Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 43 Mér skildist að á þessu kaffihúsi fengist ekkert sem hugur girntist. Pöntunin yrði aldrei afgreidd. Draumur um merkilegt kaffihús „Hefur þú áhuga á draumum, Nökkvi læknir?“ sagöi maöurinn alvarlegum rómi. Hann haföi verið i viötölum hjá Nökkva um nokk- urra mánaöa skeiö og viðrað ára- löng og dapurleg viöskipti sín við veröldina. Honum fannst ekkert ganga sér í haginn. „Allt sem ég kem nálægt breytist í andhverfu sína,“ sagði hann. „Sjáðu bara kon- una mína, vinnuna, gæludýrin, kallaklúbbinn og peningamálin." Kaffi Tálsýn Hann hallaði sér aftur í stólnum og teygöi langa fætur fram á gólfið. Jakki var köflóttur, buxur brúnar, skyrta bláleit, shfsi rósótt. Það blik- aði á frímúrarahring á fmgri og gull í tönn. Sævar Karl og starfs- bræður gátu veriö stoltir af þessum manni. „Það var þetta með draum- inn,“ sagði hann. „Mig dreymdi að ég væri staddur á undarlegu kaffi- húsi í erlendri borg. Ég haföi pant- að og beið veitinga í mestu makind- um. Margt var um manninn og á næstu borðum sátu vinir mínir og frændur auk Bólu-Hjálmars og Jó- hannesar Birkilands. Uppi á litlum palli lék Jónas Hallgrímsson lög frá sjötta áratugnum af fingrum fram. Mér varð litið á gluggann og sá allt í einu nafn þessa kaffihúss: Disil- lusion-café. Ég þýddi þetta í hugan- um: Kaffi Tálsýn. Skyndilega var þjónninn kominn. Hann leit á mig hrokafullum augum og sagði: „Herra minn, pöntunin þín er alls ekki tilbúin og það sem meira er; hún verður aldrei til!“ Að svo mæltu snerist hann á hæli og gekk hrööum skrefum á brott. Vinir mínir á næstu borðum glottu kuldalega. Birkiland grét. Þeir höfðu heyrt þetta allt áður. Mér skildist að á þessu kaffihúsi fengist ekkert sem hugur girntist. Pöntun- in yrði aldrei afgreidd. Þetta var líf mitt í hnotskurn. Ég hafði um ára- tugaskeið setið inni á svona kaffi- húsum og heyrt þjónana segja að allt sem ég pantaði yrði aldrei til- búið. Ég brast í grát og vaknaði upp. Hvernig ræður þú þennan draum?“ „Sástu mig á þessu kaffihúsi?" Nökkva lækni fannst þetta merkilegur draumur. „Sástu mig á þessu kaffihúsi með hinum gestun- um?“ sagði hann hugsandi. „Já,“ sagði maðurinn. „Ekki bar á öðru. Þú sast þungur á brún við eitt borð- iö með hönd undir kinn ásamt Sig- urði Breiðfjörð. Þið veltuð fyrir Á laáknavaktmni ykkur öllum þeim pöntunum, draumum og vonum sem aldrei geta ræst. Þjónninn var nýbúinn að segja ykkur að ekkert sem þið óskuðuð effir yrði nokkru sinni til á Kaffi Tálsýn." Nökkva féll allur ketill í eld. Honum fannst þessi draumur einkennileg ábending úr dulheimum um þá stöðu sem líf hans var komið í. Hann skildi vel örvinglan mannsins og þetta kaffi- hús brostinna vona þekkti hann mætavel. „Þar á ég bæöi ætt mín óðul,“ hugsaði hann með sjálfum sér. „Hvað er til ráða?“ sagði mað- urinn. „Hvað get ég gert?“ Hann strauk sér um hárið, lagaði slifsið og sneri annars hugar upp á hring- inn. Lífsspeki Nökkva læknis Nökkvi hallaði sér aftur og sagði síðan. „Inni á þessu kaffihúsi er fátt hollra úrræða. Matseðillinn er að vísu girnilegur en innst inni vit- um við báðir aö ekkert verður nokkru sinni framreitt. Þú getur reynt að fara eitthvað annað og finna þér annað og skemmtilegra kaffihús en þó er líklegast að það takist ekki vegna þess að Kaffi Tál- sýn berðu með þér hvert sem þú ferð. Þess vegna eru orðaskipti þín við þjóninn líf þitt í hnotskurn. Þú berð þér f brjósti fjölda drauma sem aldrei rætast og kaldur verulefki mun alltaf valda þér vonbrigðum. Þetta er algengt ástand og fróðir menn segja að fyrstu landnáms- mennirnir hafi viljað kalla landið okkar Hótel Tálsýn. Margir gera miklar kröfur til forlaganna og fyll- ast beiskju þegar hrokafullur þjónninn kemur tómhentur úr eld- húsinu. En verst er þó að við vitum báðir að jafnvel þótt pöntunin yrði einhvern tíma afgreidd er fullvíst að báðir fyndum við henni allt til forráttu og krefðumst þess af þjón- inum að bæta um betur.“ Maður- inn kinkaði kolli. Þá sitjum við bara áfram á Kaffi Tálsýn og bíöum eftir þeirri lífshamingju sem aldrei kemur, þeim draumum sem aldrei munu rætast og því lífi sem viö eignumst ekki. Kannski maður fari og skeri sig á púls.“ Hann stóð á fætur og gekk í átt til dyranna. „Áttu hníf, Nökkvi?" sagði hann í dyrunum en læknirinn var of nið- ursokkinn í eigin vonbrigði til að heyra spurningu mannsins. Hann lokaði dyrunum hljóðlega á eftir sér og gekk út í veröldina án þess að líta um öxl. í fjarska blikkaði ljósaskilti á nálægu kaffihúsi, Kaffi Vonbrigði. Hann stefndi þangað. Stefánsstyrkur Auglýst er eftir umsóknum um Stefánsstyrk sem Menn- ingar- og fræðslusamband alþýðu og Félag bókagerðar- manna veita til minningar um Stefán Ögmundsson, prentara og fyrsta formann MFA. Tilgangur styrkveitingarinnar er að veita einstaklingi, einstaklingum, félagi eða samtökum stuðning vegna viðfangsefnis sem lýtur að fræðslustarfi launafólks, menntun og menningarstarfi verkalýðshreyfingarinnar. Heimilt er að skipta styrknum milli fleiri aðila. Styrkurinn er nú 230.000 krónur. Áformað er að veita hann 1. maí næstkomandi. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu MFA, Grensásvegi 16a, eða skrifstofu Félags bókagerðarmanna, Hverfis- götu 21, ekki síðar en kl. 17.00, föstudaginn 14. apríl. Umsókninni fylgi skrifleg greinargerð um viðfangsefnið, stöðu þess og áætlaðan framgang. Nánari upplýsingar veita Ásmundur Hilmarsson í síma 91-814233 og Svanur Jóhannesson í síma 91-28755. Félag bókagerðarmanna Menningar- og fræðslusamband alþýðu Auglýsing frá yfirkjörstjórn Reykjavík- urkjördæmis um framboðslista Framboðsfrestur til alþingiskosninga í Reykjavíkur- kjördæmi, sem fram eiga að fara þann 8. apríl 1 995, rennur út kl. 12 á hádegi föstudaginn 24. mars 1 995. Framboó skal tilkynna skriflega til yfirkjörstjórnar, sem veitir þeim viðtöku í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 23. mars kl. 17.00-18.00 og föstudag- inn 24. mars kl. 11.00-12.00. Á framboðslista skulu vera að lágmarki nöfn 19 fram- bjóðenda og eigi fleiri en 38. Framboðslistum fylgi yfirlýsing þeirra, sem á listunum eru, að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listana. Hverjum lista skal fylgja skrifleg yfirlýsing 380 meðmælenda hið fæsta og eigi fleiri en 570. Þá skal fylgja tilkynning um hverj- ir séu umboðsmenn lista. Fundur yfirkjörstjórnar með umboðsmönnum fram- boðslista verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur laug- ardaginn 25. mars kl. 11.00. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis Jón G. Tómasson Borghildur Maack Hermann Guðmundsson Hjörleifur B. Kvaran Skúli J. Pálmason EIMSKIP — HLUTHAFAFUNDUR HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn í Átthagasal Hótels Sögu mánudaginn 3. apríl 1995 og hefst kl. 14.00. -------- DAGSKRÁ ------- Breytingatillögur á samþykktum félagsins, sem afgreiddar voru á aðalfundi félagsins 9. mars 1995, lagðar fram til endanlegrar afgreiðslu, samkvæmt ákvæðum 20. gr. samþykkta félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 27. mars til hádegis 3. apríl. Reykjavík, 10. mars 1995. STJÓRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.