Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 25 Eru plástrar allra meina bót? Plástrar eru enn ekki orðnir allra meina bót en næstum því, segja sum- ir. Sjóveikiplástrar og nikótínplástr- ar hafa verið á markaðnum í nokkur ár, plástrar með verkjalyfjum og hjartalyfjum hafa verið framleiddir og einnig plástrar sem innihalda sama efni og sprengitöflur. Konur á breytingaskeiði hafa notað hormóna- plástra og nýlega bárust fregnir af hormónaplástri gegn getuleysi karla og er plásturinn settur á punginn. Síðastnefndi plásturinn er enn ekki kominn til landsins en það er hins vegar megrunarplásturinn sem hef- ur rokselst þó að mánaðarskammt- urinn kosti á fimmta þúsund. Hann er nýjasta æðið hjá þeim sem eru að reyna að losa sig við aukakíló og ýmsir lofa árangurinn. Það hefur þó vakið athygli þeirra sem lesið hafa leiðbeiningar sem fylgja megrunarplástrum að notend- ur eru hvattir til að drekka mikið vatn, hreyfa sig mikið og borða holl- an mat í hófi. Þetta séu einmitt þær leiðbeiningar sem þeir fá sem eru að reyna að ná af sér aukakílóum á venjulegan hátt og gengur vel án plásturs. Hjálpartæki eða töfralausn? „Megrunarplásturinn er hjálpar- tæki. Framleiðendur plástursins, sem við flytjum inn, segja að notend- ur finni fyrir mettunartilfmningu sem geri það að verkum að þeir borða minna. Þess vegna neyðist líkaminn til að ganga á fituforðann. Eitt efn- anna í plástrinum er bóluþari og hann hemur lystina. Fólk drekkur jafnframt vatn og hreyfir sig,“ segir Kristín Dagbjartsdóttir hjá heild- versluninni Stefáni Thorarensen hf. „Megrunarplástrar eru að sjálf- sögðu bara enn ein töfralausnin sem virkar ekki neitt,“ segir Ólafur Sæ- mundsson næringarfræðingur. „Það á reyndar að vera joð í þessum plástrum og það er vitað mál að joð- skortur getur leitt til þess að blessað- ur brennsluofninn okkar, það er skjaldkirtillinn, virki ekki eðlilega, það er brenni of litlu. En joðskortur þekkist ekki hér á landi. Sjávarfang er ríkt af joði og jarðvegur hér er ríkur af joði vegna nálægðar við sjó. Of mikil joðinntaka getur einnig haft eitrunaráhrif." Kristín bendir á að joðið í plástrin- um sé bara brotabrot af ráðlögðum dagskammti. Ráðlagður dagskammt- ur sé 80 til 150 míkrógrömm en í plástrinum séu bara 0,085 míkrógrömm. Ólafur tekur það fram að þar sem megrunarplástrar séu nýir á mark- aðnum virki þeir enn á marga. „Þeg- ar fólk fær ofurtrú á eitthvað gengur því „vel“ tímabundið. Þegar fólk missir ofurtrúna og tekur upp sömu neysluvenjur og áður þá koma kílóin aftur og því miöur oft fleiri en þau sem töpuðust. Þetta hleður alltaf ut- an á sig og gerir fólk verr statt en áður. Þess vegna er ég á móti svona töfralausnum." Tvöfaldar árangurinn Nýlega var þeirri kenningu varpað fram erlendis að nikótínplástrar, sem ýmsir hafa talið bjargvætt sinn, séu enn ein töfralausnin. Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir lungna- og berklavarnardeildar Heilsuverndar- stöðvarinnar, er á öndverðum meiði. „Það er alveg greinilegt að nikótín- plástrar tvöfalda líkur viðkomandi á því að heppnast með það sem hann ætlar sér áð gera. Ef einhver ákveður að hætta að reykja upp á eigin spýtur er stundum sagt að árangurinn sé 5 prósent. En ef hann leitar læknis eða heilbrigðisþjónustu og einhver þar hvetur hann til að hætta verður ár- angurinn 10 prósent. Ef viðkomandi notar nikótínlyf af einhverju tagi, annaðhvort upp á eigin spýtur eða með hvatningunni, þá tvöfaldar hann árangurinn. Þá er ég að tala um algjört reykbindindi." Þorsteinn kveðst hafa gert saman- burðarrannsóknir á hópum sem fengu nikótín og óvirk efni og í öllum tilfellum hafi þeir fyrrnefndu tvö- faldað árangur sinn miðað við hinn hópinn. „Fyrir framleiðendur eru auðvitað miklir peningar í húfi. Reykinga- mennirnir eru margir og þeir sem eru að selja plástra og shkt til að hjálpa fólki eiga von á miklum gróða ef þeim tekst að vekja athygli á sínu. Það er ekkert óeðlilegt við það að þeir reyni að koma þessu á fram- færi,“ bætir Þorsteinn við. Hormónaplástrar fyrir konur og karla Hormónaplástur fyrir konur, sem flnna fyrir óþægindum á breytinga- skeiði, hefur verið á markaði hér á landi um nokkurt skeið. „Hormóna- plástur er valkostur í hormónameð- ferð kvenna. Kostirnir eru þeir að ekki þarf að taka inn töflur. í ööru lagi brýtur lifrin niður stóran hluta af lyfjunum sem tekin eru um munn áður en hún sleppir þeim lausum út í blóðrásina og þess vegna þarf mun minna magn af hormóninum í plástr- inum til að ná sama árangri og í töfluformi," segir Arnar Hauksson k vensj úkdómalæknir. Hann bendir á að konum þyki þægilegt að hafa plásturinn því þær geti haft hvem plástur á sér í þrjá til fjóra daga. Amar segir kvenkynshormónana, sem meðal annars eru gefnir í plástri, 563 2700 - skila árangrí geta létt einkenni sem konur fá við breytingaaldur eins og hita- og svita- köst, vandamál með slímhimnur í legi og leggöngum, óþægindi frá þvagrás. Hormónarnir geta einnig spornað við beinþynningu og vernd- að gegn ákveönum hjartasjúkdóm- um, að sögn Arnars. Aukaverkanir geta verið ýmsar og Arnar bendir á að konur þurfi að eiga gott viðtal við lækni til að meta kosti þess að taka plásturinn gegn áhættu þess að fá óþægindin. Þegar fregnir bárust af því að kom- inn væri á markaðinn í Frakklandi og Bandaríkjunum plástur við getu- leysi karla lyftist brúnin á mörgum. „Þessi plástur, sem reyndar er ekki kominn hingað, viðheldur getunni og getur rétt úr henni en menn fara sjaldan yfir sín gömlu mörk svo að menn haldi nú ekki að þeir verði Tarsan," segir Arnar. Megrunarplástur er nýjasta æðið hjá þeim sem vilja losna við aukakiló. Næringarfræðingar telja þetta enn eina töfralausnina sem geri ekkert gagn. DV-mynd GVA FULLKOMIN SURROUND-HUÓMTÆKI MX-92 LVÖRU HUÖMUR! TÆKNILIGAR UPPLÝSINGAR: • Digital FM/MW/LW útvarp með 19 minnum • 100 watta magnari • Forstilltur tónjafnari með 5 stillingum • Geislaspilari JL . • Tvöfalt Dolby segulband • Innstunga fyrir heyrnartól og hljóðnema • Fullkomin fjarstýring • Surround-hljóðkerfi • 10Ow hátalarar )2J íj,xJ SIÐUMULA 2 • SIMI 68 90 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.