Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 Sviðsljós Juliette Lewis hræðist ekkert Juliette Lewis er enn ekki búin að jafna sig eftir skilnaðinn við Brad Pitt. „Juliette Lewis óttast ekkert. Ég held aö þaö sé þaö sem gerir hana svo sérstaka," segir leikstjórinn Lasse Hallström um kvikmyndaleik- konuna sem er löngu orðin fræg þó hún sé ekki eldri en 22 ára. Juliette er dóttir Glennis Batley, grafískrar listakonu, og Geoffrey Lewis sem leikið hefur í nokkrum Chnt Eastwood myndum. Þau skildu þegar Juliette var tveggja ára og dvaldi hún til skiptis hjá foreldrun- um en var þó heldur meira meö fóö- ur sínum. Hún vissi fljótt hvaö hún vildi og tólf ára gömul var hún farin aö leika í sjónvarpsmyndaflokki. „Þetta er aldurinn þegar maður er að velta því fyrir sér hvaö maður ætlar að verða. Maöur er í skóla en hefur samt mik- inn frítíma. Hvaö á maður aö gera við frítímann? Bara hangsa? Mig langaöi til aö gera eitthvað strax. Og foreldrar mínir studdu mig.“ Juliette flutti aö heiman flórtán ára gömul og fékk aö búa í gestaherbergi leik- konunnar Karen Black. Þaö er haft eftir leikstjóranum Ro- bert Markowitz að í senu í myndinni Too Young to Die, sem flallar um flórtán ára stúlku sem hefur veriö misnotuö kynferðislega, hafi Juliette hrópað: „Móðir min fleygði mér frá sér.“ „Þessi orð, sem voru ekki í handritinu, hrópaði hún þegar sam- býlismaður hennar í myndinm sagði henni að flytja heim aftur. Ég veit ekki hvort foreldrar hennar fóru illa með hana en það er eitthvað að þegar flórtán ára unglingur flytur að heim- an.“ Vegna góðrar frammistöðu í Too Young to Die fékk Juliette hlutverk á móti Robert de Niro í Cape Fear. Hún stal senunni aðeins 17 ára göm- ul og var tilnefnd til óskarsverð- launa. Næsta hlutverk hennar var í mynd Woodys Allens, Husbands and Wives. Hún lék undir stjóm Lasses Hallströms í What’s Eating Gilbert Grape? og ekki er langt síðan kvik- myndahússgestir sáu hana á tjaldinu í Natural Born Killers. Juliette segist ekki vera í neinu ástarsambandi þessa dagana en flölmiðlar hafa orðað hana við Leon- ardo Di Caprio og Adam Sandler. Hún segist hafa lært lexíu sína eftir sambúðina með Brad Pitt en þau léku saman í Too Young to Die og urðu ástfangin. Sambúð þeirra var- aði í flögur ár og er um það bil eitt ár síðan þau skildu. Juliette á enn erfltt með að tala um það. „En ég get ekki fullyrt að ég verði aldrei aftur ástfangin." Elena Spánarprinsessa og Jaime de Marichalar áttu í leynilegu ástarsam- bandl i (imm ár. Spánarprins- essa upp að altarinu í dag gengur Elena de Borbón, elsta dóttir Jóhanns Karls Spánarkonungs og Sofflu drottningar, upp að altar- inu í dómkirkjunni í Sevilla. Hinn hamingjusami brúðgumi' er Jaime de Marichalar sem starfar sem hag- fræðingur í banka í París. Jaime er sonur Amalio de Marichalar, greifa af Rapilda, sem lést fyrir 15 árum. Brúðhjónin, sem bæði eru 31 árs, kynntust 1987 þegar prinsessan las franskar bókmenntir við Sorbonne. Ástin kviknaði 1989 í ferðalagi sem þau fóru í með vinum til Indlands, Nepal og Bútan. Síðustu mánuðina áður en trúlof- unin var tilkynnt í nóvember fór Elena nær vikulega til Parísar. Gefið var í skyn að erindið væri eingöngu þátttaka í reiðkeppni. Jaime tók reyndar sjálfur þátt nokkrum sinn- um en vinir þeirra höfðu lofaö því að segja engum frá þvi að þau væru par og hefðu verið þaö í fimm ár. Tilkynningin um trúlofunina kom því Spánverjum alveg á óvart. Um þrettán hundruð gestir veröa viðstaddir athöfnina í dómkirkjunni í Sevilla. Veislan verður haldin í Alcazar, gamalli konungshöll. Mikið hefur verið um að vera í Sevilla alla vikuna í tilefni brúðkaupsins. Hús hafa verið skreytt og mikil flugelda- sýning undirbúin. Ekki hefur verið haldin stór kon- ungleg brúðkaupsveisla á Spáni síð- an 1906 þegar Alfonso XIII gekk að eiga Viktoríu Eugeniu, sem var eitt af barnabörnum Viktoriu Bretlands- drottningar. Eftir stofnun lýðveldis 1931 hafa flest brúðkaup í konungs- fíölskyldunni verið haldin utan Spánar. Jóhann Karl konungur og Soffía drottning gengu til dæmis í hjónaband í Aþenu 1962. Konung- dæmið var endurreist eftir fráfall Francos 1975. Ólygirm sagði... .. .að andlitslyftingin sem Silvía Svíadrottning fór i fyrir jólin hefði vist mistekist. Augn- og háls- hrukkur eru að koma í Ijós aftur og þykir það ansi stuttur tími. Hvort Silvla ætlar í mál við lýta- lækninn eða fara i aðra aðgerð skal ósagt iátið en vist er að hún yngdist mikið víð aðgerðina. .. .að búist væri við miklu fjöl- menni 1. júlí þegar Páll, krón- prins af Grikklandi, gengur að eiga bandariska stúlku af borg- araættum. Það þótti miklð hneyksli þegar prinsinn trúlofað- ist henni en faðir hennar er bara amerískur margmilljónari. Svo virðist sem breytingar eigi sér stað i konungshöllunum hvað þetta varðar - unga fólkið leitar sér maka sem ekki eru konung- bornir. .. .aö Chippendales-kropparnir hefðu nú fækkað fötum fyrir framan fjórar milljónir kvenna um allan heim. Vöðvabúntin koma frá Bandaríkjunum og orð- rómur segir að mánaðarlaun Deirra séu nær milljón á mánuði. .. .að Richard Gere og Julia Roberts myndu hittast á ný við tökur á Pretty Wooman númer 2. Tímaritið Hollywood Reporter greinir frá því að leikstjórinn Garry Marshall sé að ráðgera framhald á myndinni sem halaði inn 350 milljónir dollara. .. Julia Ormond hefði nýlega lýst þvi yfir að henni hefði aldrei dottið í hug að einhverjir aðrir en nágrannar hennar myndu þekkja hana í sjón. Julia vekur athygli mlklu fleiri þvi hún leikur í þremur stórum Hollywood- myndum þessa dagana, Leg- ends of Ihe Fall, First Knight og Sabrina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.