Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 13
V
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995
13
Hann er karaoke-meistari íslands:
Ætla að sleppa öryggisólinni
- segir Þór Breiðfjörð, söngvari hljómsveitarinnar Flugan
Þór Breiöfjörð er karaoke-meistari fjölmiðlanna.
DV-mynd Brynjar Gauti
„Eg hef litið á karaoke sem góða
þjálfun til að syngja í hljóðnema og
koma fram. Nú er kominn tími til
aö sleppa öryggisólinni og standa á
eigin fótum. Ég á þvi ekki von á að
ég syngi oftar í karaoke-keppni,“ seg-
ir Þór Breiðfjörð, söngvari hljóm-
sveitarinnar Flugunnar, en hann
sigraöi í karaoke-keppni íjölmiðl-
anna sem fram fór á Tveimur vinum
um síðustu helgi. Þór tróð þar upp
með lag Whitney Houston, Didn’t
We Almost Have It All. Þór söng fyr-
ir tímaritið Núllið en þar starfaði
hann um skeið og er góður vinur
starfsmanna. „Það var hringt í mig
klukkan fimm þennan sama dag og
ég beðinn að syngja því þeir á Núll-
inu höfðu engan en langaði að vera
með. Ég ákvað að slá til en fékk ekki
tækifæri til að æfa mig þar sem þetta
var ákveðið með svo skömmum fyr-
irvara. Það kom mér því á óvart
hversu frábærar viðtökur ég fékk,“
segir Þór ennfremur.
Fékk utanlandsferð
Glæsileg verölaun voru í boöi en
Þór fékk ferð til Newcastle. Þangað
hefur hann aldrei komið. Þegar hann
var spurður hvort hann hygðist
prófa karaoke-kerfm þar sagðist
hann ætla að bjóöa Bjarna Arasyni
í kaífi og spyrja hann um borgina.
Bjarni fékk einmitt sömu verðlaun
fyrir nokkrum árum.
Þór Breiöfjörð er starfandi hjá
Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi
við tölvugrafík og umbrot auk þess
að syngja í Flugunni. Þór hefur áður
unnið í karaoke-keppni því hann
sigraði landskeppni í þeirri grein fyr-
ir tveimur árum. Sú keppni fór fram
á Hótel íslandi.
Þór byrjaði að syngja opinberlega
þegar hann var 18 ára en þá söng
hann með rokksveit sem stofnuð var
í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. „Ég
hef alltaf haft gaman af að syngja og
karaoke er frábært æfingatæki. Það
jafnast þó ekkert á við að vera í lif-
andi hljómsveit. Ég var einnig starf-
andi í kvartett í skólanum og kom
meðal annars fram í spurningaþætti
framhaldsskólanna, Gettu betur.
Kvartettinn hét Strandamenn og við
sérhæfðum okkur upphaflega í lög-
um með Beach Boys en þróuðumst
síðan út í kvartetta-línu. Þegar við
útskrifuðumst úr skólanum hættum
við og höfum ekkert sungið saman
síðan,-“ segir Þór.
Lék í Hárinu
Á síðasta ári sótti hann um að taka
þátt í uppfærslunni á Hárinu og fékk
hlutverk. „Það var skemmtileg átta
mánaða törn, alveg frábær tími. Ég
hafði áður nefnt það við vini mína
að mig langaöi til að syngja í söng-
leik og þá sérstaklega Hárinu. Ég hef
alltaf haldið upp á lögin í Hárinu og
rauk því af stað þegar ég sá auglýst
eftir fólki og fór í prufu.“
Hljómsveitin Flugan var stofnuð
fyrir tveimur árum. „Hún kom fyrst
fram á fimmtudagstónleikum á
Tveimur vinum undir heitinu Annar
desember. Síðan höfum við verið í
mannabreytingum en erum núna
komin á fullt," segir hinn ungi söngv-
ari en með honum í hljómsveitinni
eru þau Sigvald Helgason trommu-
leikari, Arngrímur Sigmundsson gít-
arleikari, Jósep Gíslason hljóm-
borðsleikari, Pétur Jensen bassaleik-
ari og Erna Jónsdóttir söngkona.
„Þetta er allt ungt og efnilegt fólk
sem á eftir aö láta mikið að sér
kveða,“ segir Þór og hlær.
Hljómsveitin lék á Gauki á Stöng í
vikunni og hefur hugsað sér að vera
afkastamikil á næstunni. Hún gaf t.d.
út lagið Come Together sem vakið
hefur athygli en Þór segir að það sé
nokkurs konar endurútgáfa af gömlu
Bítlalagi. Lagið hefur þó aðeins verið
leikið á Aðalstöðinni þar sem það er
ekki komiö út á plötu. Einnig hefur
Flugan gefið út lagið Missir í sam-
vinnu viö átakið Samhugur í verki.
Þá er á döfinni að taka upp fleiri lög
á næstunni.
Að sögn Þórs semja hljómsveitar-
meðlimir flest sín lög á íslensku og
ætla að halda sig við það. „Við erum
á íslandi og leikum fyrir íslend-
inga,“ segir karaoke-meistarinn.
AISLÁNDI VATNAGARÐAR 24 S: 568-9900
HONDA CIVIC KR
A ISLANDI VATNAGARÐAR 24 S: 568-9900
j UF 0Í91