Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. T. Clancy & S. Pieczeník: Tom Clancy's Op-Center. 2. Danielle Steel: Accident. 3. Allan Folsom: The Day after tomorrow. 4. Clive Cussler: Inca Gold. 5. LaVyrie Spencer: Family Blessings. 6. Dean Koontz: lcebound. 7. Jobn Sandford: IMight Prey. 8. Roger M. Allen; Ambush at Coretlia. 9. Phillip Margolín: Heartstone. 10. Ulian Jackson Braun: The Cat Who Came to Breakfast. 11. Robin Cook: Fatal Cure. 12. E. Annie Proulx: The Shipping News. 13. Margaret Atwood: Tha Robber Bride. 14. Sandra Brown: The Thrill of Victory. 15. Julie Garwood: Prince Charming. Rit almenns eölis: 1. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Thomas Moore: Care of the Soul. 3. Jerry Seinfeld: Seinlanguage. 4. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 5. Thomas Moore: Soul Mates. 6. Sherwin B. Nuland; How We Die. 7. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 8. Nathan McCalt: Makes Me Wanna Hotler. 9. Newt Gingrich. D. Armey o.fl.: Contract wiíh America. 10. M. Hammer og J. Champy: Reengineering the Corporation. 11. Karen Armstrong: A History of God. 12. Elizabeth M. Thomas: The Hidden Life of Dogs. 13. Maya Angelou: Wouldn’t Take Nothing for My Journey now. 14. Maya Angelou: I KnowWhythe Caged Bird Sings. 15. M. Scott Peck; Further along the Road Less Traveled. (Byggt á New York Times Book RevÍBw) Ábakvið víglínuna í Persaflóastríðinu svokallaða, þeg- ar Saddam Hussein einræðisherra íraks stóð einn gegn sameinuðum herjum umheimsins, vöktu tækni- lega fullkomin vopn mesta athygli almennings - enda mikil áhersla á þau lögð í sjónvarpsmiðlunum. En hemaðurinn gegn Saddam var líka háður með margvíslegum öðrum hætti. Þar á meðal voru svokallaðar víkingasveitir bandamanna sendar inn í írak til að valda usla að baki viglínunni. Foringi eins slíks leiðangurs bresks SAS-herflokks hefur ritað frásögn af ferð sinni um land óvinarins. Bók hans - „Bravo Two Zero“ - hefur verið afar vinsæl í Bretlandi að und- anfórnu; hefur reyndar átt fast sæti á metsölulistum þar í landi síðasta hálfa árið eða svo. Mistök og mannraunir Nafn bókarinnar vísar til kall- merkis þessa átta manna hóps sem sendur var langt inn í írak í janúar árið 1991, einkum til að finna og eyði- leggja skotpalla sem írakar notuðu til að senda stórhættulegar Scud- eldflaugar yflr til ísraels. Allir áttu þessir menn langa og ít- arlega þjálfun að baki í víkingasveit breska hersins, SAS. Foringinn, sem segir hér frá, átti skrautlegan feril að baki; hann játar að hermennskan Umsjón Elías Snæland Jónsson hafi líklega bjargað sér frá því að enda sem fangelsismatur. En þrátt fyrir miklar æfingar, og fullkomnasta tækjabúnað sem völ var á, misheppnaðist ferð áttmenn- inganna að baki víglínunni gjörsam- lega og þeir lentu í hinum mestu mannraunum. Markmiðið, að finna og eyða Scud-skotpöllum, fór fyrir lítið. írakar urðu fljótlega varir við herflokkinn. Tækjabúnaður virkaði ekki þegar mest á reyndi. Þegar her- mennirnir sáu að í óefni var komið reyndu þeir að komast til landamær- anna. Einum þeirra tókst það. Fjórir, þar á meðal foringinn, voru hand- teknir, en þrír létu lífið. Ömurleg fangavist Af þessum sökum lýsir verulegur hluti þessarar frásagnar reynslu sögumanns af fangavistinni hjá her- mönnum Saddams. Það kemur víst fáum á óvart sem fylgdust með fréttum af Persaflóa- stríöinu aö sú vist var enginn dans á rósum. Misþyrmingarnar og ruddaskapurinn var í algleymingi og bresku hermennimir í raun og veru heppnir að sleppa lifandi út úr því víti. Það er vafalaust ekki heiglum hent að gegna herþjónustu í bresku SAS- sveitunum. Frásögnin ber það líka með sér að þar eru engir englar á ferð. Sögumaðurinn er vafalítið ekki sá eini sem bjargaði sér af braut of- beldisglæpa með því að ganga í þess- ar sveitir. Ekki verður sagt að sú mynd sem hann gefur hér af sjálfum sér sé líkleg til að vekja áhuga venju- legra lesenda á frekari kynnum. Hinu er ekki að leyna að frásögnin er áhugaverð og lærdómsrík, eins og gjarnt er um lýsingar á misheppnuð- um hernaðaraðgerðum fyrr og síðar. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Frederick Forsyth: The Fist of God. 2. Etizabeth George: Playing for the Ashes. 3. Stephen Fry: The Hippopotamus. 4. Peter Hpeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 5. Catherine Cookson: Justice is a Woman. 6. Mary Wesley: An Imaginative Experience. 7. Edith Wharton: The Buccaneers. 8. Michael Crichton: Disclosure. 9. Anne Rice; Interview with the Vampire. 10. Katie Fforde: Living Dangerously. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Witd Swans. 2. R. Bauval & A. Gilbert: The Orion Mystery. 3. W.H. Auden: Tell MetheTruth about Love. 4. Andy McNab: Bravo Two Zero. 5. Quentín Tarantino: Pulp Fictíon. 6. R. Phillips 8i L. Land: The 3.000 Mile Garden. 7. N.E. Thing Enterprises: Magic Eye. 8. Jean P. Sasson: Daughters of Arabia. 9. Eric Cantona: Cantona: My Story. 10. Atan Ciark: Dtaries. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Michael Crichton: Afsloringen. 2. Jorn Riei: En arktísk safari og andre skroner. 3. Jostein Gaarder: Sofies verden. 4. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 5. Jette Kjærboe: Rejsen til kaariighedens o. 6. Jung Chang: Vilde svaner. 7. Anne Rice: En vampyrs bekendelser. (Byggt á Politiken Sondag) Vísindi Skrifar kínversku Litaheimur manna og Vísindamönnum á Taívan hef- ur tekist að búa til tölvu sem hef- ur þann hæfileika að geta hlustað á Mnversku og síðan skrifað það sem hún heyröl Tölvan er kölluð Gullni mand- aríninn númer þrjú. Hún getur skrifaö þrjú kínversk leturtákn á sekúndu um leiö og hún hlustar á fólk tala. Þegar um lengri orðræöur er aö ræöa, tekur tölvan þær upp i heild og byrjar svo aö skriia eftir 20 sekúndna bið, Ef sögð eru 30 tákn eða færri, er biöin ekki nema tæpar þrjár sekúndur. Auknar dánarlíkur Komabörn, sem eiga reykjandi mæður, eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegri en önnur böra til að deyja af völdum vöggudauða en tón sem eíga reyklausar mæð- ur. Þetta eru niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar. Kannað var í smáatriðum sam- band miili vöggudauöa og tóbaks- reyks sem var í umhverfi barn- anna eftir fæðingu þeirra en margar konur byxja aftur að reykja eflir meðgönguna. Raimsóknin náöi til 200 barna sem létust af völdum vöggudauða og 200 hraustra bama. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson dýra er ekki alveg eins Fyrirtæki eitt í Bandaríkjunum hefur sótt um einkaleyfi á veiði- mannabúningi sem dýrin skynja sem gráan og hlutlausan en í augum okk- ar mannanna er hann æpandi blá- grænn. Veiðimennirnir geta því laumast óséðir að dýrunum og skotið þau. Á sama tíma minnkar hættan á að veiðimennirnir skjóti hver á ann- an. Þetta eru heldur slæm tíðindi fyrir skepnur eins og hjartardýr og önnur dýr sem maðurinn sækist eftir að skjóta. Til þessa hafa veiöimenn klæðst brúnum og ólívugrænum felubúningum við veiðamar. Dýrin hafa átt erfitt með að sjá þá en tóð sama hefur gilt um aðra veiðimenn. Afleiðingamar hafa verið tilheyr- andi voðaskot og önnur óhöpp. Nýju veiöijakkarnir em afrakstur rannsókna vísindamanna á litaskyni dýra. Slíkar rannsóknir hafa veriö gerðar af mikilli alvöru á undanfóm- um tíu til fimmtán árum og á þeim tíma hafa menn orðið margs vísari. Áöur fyrr var almennt talið að dýr væru svo gott sem litblind. Nú er t.d. vitað að skordýr upplifa heiminn allt öðmvísi en við. Þau upplifa heim í útfjólubláa litrófinu sem er mönnun- um ósýnilegt. Jan Dyck, sem starfar við dýra- fræðisaöúö í Kaupmannahöfn, er sérfræðingur í litaskyiú fugla. „Á síðustu tíu til fimmtán ámm hefur fengist vissa fyrir því að fuglar skynja töluvert af útfjólubláa litróf- inu,“ segir Dyck. Hann telur t.d. einhveijar líkur á Olíklegt er talið að stokkandarsteggurinn sjái kolluna sína i allt öðrum litum en við gerum. því aö endur sjái felubúning veiði- mannsins á annan hátt en veiðimað- urinn sjálfur, þótt sennilega sé mun- urinn ekki mjög mikill. Aftur á móti segir Dyck að það sé í hæsta máta ólíklegt að stokkandarsteggurinn sjái kolluna sína sem afskaplega lit- skrúðuga en ekki bara brúna eins og við gerum. Þótt vitneskja vísindamanna um litaskyn fugla hafi breyst mikið und- anfariA fimmtán ár, er þó enn langt í land. Rannsóknir vantar á fjölmörg- um tegundum. Litaskynið er nefni- lega mjög frábmgðið frá einni tegund til annarrar. Lágþrýsting- urveldur síþreytu Læknar við Johns Hopkins há- skólann í Bandaríkjunum segja svokölluö siþreyta geti stafað af of lágum blóðþrýstingi hjá sumu fólki. Læknamir rannsökuöu sjö unglinga sem sýndu síþreytuein- kenni til að kanna hvernig þeir brygöust viö hefðbundnum próf- unum fyrir lágþrýsting af völdum galla í taugakerfinu. Allir fundu unglingarnir, sem voru á aldrinum tólf til sextán árá, fyrir svima og þreytu þegar þeim var hallaö, með höfuöið niö- ur, á þar til gerðu boröi. Unglingunum var þá sagt aö borða meira salt og þeim gefin lyf við lágþrýstingi. Þá hurfu sí- þreytueinkennin hjá fjórum. Síþreytan leggst stundum ó fólk eftir aö þaö hefur fengið veiru- sjúkdóma en einkenni hennar eru læknum ráðgáta. Sporðdreki tilbjargar Sporðdrekinn verður kannski næsti bandamaður mannsins í baráttu hans við sjúkdóma af ýmsu tagi, nú þegar bakteríur era í síauknum mæli farnar að mynda mótefni gegn fúkkalyfjun- um sem hafa dugað svo vel síö- ustu áratugina. Visindamenn beina sjónum sín- um að minnsta kosti æ meir aö þessu fomeskjulega dýri sem hef- ur veriö á jörðinni í 400 milljón ár og kann þvi sitthvaö i þeirri list aö lifa af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.