Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995
Ari Teitsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka íslands:
Baendur verða að
stýra skynsam-
lega eins og aðrir
„Ég er vanur því að vera stöðugt á
ferðinni sem héraðsráðunautur.
Þetta verða þvi engin viðbrigði fyrir
mig að ferðast suður. Breytingin
verðúr sú að nú kem ég til með aö
ferðast meira í Fokker."
Ari Teitsson, nýkjörinn formaöur
Bændasamtaka íslands, hefur alltaf
búið í Þingeyjarsýslu og ætlar að
halda áfram aö búa þar þrátt fyrir
nýja starfið.
Hann er fæddur á Brún í Reykjadal
í Suður-Þingeyjarsýslu 13. mars 1943.
Foreldrar hans voru með blandaðan
búskap, kýr og kindur. Systkinin
voru sex og leyfðu aðstæður að þau
gengju öll menntaveginn. Sjálfur fór
Ari í Bændaskólann á Hvanneyri að
loknu landsprófi og síðar í búvís-
indadeildina á Hvanneyri. Hann lauk
prófi 1973 og hefur verið héraðsráðu-
nautur síðan.
Kona Ara er Elín Magnúsdóttir frá
Birkihlíð í Reykholtsdal. Þau byggðu
smábýli í landi Brúnar í Reykjadal.
Sveitina sína segir Ari mjög vel
gróna og hlýlega og heitt vatn í jörðu.
„Við erum meö tvær búgreinar. Við
eigum 40 kindur og höfum rekið loð-
dýrabú síðan 1983 sem konan mín
hefur að mestu séð um því ég er eig-
inlega aldrei heima.“
Geta ekki menntaó
börnin sín
Ari er sem sé bara bóndi að hluta
til en vegna starfa síns sem ráöu-
nautur þekkir hann vel aöstæður
sauðíjárbænda sem hafa farið versn-
andi. „Það er rétt sem komiö hefur
fram í fréttum að ýmsir sauðfjár-
bændur hafa áhyggjur af því að geta
ekki menntað börnin sín. Staðan hjá
sumum þeirra er orðin þannig að það
er oröið mjög erfitt. En það byggist
líka á því að það er erfiðara fyrir
unglinga að fá vinnu nú en áður.“
Sjálfur á Ari þrjú böm, dóttur í
Kennaraháskólanum og son sem er
verkfræðinemi í Háskóla íslands.
Yngsta barnið, sonur, er í 10. bekk.
Ari kveðst ekki geta hvatt ungt fólk
til að gerast bændur eins og ástandið
er núna.
Eiga sjálfir
sökina að hluta
- Hvað segir þú um þær ásakanir
að sauðfjárbændur eigi sjálfir sök á
því hvemig komið er fyrir þeim?
„Það er kannski eitthvað til í því.
Þeir hafa ekki verið nógu fljótir að
horfast í augu viö breyttar aðstæður
og aðlaga vömna markaðnum. Fólk
er farið að gera kröfur um að fá vör-
una tilbúna á pönnuna. Breyttar
neysluvenjur eiga líka hlut að máli.
Ara Teitssyni, bónda og ráðunaut á Hrísum
embættið.
Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, óskað til hamingju með nýja
wm
Ungt fólk borðar mikið pasta og pits-
ur. Það hefur orðið sölusamdráttur
á innlendum markaði. Vandræðin
stafa líka af hruni á útflutnings-
mörkuðum sem varð á milli 1970 og
1980.“
Offramboð
á matvöru
Ástæðu hmnsins segir Ari vera
offramboð á matvöru um allan hinn
vestræna heim. „Verðið er svo lágt
að það er ómögulegt að framleiða
fyrir þessa markaði. Hver þjóð styð-
ur sinn landbúnað eftir fóngum og
framleiðslan eykst. Það sem ekki er
þörf fyrir á innanlandsmarkaði
reyna margar þjóðir að selja annað
en á allt öðru verði en heima."
- En íslenskir bændur hafa líka
fengið stuðning og það allt of mikinn
að mati margra?
„Það styðja allar þjóðir sinn land-
búnað. Þjóðhagsstofnun hefur ný-
lega birt tölur sem sýna að í nokkrum
löndum er stuðningur hlutfallslega
meiri en á íslandi. ísland er nánast
eina landið sem á síðustu árum hefur
notið minnkandi stuðnings. Hér hef-
ur hann minnkað verulega en í flest-
um löndum hefur hann staöið í stað.
Það er greinilega ekki vilji þjóðarinn-
ar að styðja landbúnaö með sama
hætti og var,“ segir Ari.
Tryggir byggð
um allt land
„Við verðum að ætla að markmiðið
með stuöningi sé tvíþætt," heldur
Ari áfram. „Annars vegar vill þjóðin
hafa ákveðið öryggi í sambandi við
matvælakaup. Það hefur hún ekki
nema innlendar matvælavörur fáist.
Jafnframt er það staðreynd að fram-
leiðsluhættir í landbúnaöi hafa sums
staðar vikið af braut hollustu og
hreinleika. Hér geta menn treyst því
að fá hollar og hreinar vörur. Það
kostar auðvitað töluvert. Það hefur
einnig verið skoðun þjóðarinnar að
halda beri landinu sem mest í byggð
og í raun og veru hefur sauðfjárrækt-
in verið notuð til þess. Stuðningur
við sauðíjárræktina er í raun fram-
lag þjóðarinnar til þess að það sé
byggö um land allt.“
Hann segir einnig ferðaþjónustu
koma inn í dæmið. „Það hefur sýnt
sig að til dæmis í Sviss, þar sem mjög
mikið er byggt á ferðaþjónustu, er
lögð áhersla á það að landið sé byggt.
Landið missir aðdráttarafl fyrir
ferðamenn ef það er í eyði. Bæði ís-
lenskir og erlendir ferðamenn vilja
sjá líf á landinu. Það veröur ekki
nema þeir sem búa hafi einhveija
afkomu( Þetta veit þjóðin."
Auk Ara buóu sig fram til formanns Haukur Halldórsson og Jón Helgason.
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995
37
Óhjákvæmilegt
að fækka búum
- Verður komist hjá því að fækka
búum?“
„Það verður sjálfsagt ekki hjá því
komist. En þá leggst annaðhvort ein-
hver hluti byggðanna í eyði eða þá
að byggð verður svo dreifð að félags-
leg einangrun verður vaxandi
vandamál. Það hefði verið miklu
vænlegra ef við heföum getað skapað
önnur störf í sveitunum. Það hefur
vissulega náðst töluverður árangur
í því en það verður að vinna að þeim
málum áfram. Þá reynir náttúrlega
mest á dugnað og útsjónarsemi fólks-
ins sjálfs."
- Nú hafa komið fram tillögur um
að afnema kvótana. Telur þú það
skynsamlega leið?
„Þá myndi væntanlega fara eins
og gerist viða á frjálsum markaði.
Við þekkjum þetta nokkuð vel sem
höfum verið í loðdýraskinnafram-
leiðslu. Þar er einn heimsmarkaður.
Fyrir nokkrum árum fengum við
hjónin 1500 krónur fyrir refaskinn
en í fyrra fengum við 7000 krónur.
Þetta er hinn frjálsi markaður í hnot-
skurn. Þegar verðið hækkar eykst
framleiðslan og síðan selst ekkert og
þá dettur verðið niður. Frjáls mark-
aður myndi náttúrlega verða afar
erfiður fyrir sauðfjárbændur og
margir verða gjaldþrota eins og gefur
að skilja. Þetta yrði afar sársauka-
full léið og myndi ekki tryggja hrein-
ar eða hollar búvörur. Það myndi
væntanlega gefa neytendum lægra
verö á meðan einhverjir væru að fara
á hausinn. Ég geri ráð fyrir að það
verði reynt að losa um kvótakerflð
en reikna ekki með því að það verði
gefið frjálst á næsta ári.“
Breytingar en
ekki byltingar
Ari segir stór stökk aldrei skyn-
samleg en hins vegar þurfi menn allt-
af, bændur jafnt og aðrir, að reyna
að stýra þróuninni í skynsamlega
átt. Það eigi að verða breytingar en
ekki byltingar.
Mesta öryggið telur hann vera hjá
kúabændum eins og er. „Ástæðan
fyrir því að þeir hafa svona þokka-
legu afkomu er nú líklega fyrst og
fremst sú að þeir hafa náð að halda
uppi sölu á sínum markaði. Það hef-
ur verið mjög mikil vöruþróun í
mjólkurvörum. Það er stöðugt verið
að koma með nýjar vörur. Vöru-
vöndun er mjög mikil. Fólk getur
treyst því að vörurnar séu góðar. Það
er kannski ástæðan fyrir því að salan
hefur haldist vel þrátt fyrir harðn-
andi samkeppni, bæði í áleggi,
drykkjarvöru og ýmsum öðrum vör-
um. Sem betur fer hefur líka orðið
breyting á umræðu um hollustu
mjólkurvara. Það háði vörunum á
tímabili að til voru aðilar sem töldu
að mjólkurfíta væri óhollari en önn-
ur fita. Svo hefur komið í ljós að svo
er ekki. Þá kemur auðvitað í ljós að
fólk vill gjarnan kaupa mjólkurvör-
ur. Þetta er dæmi um þaö að markað-
urinn hefur áhrif á afkomuna sem
er eðlilegt."
Rækta vöðvameira
fé með litla fitu
- Ætla sauöfjárbændur að gera átak
í vöruþróun?
„Þeir stefna að því að taka á þess-
um málum og eru reyndar þegar
byrjaðir. Það er líka búið að vinna
markvisst að átaki í kynbótum, það
er að segja breytingum á fjárstofnin-
um með það fyrir augum að rækta
upp vöðvameira fé með litla fitu.
Þetta átak er að byrja að skila ár-
angri í kjötinu sjálfu. Ég vænti þess
að á næstu árum verði þarna veruleg
breyting."
Þegar .hefur verið hafið átak í út-
flutningi á vistvænu kjöti. Það hefur
vakið verulegar vonir um að útflutn-
ingurinn veröi framtíðarverkefni.
Markaðssetning á erlendum mörk-
uðum er langtímamarkmið og kostar
peninga, að því er Ari segir.
Fólkvillkjöt
án aukefna
„En það er alveg greinilegt að vax-
andi áhugi er hjá þeim sem eru efn-
aðri í vissum löndum að kaupa bú-
vöru sem er örugglega hrein og holl.
Það er víða sem það er orðið vanda-
mál með aukefni í matvælum. Ég get
nefnt sem dæmi að síðastliðið sumar
hitti ég hollenska stúlku sem vann
hjá bónda norður í Aðaldal. Hún
sagði okkur að hún borðaði ekki kjöt
þegar hún væri í Hollandi. Þar gæti
maöur aldrei treyst því að kjötið, sem
væri á boðstólum, væri ekki blandað
aukefnum, og kannski ekki síst
hormónum, þannig að hún þyrði
ekki að borða það. Fólk sem hefur
efni á að kaupa kjöt sem er örugglega
laust við öll aukefni mun í vaxandi
mæh gera það. Viö bindum við þetta
verulegar vonir en þetta tekur lang-
an tíma.“
í óvissu vegna
alþjóðlegra samninga
Meginverkefnin sem bíða for-
manns Bændasamtaka íslands eru
að leiða bændur í gegnum þrenging-
arnar, eins og Ari oröar það. „Eg
held að það sé fyrst og fremst það sem
menn horfa til núna. Allur landbún-
aðurinn er í mikilli óvissu vegna al-
þjóðlegra samninga sem ekki er ljóst
hvernig veröa útfærðir hér á landi.
Númer eitt er að fá viöunandi lausn
á þessum málum sem að vísu er i
sjónmáU en hefur ekki veriö ákveð-
in,“ segir Ari.
Verkaskipting dregur
úr tvíverknaði
Sameining Stéttarsambands
bænda og Búnaðarfélags íslands nær
ekki eingöngu til yfirbyggingarinn-
ar, að því er Ari greinir frá. „Það er
verið að ganga frá samningum viö
búgreinafélögin um verkaskiptingu
þannig að þau beri meiri ábyrgð á
verðlags- og kjaramálum hvert fyrir
sig. Það ætti að draga úr tvíverkn-
aði, sem verið hefur, og gera starf í
þeim málum markvissara. Samein-
ingin á einnig að tengja betur saman
faglegu og kjaralegu hliðarnar á
landbúnaðinum.“
- Geta neytendur vænst breytinga
með nýjum formanni bænda?
„Þeir fmna nú engan mun á morg-
un en ég vænti þess að það verði
áframhald á því að landbúnaðarvör-
ur verði æ fjölbreyttari og betri.
Verðið mun að minnsta kosti ekki
hækka. En landbúnaðar verður
reyndar ekki stundaður nema í sátt
við þjóðina og þjóðin hefur síðasta
orðið um það hvort hér verði stund-
aður landbúnaöur eða ekki,“ leggur
Ari áherslu á.
Hann segist hafa lítinn tíma fyrir
önnur áhugamál en búskapinn.
Hann hefur gaman af því að spila
bridge og þegar hann má vera aö
stundar hann stangaveiði. Bílavið-
gerðir eru líka eitt af áhugamálun-
um.
í góðu sambandi
við sittfólk
„Viö feðgar gerum sjálfir við bíla
okkar og skellinöðrur. Ég á Saab af
árgerð ’79 sem hefur reynsfníér ótrú-
lega vel og svo á ég Pajero jeppa sem
ég ferðast í um sveitina þegar snjór
og ófærð hamlar eins og núna.“
Ari mun koma til Reykjavíkur í
hverjum mánuði og hafa aðsetur í
höll bænda þegar hann er ekki í
sveitinni að uppfræða bændur um
hvemig þeir geti bætt sinn rekstur.
„Ég tel mikilvægt að maður í þessu
starfi haldi góðu sambandi við sitt
fólk hvar sem er á landinu," tekur
hann fram.
„Neytendur verða kannski ekki varir við breytingar á morgun en ég vænti þess að það verði áframhald á þvi
að landbúnaðarvörur verði æ fjölbreyttari og betri. Verðið mun að minnsta kosti ekki hækka," segir nýkjörinn
formaður Bændasamtaka íslands. DV-myndir GVA