Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 21 Áróður í undirvit- undina - útlendingar hafa áhuga á íslenskri uppfinningu Auglýsingar á veltiskiltum eru sagðar höfða til undirvitundarinnar. Það er því ekki að undra að stjórn- málaflokkar skuli kaupa sér fleti á skiltunum þegar kosningar eru í nánd. Færri komast þó að en vilja. „Það er ekki hægt að fá einn ein- asta flöt á íslandi í dag. Það eru þrír flokkar sem auglýsa, Sjálfstæðis- flokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn," segir Jóhann- es Tryggvason hjá fyrirtækinu Þrí- kanti sem selur auglýsingafletina. Fram að kosningum, í mánuð eða rúmlega þann tíma, hafa flokkamir þrír keypt 30 fleti af þeim 130 sem eru á landinu öllu, að því er Jóhann- es segir. Eihn flötur kostar 50 þúsund krónur á mánuöi. Veltiskilti hafa verið á íslandi í sex ár og eru ákveðnir staðir eftirsóttari en aðrir, það er þar sem bílaumferð er mest. Sá sem á annað borð beinir augum sínum að veltiskilti sér sama flötinn tvisvar til þrisvar á mínútu 11 til 13 sekúndur í senn. Það er þó breytilegt eftir skiltum. „Það er sama hvort maður vill eða ekki, það fer inn í undirvitundina sem maöur sér á skiltunum,“ fullyrð- ir Jóhannes. „Maður sér bara hvað Coca-Cola hefur verið að gera í heim- inum. Það hefur haldið merkjum að fólki á veltiskiltum," bætir hann við. Þrátt fyrir aö veltiskiltin hafl verið notuð úti í hinum stóra heimi lengur en á íslandi hafa menn hér fundið upp aðferð við notkun þeirra sem vakið hefur athygh erlendis. Að sögn Jóhannesar er fyrirtæki hans að hefja útflutning á sjálfum stöndun- um sem skiltin hvíla á. „Við fáum skiltin frá Svíþjóð en undirstöðurnar eru smíðaðar hér. Það er snúningur í sumum þeirra þannig að flöturinn snýst einu sinni á sólarhring. Þetta er íslensk uppfinning og við höfum fengið fyrirspurnir frá um tíu lönd- um. Núna erum við að fara að smíða fyrir Þýskaland og Holland. Ég vona að eitthvað gott komi út úr þessu.“ Það er sama hvort menn vilja eða ekki, það sem þeir sjá á skiltunum fer inn í undirvitundina, fullyrðir seljandi auglýsingaflatanna. kr. 42.416 Kr. 59.700 I verslun BYKO og Byggt og Búið bjóðast stór og smá heimilistæki á hagstæðu verði. Uppþvotlavél LS 603 Tekur 12 manna stell 6 þvottakerfi Hraðþvottakerfi 22 mín. Tvö hitastig 55’ c og 65" c Aqua control öryggiskerfi Þvottavél AV 037 TX Tekur 5 kg. 16 þvottakerfi Vindur 850 sn. pr. mín. Tromla og belgur úr ryðfríu stáli. Kr. 55.900 'liliHIBTffáP Kæliskápur E DF 240 Kælir 185 Itr. Frystir 45 Itr. Tvær hurðir Frystir að ofan H.139 cm. B. 55 cm. D. 60 cm. Byggingavörutilboð í mars Kr. 52.600 Eldavél G 604 E4W 4 rafmagnshellur Tímastillir Grill og grillteinn Færanlegt lok Skiptiborð: Skiptiborð 41 000, 641919 Verslun, Breiddinni, Kópavogi: ■Hólf og gólf, afgreiðsla 641919 Verslun, Dalshrauni 15, Hafnartirð Almenn afgreiðsla 5441 1, 52870 Verslun, Hringbraut 120. Reykjaví búið, Krin Grænt símanúmer BYK0: Almennafgmðsla 6 2 9 4 0 0 Aimenn afgreiðsla 689400, 689403 Grænt númer 99641 0 43EEB> ARISTON Falleg, sterk og vönduð ítölsk heimilistæki i KRINGLUNNI sérstakar morgunferðir kl. 7:35 og 8:35 ^nnuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.