Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 17 Meiming Kristallar Páls íslensk tónverkamiðstöð hefur nýlega gefið út geislaplötuna Kristallar, sem hefur að geyma kammertónverk eftir Pál Pampichler Pálsson. Flytj- endur eru Signý Sæmundsdóttir, sópran, Rannveig Fríða Bragadóttir, messósópran, og allmargir ágætir hljóðfæraleikarar úr Kammersveit Reykjavíkur. Platan er gefin út í tilefni af 65 ára afmæh Páls og er vel við hæfi að flytjendumir skuli koma úr röðum Kammersveitar Reykjavíkur, svo mjög sem Páll hefur tengst starfi þess hóps. Má t.d. nefna, aö flest verkin á plötunni voru upphaflega samin með sveitina í huga. Fyrsta verkið á plötunni er Gudis-Mana-Hasi, frá árinu 1977. Þetta er Tónlist Áskell Másson geysivel gerð tónsmíð, sem hefst á því að strengjakvartettinn leikur eins konar forspil eða aðdraganda að dramatísku innslagi klarínettsins og píanósins. Áberandi er skali niður á við í klarínettinu, sem leikinn er í fjölbreyttri rytmík og stuttar einleiks„brýr“ klarínetts og píanós. Verkið býr yfir margháttuðum stemningum og er mjög skýrt í formi. Trúlega er það, ásamt næsta verki á plötunni, Kristöllum, frá árinu 1970, besta verk þessarar afmælisútgáfu, þótt öll verkin beri reyndar ágætu hand- bragði Páls gott vitni. Má þar kannski sérstaklega nefna verkin Ágústson- nettu fyrir fagott, fiðlu, víólu og selló, og Lantao fyrir óbó, hörpu og slag- verk, þar sem greina má kínversk áhrif á stíl Páls. Flutningur allra þeirra sjö verka sem hér birtast er, eins og búast mátti við af því fríða föruneyti sem hér á í hlut, mjög góður og upptökurnar og hljómur þeirra er fallegur og eðlilegur, utan hvað óbóið virðist óþarf- lega nálægt, einkum í Septembersonnettunni. Upptökurnar voru gerðar í Víðistaðakirkju og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og bar Bjami Rúnar Bjamason tónmeistari, en tæknimenn vom þeir Þórir Steingrímsson, Vigfús Ingvarsson og Hreinn Valdimarsson. Utht og frágangur umslags er einkar aðlaðandi, en um þá hhð mála sá Erhngur Páh Ingvarsson um. Er Páh, Tónverkamiðstöðinni svo og öörum hlutaðeigandi óskað til hamingju með góöa afmæhsútgáfu þessara ágætu verka. FRÁ YFIRKJÖRSTJÓRN VESTURLANDSKJÖRDÆMIS Framboðsfrestur vegna alþingiskosninga 8. apríl 1995 rennur út föstudaginn 24. mars 1995 kl. 12.00 á hádegi. Framboðum skal skila til formanns yfirkjörstjórnar, á skrif- stofu hans að Borgarbraut 61, Borgarnesi. Einnig tekur yfirkjörstjórn á móti framboðum í Hótel Borgarnesi, milli kl. 11.00 og 12.00 árdegis, föstudaginn 24. mars 1995. Á framboðslista í Vesturlandskjördæmi skulu að lágmarki vera 5 nöfn og eigi fleiri en 10 nöfn. Fjöldi meðmælenda er að lágmarki 100 og eigi fleiri en 150. Fylgja skal tilkynn- ing um hverjir séu umboðsmenn framboðslistanna. Fram- boðslistar verða úrskurðaðir á fundi yfirkjörstjórnar sem haldinn verður á Hótel Borgarnesi iaugardaginn 25. mars 1995 kl. 13.00. Yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis Borgarnesi, 16. mars 1995 Gísli Kjartansson form. Guðjón Ingvi Stefánsson Ingi Ingimundarson Páll Guðbjartsson Sigurður B. Guðbrandsson Marstilboð verkfæri og tæki Límbyssa kr. 990 stgr. Járnrennibekkur, 40 cm milli odda, kr. 79.800 stgr. Smerglar, margar gerðir, frá kr. 3.250 stgr. Trérennibekkur, 4 hraða, metri milli odda, kr. 11.900 stgr. Trérennibekkur m/kóperingu, tekur 1 m milli odda kr. 44.200 stgr. Slípirokkar, margar gerðir, frá kr. 4.200 Bandslípivél kr. 12.900 stgr. Súluborvél, 16 hraða, 0,75 hö., frá kr. 11.400 stgr. m/klemmu Sprengitilboð Halógen Ijóskastari, 500 W, kr. 1.280 stgr. Lóðbyssa/boltasett kr. 2.560 stgr. Borvél + ryksuga 7,2 V, kr. 5.800 stgr. Vatnsdæla Lofthæð 15 m, 40 lítrar á mín., kr. 9.100 stgr. Utiljós frá kr. 2.460 stgr. Verkfærasett heimilisins kr. 865 stgr. Hitablásari, 2ja hraða, frá kr. 2.800 stgr. Stingsög m/framslætti, 450 W, stiglaus hraði, kr. 6.750 stgr. Rafhlöðuborvél í tösku 12 V, skrúfbitar og borar fylgja, kr. 9.500 Verkfærataska, 100 stk., kjörin fyrir heimilið eða bílinn, kr. 2.850 stgr. Opið: mánud-föstud. 9-18 laugard. 10-16 tryggw. Faxafeni 9, s. 887332
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.