn og þá lokast hurðin. Það er undir hælinn lagt hvort fólk kemst út úr geymslunni eða ekki. um veggpláss Aukin harka hefur færst í kosningabaráttuna á undanförnum dögum enda til mikils aö vinna hjá flokkunum. Á kjördag munu kjósendur landsins ákvarða gengi flokkanna og þar meö þingmannafjölda. Hvert atkvæði getur skipt máli og um það er kosningastjórum flokkanna fullkunnugt. Fyrir vikið fyllast fjölmiðlar af kosningaauglýsing- um og við fjölfarnar götur hefur verið komið fyrir auglýsingaskiltum. Á horni Lækjargötu og Hafnarstrætis eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur með kosningaskrifstofur í sama húsinu. Eins og sjá má á myndinni er tekist á um veggplássið. Það er kannski teikn um það sem koma skal að afloknum kosningum að búið er aö iima X-B á kosningaskilti Sjálfstæðisflokksins. -kaa/DV-mynd BGS r oíllll 1 f ^ 9 9-17-00 Verð aðeins 39,90 mín. Barnaskíði frá kr. 4.890 20% AFSLÁTTUR af flíspeysum. Mikið af fallegum kvennaskíðagöllum á TILBOÐSVERÐI Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður: Settur ráðherra skirrist við að taka á málinu „Úrskurðurinn er endanlegm- og verður ekki breytt. Lögfræðilega finnst mér hann vera augljóslega rangur og í raun og veru bara vís- bending um að ráðherrann skirrist við að taka á málinu af pólitískum eða öðrum ástæðum," segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Magnúsar Gunnarssonar og Magn- úsar Jóns Árnasonar í Hafnarfirði, um kæru tvímenninganna vegna viðskipta Hagvirkis-Kletts og Hafn- arfjarðarbæjar th félagsmálaráðu- neytisins. Þorsteinn Pálsson, settur félags- málaráðherra, kvað upp úrskurð vegna kærunnar nýlega og komst að þeirri niðurstöðu að ráöuneytið gæti ekki tekið á kærunni. Það væri frekar lögregluyfirvalda og dómstóla að gera það. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum fer félags- málaráðherra með eftirlit með sveitarstjórnum og hefur úrskurð- arvald í vafamálum. Jón Steinar segir meðal annars að rökstuðningurinn í úrskurði setts félagsmálaráðherra gangi út á takmörkun á eftirlitsvaldi ráðu- neytisins. Sá rökstuðningur gangi ekki upp undir nokkrum kringum- stæðum, auk þess sem áminning eða áskorun ráðuneytisins hljóti að eiga við um hðnar athafnir. Þá eigi ráðuneytið sjálft að kanna málavexti við málsmeðferð sína. Búist er viö að Magnús Jón Árna- son bæjarstjóri og Magnús Gunn- arsson, formaður bæjarráðs í Hafn- arfirði, ákveði fljótlega hvort þeir sendi kæru til RLR. „Eflaust er þetta ný stefna því að það hefur ekki verið gert mikiö aö því áður að auglýsa eftir afleysinga- fólki í svona stöður. Það horfir kannski svolítið öðruvísi við þegar um svona langan tíma er að ræða“, segir Kristín A. Ámadóttir, aðstoðar- kona borgarstjóra. Borgaryfirvöld hafa auglýst eftir starfsmanni til að gegna starfi borg- arminjavarðar í afleysingum í átta mánuöi meðan Margrét Hahgríms- dóttir borgarminjavörður fer í barn- eignarfrí. Búist er við að ráöiö verði í stöðuna frá næstu mánaðamótum en umsóknarfrestur rennur út um helgina. SPORT| MARKAÐURINN Á NÝJUM STAÐ SKIPHOLTI 37, BOLHOLTSMEGIN - SÍMI 31290 1]J® BILALAKK Við eigum litinn á bílinn á úðabrúsa. orka FAXAFEN 12 (SKEiFAN).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.