Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 15 Þau leika sér áhyggjulaus, börnin á Múlaborg í Reykjavik. En hvaða framtíð bíður þeirra á íslandi 21. aldar? DV-mynd Brynjar Gauti Horft til framtíðar Ætli flestir séu ekki um þaö sam- mála aö baráttan fyrir alþingis- kosningarnar, sem fram fara eftir þrjár vikur, sé með óvenju stilltu yfirbragöi? Það er eins og einhver syíja sé yfir stjórnmálunum og eng- inn treysti sér almennilega til að ijúfa friðinn með upphrópunum eða kosningabombum í gömlum stíl. Fyrir vikið verður kosninga- baráttan heldur sviplítil og áhugi almennings tæpast vaknaður að ráði. Líklega eru flestir landsmenn fremur með hugann við veðrið en póhtíkina enda hefur tíðarfar verið óvenju leiðinlegt um land allt í vet- ur. Það orkar á mann eins og kom- in sé einhver þráhyggja í Vetur konung; hann geti ekki shtið sig frá okkur. Margir þeirra sem á annað borð leiða hugann að komandi kosning- um heyrast spyija: Um hvað er eig- inlega kosið? í spumingunni liggur eiginlega það svar að fátt beri á miUi flokkanna, sami grautur í mörgum skálum. Forystumenn stjómmálaflokkanna era þessu auðvitað hjartanlega ósammála. Stjómarflokkamir segja að kosið sé um framhald stöðugleikans og batans í efnahagsUfinu. Stjómar- andstaðan segir aftur á móti að nú sé tækifærið til að losa um skulda- fjötrana og færa aimenningi vorið sem atvinnulífið sé að uppskera þessa dagana. Ekki skýr fram- tíðarsýn Því verður þó varla á móti mælt að í yfirstandandi kosningabaráttu sé ekki sjáanlegt eitthvert eitt stórt ágreiningsmál sem tekist sé á um. Stuðningur Alþýðuflokksins við umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu fellur ekki undir þá skil- greiningu, enda er afstaða flokks- ins tíl aðildar skilyrt eins og afstaða annarra stjómmálaflokka: Enginn útilokar aðUd með öUu í sjálfu sér ef nægUega góð kjör bjóðast. Ef spurt er hvort flokkamir bjóöi upp á skýra og þaulhugsaða framtíöar- sýn hljóta menn að fallast á að svo er ekki. Einstakir sfjórnmálamenn ræða að sönnu stööu okkar í samfé- lagi þjóðanna í framtíðinni og hvert stefna beri í hinum stærri málum, en útfærslan er yfirleitt ógreinUeg og oftar en ekki skyggja smærri atriði, sem menn staldra við, á hin- ar stærri línur. í rauninni er ekki hægt að ætlast til að stjórnmálamenn upphugsi sjálfir hugmyndir og tUlögur um markmið og leiðir landsmálanna. Hins vegar er hægt að gera þá kröfu tU þeirra að þeir kynni sér vel rök- studdar hugmyndir sem fram eru settar og beiti sér fyrir því aö á hverjum tima séu stjómvöld vak- andi fyrir framtíðinni, mögiUeik- um þjóðarinnar til sóknar, hættum og erfiðleikum sem fram undan geta verið. Þeir mega ekki vera svo uppteknir af dægurþrasi stjóm- málanna að þeir sjái ekki skóginn fyrir tijánum. Kannski má segja að það sé aðalsmerki góðs stjóm- málamanns að kunna að hlusta á það sem aörir hafa að segja og finna góðum og nýtUegum hugmyndum farveg. Metnaðarfullt verk Stjómmálamönnum tU afsökun- ar má segja að úti í þjóðfélaginu er ekki heldur mikið um það að menn setji fram heUdstæðar hug- myndir um markmið og leiðir þjóð- arinnar í nánustu framtíð. Menn einblína fremur á svið eða þætti, svo sem einstakar atvinnugreinar eða markaði. Hitt er sjaldgæfara að menn reyni að raða brotunum saman svo úr verði skýr heUdar- mynd. Ánægjuleg undantekning í þessu efni er bók sem út kom í þessari viku. Hún nefnist Við alda- hvörf og hefur undirtitilinn Staða íslands í breyttum heimi. Höfundar eru Trausti Valsson skipulagsfræð- ingur og Albert Jónsson, stjóm- málafræðingur og sérfræðingur um alþjóðamál í forsætisráðuneyt- inu. Þetta er metnaðarfuUt verk. „Hér verður leitast við að varpa ljósi á stöðu Islands við aldahvörf og gera sér grein fyrir hvert stefnir," segja höfundamir í formálsorðum bók- arinnar. Þeir skipta henni í eina tíu kafla í þremur hlutum. Fyrst fjalla þeir um nýja þróun í heiminum: umskipti í alþjóðamálum eftir hmn kommúnismans og eflingu ríkja- bandalaga, breytt viðhorf vegna umhverfismála og hvernig tækni, þekking og menningarþættir skipta sköpun um framvindu mála. í öðrum hluta fjalla þeir um breyt- ingar í byggðaþróun heimsins og hina nýju Evrópu sem nú er í mót- un. í þriðja hluta bókarinnar snúa þeir sér sérstaklega að því hvernig Laugardags- pistiUinn Guðmundur Magnússon fréttastjóri hin nýja heimsmynd breytir stöðu íslands, fjalla um breytt byggða- mynstur á landinu og leggja mat á fimm framtíðarleiðir sem þeir telja að blasi við þjóðinni. Ekki er um það að ræða að hug- myndir og tillögur höfunda séu al- gerlega nýjar. Óllu heldur má segja aö þeir tíni til ýmislegt forvitnilegt sem fram hefur komið áður og reyni aö setja það í samhengi og velti upp ýmsum flötum málanna. Hér ganga til dæmis aftur - og er ekkert nema gott um það að segja - hugmyndir Trausta Valssonar um hálendisvegi á íslandi sem áður hafa fengið nokkra kynningu. Framsetning er ekki aðeins í formi texta heldur er bókin ríkulega skreytt myndum og skýringar- teikningum, ekki síst landakortum, og gerir það hana mjög læsilega. Fimm framtíðar- leiðir Sem fyrr segir telja Trausti og Albert að við þjóðinni blasi fimm framtíðarleiðir þegar hugað er að möguleikum til að skapa ný störf og sterkari grandvöll undir þjóðfé- lagið. Þeir tala um sjávarútvegs- leið, orkuvinnsluleið, verndunar- leið, hugvitsleið og ferðaþjónustu- leið. Allar þessar leiðir þurfi að fara, en vega þurfi þær og meta hveiju sinni í samhengi við þróun á alþjóðavettvangi. Hitt skipti líka máfi að þær hafi gagnvirk áhrif hver á aðra, ýmist til framdráttar eða frádráttar. Verksmiðjuútgerð á höfunum skapar til dæmis mikinn arð en nýtir afla ekki nægilega vel, skapar mengun og teflir framtíð lítilla byggðarlaga í tvísýnu. Stór- virkjanir færa þjóðinni miklar tekjur en spilla líka náttúrunni og draga úr töfrum íslands sem ferða- mannalands. Áhersla á óspillta náttúm íslands skapar landi og þjóð jákvæða ímynd en ofuráhersla á þessu sviði kynni að snúast í höndum okkar og hugsanlega skapa hefðbundnum atvinnugrein- um vandræði. Trausti og Albert telja eflingu hátækni og ferðaþjónustu mikil- væga, enda séu þar komin vaxtar- svið sem vænlegt sé að leggja áherslu á. Á sviði hátækni þýði þó ekki að reyna aö keppa við stór- þjóðimar heldur einbeita sér að þeim sviðum hennar er leitt geta til framfara í íslensku atvinnulífi. Þeir tefia að ferðaþjónustan muni í framtíðinni bjóða upprennandi kynslóðum flest störf og þess vegna þurfi að veita fé til rannsókna í þeirri grein. Þeir finna að því að „ferðafræði", sem svo má kalla, standi alveg utan við menntakerfið eins og menntun á sviöi sjávarút- vegs og fiskvinnslu gerði til skamms tíma. í lokaorðum bókarinnar segja höfundarnir að ábyrgð stjómmála- manna sé mikil. Þeir þurfi að kom- ast aö niöurstööum og skilgreina betur hvaða greinar eigi að bera uppi atvinnulífið í framtíðinni. Þeir verði einnig að beita sér fyrir því aö skólarnir og fyrirtækin byggi upp þá þekkingu og mennti það fólk sem þurfi til atvinnuuppbygg- ingar framtíðarinnar. Aðeins með mótun framtíðarstefnu verði unnt að tryggja þau lífskjör og lífsgildi sem þurfi til að tryggja áframhald- andi, öfluga búsetu f landinu. Framtíðin á dagskrá ' Bókin Við aldahvörf er blessim- arlega laus við predikunartón. Umfjöllun höfunda er hófsöm og rökvísleg. Hún er virðingarverð viðleitni til að yarpa Ijósi á stöðu og möguleika íslands á miklum umbrotatímum. Er vonandi að hún verði tilefni málefnalegra um- ræðna. Hún er væntanlega ekki sérstaklega hugsuð sem framlag til umræðna fyrir alþingiskosning- arnar en er holl lesning og umhugs- unarefni fyrir frambjóðendur og kjósendur. Þaö verða nánast komin aldamót þegar næsta kjörtímabifi lýkur. Hvar stöndum við þá, íslendingar? Ætlum við að ráða einhveiju um það sjálfir eða berast áfram sem óvirkir þátttakendur eins og við höfum að sumu leyti gert? Ætlum við að breyta íslandi og umhverf- inu okkur sjálfum í hag eða láta breytingar bara ganga yfir okkur? Ætlum við að vera gerendur eða þolendur? Er kannski kominn tími til að setja framtíðina á dagskrá stjórnmálanna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.