Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995
39
Skák
SvæðamótNorðurlandanna á Hótel Loftleiðum:
Tíu stórmeistarar
í hópi keppenda
Danski stórmeistarinn Curt Hans-
en er stigahæstur keppenda á svæða-
móti Norðurlandanna sem hefst á
Hótel Loftleiðum nk. þriðjudag.
Næstur kemur Norðmaðurinn Sim-
en Agdestein og Jóhann Hjartarson
er í þriðja sæti. Á mótinu tefla tutt-
ugu skákmenn, þar af fimm íslend-
ingar sem eiga fjóra af þeim tíu stór-
meisturum sem taka þátt.
Sænska skákdrottningin Pia
Cramling er eina konan í hópi kepp-
enda. Framganga hennar á „Búnað-
arbankamótinu" fyrir tíu árum vakti
feiknaathygli og varð til þess að kon-
ur hérlendar fóru loks að dusta rykið
af taflinu - til skamms tíma þó. Tafl-
þátttaka kvenna hefur verið skamm-
arlega lítil hér á landi en vonandi
veröur heimsókn Piu nú til þess að
glæða hana að nýju.
Fleiri kunnugleg andlit eru í hópi
erlendu keppendanna, sem margir
hafa teflt áður hér á landi og sumir
oftar en einu sinni. Sérstakur au-
fúsugestur er Jonathan Tisdall sem
sestur er að í Noregi en hann var
fastagestur á skákmótum hér á landi
fyrir að verða áratug.
Rennum yfir keppendaröðina:
1. Curt Hansen, Danmörk (SM, 2630 stig)
2. Simen Agdestein, Noregur (SM, 2600)
3. Jóhann Hjartarson (SM, 2590)
4. Lars Bo Hansen, Danmörk (SM 2565)
5. Jonny Hector, Svíþjóð (SM, 2540)
6. Margeir Pétursson (SM, 2535)
7. Hannes Hlífar Stefánsson (SM, 2530)
8. Helgi Ólafsson (SM, 2520)
9. Pia Cramling, Svíþjóð (SM 2520)
10. Erling Mortensen, Danmörk (AM,
2500)
11. Ralf Akesson, Sviþjóð (AM, 2500)
12. Rune Djurhuus, Noregur (AM, Í495)
13. Lars Degerman, Svíþjóð (AM, 2490)
14. Einar Gausel, Noregur (AM, 2490)
15. Jonathan Tisdall, Noregur (AM, 2470)
16. Thomas Ernst, Svíþjóð (SM, 2465)
17. Sune Berg Hansen, Danmörk (AM,
2460)
18. Þröstur Þóhallsson (AM, 2420)
19. Tapani Sammalvuo, Finnland (FM,
2390)
20. Marko Manninen, Finnland (FM,
2365)
Því miður sáu frændur vorir Fær-
eyingar sér ekki fært að senda kepp-
endur til leiks og fmnsku titilhafarn-
ir - Westerinen, Rantanen og Yrjola
- eru einnig fjarri góðu gamni en
fyrir hönd Finna tefla tveir efnilegir
FIDE-meistarar.
Norðmenn stilla upp sínum allra
sterkustu mönnum, með knatt-
spyrnukappann Simen Agdestein í
broddi fylkingar. Hann hefur á
stundum reynst íslenskum skák-
mönnum erfiður viðureignar.
Kapparnir Ulf Andersson og Bent
Larsen tefla ekki með löndum sínum
en vonir standa til að íslenskir
skákáhugmenn fái þó að njóta snilld-
ar Larsens á afmælismóti Friðriks í
haust.
Svæðamótið er hlekkur í heims-
meistarakeppni FIDE. Tvö efstu sæt-
in gefa rétt til keppni á millisvæða-
móti og þaðan liggur leiðin í áskor-
endaeinvígin. Helgi Áss Grétarsson
hefur þegar tryggt sér sæti á milli-
svæðamótinu með heimsmeistara-
titli unglinga og sér því ekki ástæðu
til að taka þátt í svæðamótinu. ís-
lensku keppendurnir á Hótel Loft-
leiðum ættu að hafa dágóða mögu-
leika á að fylgja Helga Áss á milli-
svæðamót en keppnin um efstu sætin
verður eflaust jöfn og spennandi.
Eins og fyrr segir hefst mótið
þriðjudaginn 21. mars. Tefldar verða
11 umferðir eftir svissneska kerfinu,
þ.e. leitast er við að þeir sem hafa
jafnmarga vinninga tefli saman. Teflt
er frá kl. 16-23 fram til sunnudagsins
2. apríl. Frídagar eru sunnudaginn
26. mars (um kvöldið verður atskák-
mót í Sjónvarpinu með þátttöku
Garrí Kasparovs) og fimmtudaginn
30. mars. Hver keppandi hefur 2 klst.
til umhugsunar á fyrstu 40 leikina,
síðan 1 klst. á næstu 20 leiki og loks
30 mínútur til þess að ljúka skákinni
- engar skákir bíða yfir nótt.
Sænska skákdrottningin Pia Craml-
ing.
Anand og Kamsky
Einvígi Viswanathan Anand og
Gata Kamsky í Las Palmas um rétt-
inn til þess að skora á Garrí Ka-
sparov PCA-heimsmeistara tók
óvænta stefnu þegar Anand féll á
tíma í fyrstu skákinni með vænlega
stöðu. Anand, sem stundum hefur
verið nefndur „Indverjinn hand-
fljóti“, er einmitt þekktur fyrir að
dvelja ekki of lengi yfir stöðum sín-
um en þarna brást honum bogalistin.
Þegar hann átti átta leiki eftir til
þess að ná tímamörkunum brustu
taugarnar. Klukka Anands tifaði í
heilar 22 sekúndur án þess hann
hreyfði legg eða lið.
Þannig var staðan þegar blóðið
fraus í æðum Anands, sem hafði
hvítt og átti leik:
Umsjón
Jón L. Árnason
á tir
Í Á
iö
mm Jl A A
a A
á
ABCDE FGH
Vinningsleiðin er tiltölulega ein-
föld. Eftir 33. Bd4+ Rf6 Ekki 33. -
Kg8? 34. Dc8 + , eða 33. - Kh7 34.
Bxg6 + ! o.s.frv. 34. Bxg6! fxg6 35.
Dd7+ Df7 36. Re6+ Kg8 37. Dxf7 +
Kxf7 38. Rxc7 fellur einnig á b5 og
hvítur á tveimur peðum meira í enda-
tafli og vinnur auðveldlega.
Anand lét ósigurinn þó ekkert á sig
fá og í þriðju skákinni, aftur með
hvítt, tókst honum að jafna:
Hvítur á Iiðsyfirburði í stöðunni,
með hrók og peð gegn biskupi en
verður að hafa hraðan á, því að svart-
ur hótar máti í 2. leik.
49. Dd7+(?)
Aftur bregðast taugar Anands. Eft-
ir 49. f6 +! er sigurinn í sjónmáli. T.d.
49. - Kxf6 50. Hf8 + og biskupinn fell-
ur; eða 49. - Kg6 50. Hg8+ Kf5 (ef 50.
Kh7 51. Dd7 +!) 51. Dd7+ Kf4 52.
Dxd6+ Kg4 53. De6+ Kf4 54. De3 +
og tjaldið fellur.
49. - Kh6 50. De6+ Kh5 51. De8+ Kg4
52. Del
Nauðsynlegt undanhald en hvítur
vinnur á liðsmuninum.
52. - Bxd5 53. He8 Bf3 54. f6 Kh5 55.
f7 Dd4 56. He4! Df6 57. b7 Bxe4 58. Dxe4
- Og Kamsky gafst upp.
Fjóröu og fimmtu skákinni lauk
með jafntefli. Alls verða tefldar tólf
skákir í einvíginu.
Hornbaðkör með og án nudds.
Baðkör, 1,80x1,10, með og án nudds.
Baðkör, 1,70x0,80, með og án nudds.
IFO og SPHINX salerni og handlaugar.
Skolvaskur í
borð, 55x45,
kr. stgr.
ofSs
Blöndunartæki
Eldhúsvaskar, 1 1 /2
hólf+borð m vatnslás
kr. 12.157 stgr.
noRMAmi
Ármúla 22 - sími 581 3833
28" LITASJONVARP
* Hágœða Surround
Nicam-Stereo!
• Nicam Stereo
Surround-hljómgæöi
• íslenskt
textavarp
• Super Planar
myndlampi
• og margt fleira...
ALLT ÞETTA
FYRIR AÐEINS
69.800
STGR.
SjÓNWIRPSMIÐSTÖDIN
SIÐUMULA 2 • SIMI 68 90 90