Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 13
V LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 13 Hann er karaoke-meistari íslands: Ætla að sleppa öryggisólinni - segir Þór Breiðfjörð, söngvari hljómsveitarinnar Flugan Þór Breiöfjörð er karaoke-meistari fjölmiðlanna. DV-mynd Brynjar Gauti „Eg hef litið á karaoke sem góða þjálfun til að syngja í hljóðnema og koma fram. Nú er kominn tími til aö sleppa öryggisólinni og standa á eigin fótum. Ég á þvi ekki von á að ég syngi oftar í karaoke-keppni,“ seg- ir Þór Breiðfjörð, söngvari hljóm- sveitarinnar Flugunnar, en hann sigraöi í karaoke-keppni íjölmiðl- anna sem fram fór á Tveimur vinum um síðustu helgi. Þór tróð þar upp með lag Whitney Houston, Didn’t We Almost Have It All. Þór söng fyr- ir tímaritið Núllið en þar starfaði hann um skeið og er góður vinur starfsmanna. „Það var hringt í mig klukkan fimm þennan sama dag og ég beðinn að syngja því þeir á Núll- inu höfðu engan en langaði að vera með. Ég ákvað að slá til en fékk ekki tækifæri til að æfa mig þar sem þetta var ákveðið með svo skömmum fyr- irvara. Það kom mér því á óvart hversu frábærar viðtökur ég fékk,“ segir Þór ennfremur. Fékk utanlandsferð Glæsileg verölaun voru í boöi en Þór fékk ferð til Newcastle. Þangað hefur hann aldrei komið. Þegar hann var spurður hvort hann hygðist prófa karaoke-kerfm þar sagðist hann ætla að bjóöa Bjarna Arasyni í kaífi og spyrja hann um borgina. Bjarni fékk einmitt sömu verðlaun fyrir nokkrum árum. Þór Breiöfjörð er starfandi hjá Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi við tölvugrafík og umbrot auk þess að syngja í Flugunni. Þór hefur áður unnið í karaoke-keppni því hann sigraði landskeppni í þeirri grein fyr- ir tveimur árum. Sú keppni fór fram á Hótel íslandi. Þór byrjaði að syngja opinberlega þegar hann var 18 ára en þá söng hann með rokksveit sem stofnuð var í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. „Ég hef alltaf haft gaman af að syngja og karaoke er frábært æfingatæki. Það jafnast þó ekkert á við að vera í lif- andi hljómsveit. Ég var einnig starf- andi í kvartett í skólanum og kom meðal annars fram í spurningaþætti framhaldsskólanna, Gettu betur. Kvartettinn hét Strandamenn og við sérhæfðum okkur upphaflega í lög- um með Beach Boys en þróuðumst síðan út í kvartetta-línu. Þegar við útskrifuðumst úr skólanum hættum við og höfum ekkert sungið saman síðan,-“ segir Þór. Lék í Hárinu Á síðasta ári sótti hann um að taka þátt í uppfærslunni á Hárinu og fékk hlutverk. „Það var skemmtileg átta mánaða törn, alveg frábær tími. Ég hafði áður nefnt það við vini mína að mig langaöi til að syngja í söng- leik og þá sérstaklega Hárinu. Ég hef alltaf haldið upp á lögin í Hárinu og rauk því af stað þegar ég sá auglýst eftir fólki og fór í prufu.“ Hljómsveitin Flugan var stofnuð fyrir tveimur árum. „Hún kom fyrst fram á fimmtudagstónleikum á Tveimur vinum undir heitinu Annar desember. Síðan höfum við verið í mannabreytingum en erum núna komin á fullt," segir hinn ungi söngv- ari en með honum í hljómsveitinni eru þau Sigvald Helgason trommu- leikari, Arngrímur Sigmundsson gít- arleikari, Jósep Gíslason hljóm- borðsleikari, Pétur Jensen bassaleik- ari og Erna Jónsdóttir söngkona. „Þetta er allt ungt og efnilegt fólk sem á eftir aö láta mikið að sér kveða,“ segir Þór og hlær. Hljómsveitin lék á Gauki á Stöng í vikunni og hefur hugsað sér að vera afkastamikil á næstunni. Hún gaf t.d. út lagið Come Together sem vakið hefur athygli en Þór segir að það sé nokkurs konar endurútgáfa af gömlu Bítlalagi. Lagið hefur þó aðeins verið leikið á Aðalstöðinni þar sem það er ekki komiö út á plötu. Einnig hefur Flugan gefið út lagið Missir í sam- vinnu viö átakið Samhugur í verki. Þá er á döfinni að taka upp fleiri lög á næstunni. Að sögn Þórs semja hljómsveitar- meðlimir flest sín lög á íslensku og ætla að halda sig við það. „Við erum á íslandi og leikum fyrir íslend- inga,“ segir karaoke-meistarinn. AISLÁNDI VATNAGARÐAR 24 S: 568-9900 HONDA CIVIC KR A ISLANDI VATNAGARÐAR 24 S: 568-9900 j UF 0Í91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.