Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
400 milljörðum síðar
Rúmlega tveir áratugir eru síöan lagðar voru fram í
leiöurum þessa dagblaðs fastmótaöar tillögur um róttæka
lausn á dýrkeyptum vandræðum landbúnaðarins. Þessar
tillögur 1 leiðurum blaðsins eru enn í fullu gildi tveimur
áratugum og fíögur hundruð milljörðum króna síðar.
Af því að ekki var hlustað á þessar tillögur, hvorki
fyrr né síðar, hefur smám saman þrengt að bændum á
þessu tímabili. Sjálfvirka fyrirgreiðslukeríið hefur í senn
bundið bændur áttahagaijötrum og smám saman gert
þá fátækari en þeir voru við upphaf þessa tímabils.
Herkostnaðurinn af heymarleysi ráðamanna og meiri-
hluta þjóðarinnar hefur á þessu tímabili numið um tutt-
ugu milljörðum króna á ári á núverandi verðlagi. Það
jafngildir íjögur hundruð milljörðum króna á tímabilinu
í heild og eru þá ekki reiknaðir vextir af upphæðinni.
Þessi tala er í stórum dráttum að einum þriðja fengin
úr fiárlögum ríkisins. Það eru niðurgreiðslumar og hðir
úr landbúnaðarkafla fiárlaga. Að tveimur þriðju er hún
fengin með mati á verðmæti innflutningsbanns og ann-
arra takmarkana á viðskiptafrelsi landbúnaðarafurða.
Ýmsir hagfræðingar, einkum í Háskóla og Seðla-
banka, hafa komizt eftir ýmsum leiðum að svipaðri niður-
stöðu. Herkostnaðurinn hefur samanlagt numið nálægt
tuttugu milljörðum á ári, þar af um sjö milljarðar á herð-
um skattgreiðenda og þrettán á herðum neytenda.
Fjögur hundmð milljarðar em há tala. Hún er tvöfóld
á við heildarskuldir þjóðarinnar í útlöndum. Hún jafn-
gildir landsframleiðslu heils árs. Og hún samsvarar fiár-
lögum ríkisins í tvö ár. Hún er martröð, sem nægir ein
og sér til að útskýra láglaunaþjóðfélagiö á íslandi.
Fyrir rúmlega tveimur áratugum var hér í blaðinu
ítrekað lagt til, að ríkið legði niður allan beinan og óbein-
an stuðning við landbúnað umfram aðra atvinnuvegi og
notaði spamaðinn að hluta, til dæmis að hálfu, til að
kaupa upp jarðir og styðja bændur til að bregða búi.
Síðan hefur á hverju ári verið minnt á það oftar en
einu sinni hér í blaðinu, að afnema þurfi niðurgreiðslur,
..uppbætur, beina styrki og fyrirgreiðslur í offramleiðslu-
greinum sauðfiár- og nautgriparæktar, samhhða afnámi
innflutningsbanns og annarra verzlunarhafta.
Um leið hefur jafnan verið ítrekað, að ríkið þurfi að
kaupa upp jarðir til að taka þær úr ábúð, útvega sauð-
fiár- og nautgripabændum launaða endurmenntun á öðr-
um sviðum, svo og að hjálpa þeim við íbúðarkaup í þétt-
býh, ef þeir þyrftu að flyfia af atvinnuástæðum.
Ahar þessar tihögur vom fastmótaðar fyrir tveimur
áratugum. Þá var að ýmsu leyti betri aðstaða en núna
tíl að framkvæma þær. Ekki var þá búið að þrengja eins
að bændum og nú hefur verið gert og atvinnulífið skorti
sárlega starfskrafta á öðrum sviðum í þá daga.
Nokkur umræða var í fyrstu um þessar thlögur. Fljót-
lega sáu þó talsmenn hins hefðbundna landbúnaðar, að
betur hentaði þeim að loka hlustunum og hafa í staðinn
uppi léttgeggjað hjal um meinta óvini bændastéttarinn-
ar. Og krabbamein landbúnaðarins hefur fengið að vaxa.
Neikvæð viðbrögð landbúnaðarkerfisins, ríkisins og
meirihluta þjóðarinnar hafa kostað þjóðfélagið um fiögur
hundmð mhljarða króna á þessu tveggja áratuga tíma-
bih. Um leið hafa þær bundið bændur átthagafiötrum
og þrengt afkomu þeirra, einkum á síðari árum.
Leiðaramir hafa hins vegar fiallað um, að bændur
yrðu mun færri og mun ríkari en þeir vora þá og em
nú, og þyrftu ekki að blygðast sín fyrir ástandið.
Jónas Krisfiánsson
Nýjar víg-
stoðvar í ofnði
í Tyrklandi
Alla vikuna hafa verkamanna-
hverfi Istanbul, Ankara og fleiri
tyrkneskra borga logað í óeiröum.
Fyrst drápu byssumenn fólk með
skotárásum á kaífihús sem trú-
flokkur alavíta sækir, en áhang-
endur þeirrar greinar shíta-
múslíma byggja einkum þessi
hverfi í Istanbul. Síðan skaut
óeirðalögregla á óvopnað fólk sem
safnaðist saman til að mótmæla
morðunum og drap með því tugi í
viöbót.
í þessum mánuði er ár höið frá
því Refah, flokkur heittrúaðra
súnní-múslíma, komst í borgar-
stjómarkosningum til valda í Ist-
anbul, Ankara og tveim tugum
annarra borga í Tyrklandi.
Markmið Refah er að afnema ver-
aldlega stjómskipun að vestrænni
fyrirmynd sem Kemal Atatúrk tók
upp á þriðja og íjórða tug aldarinn-
ar og breyta Tyrklandi í íslamskt
ríki undir sharia-lögum klerkanna.
Borgarstjóri Refah í Istanbul hef-
ur eftir mætti reynt að sveigja
borgarlífið að reglum heittrúar-
manna. Nú fyrir skemmstu geröi
hann sig líklegan til að taka bæna-
hús alavíta af þeim og aihenda þau
klerkdómi súnnía. Alavítar tóku
þá að víggirða helgistaði sína, en
þá kom skotárásin á veraldiega
samkomustaði þeirra.
Tahð er að alavítar séu um þriðj-
ungur af 60 milljónum íbúa Tyrk-
lands. Yfirleitt eru þeir lágstéttar-
fólk, em frábitnir bókstafstrú og
súnníar af því sauðahúsi hta á þá
sem hálfgildings trúvihinga. Þar á
ofan eru þeir margir hverjir Kúrd-
ar.
Áratugar hernaður Tyrklands-
hers á hendur Kúrdum í austur-
héruðum landsins hefur valdið
miklum fólksílutningum. Herinn
hefur frá því herlög voru sett í tíu
austurhéruðum 1987 farið þar með
báli og brandi. Tyrkneskt blað birti
fyrir ári skrá um 874 þorp Kúrda
sem herinn hefur brennt til kaldra
kola. Tala falhnna, sem flestir em
óbreyttir borgarar, er talin komin
hátt á annan tug þúsunda.
Fólk flýr fjallabyggðirnar unn-
vörpum undan þessari ógnaröld og
margir lenda í fátækrahverfum
borganna vestar í landinu. Við það
íjölgar þar bæði alavítum og Kúrd-
um, sem eru iha séðir fyrir af yfir-
völdum og súnníum.
Þegar við bætist fjöldaatvinnu-
leysi í ört vaxandi borgum og gífur-
leg verðbólga, blasir viö að htið
þarf út af að bera til að upp úr
sjóði. Úrræði Tyrklandsstjórnar til
að ráðafram úr brýnasta efnahags-
vandanum hefur um langt skeið
verið að efla viðskiptatengsl við
Evrópusambandið. Umsókn um
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
inngöngu frá Tyrkjum hefur lengi
legið fyrir og fyrir viku létu Grikk-
ir loks af andstöðu við undirritun
samnings um tollabandalag milh
Tyrklands og ESB.
En sá samningur á eftir að fara
fyrir Evrópuþingið, og þar er hörð
andstaöa við að veita Tyrklandi
hlunnindi meðan stjórn landsins
treður mannréttindi undir fótum
eins og raun ber vitni. Þar ber
hæst herferð allt að 400.000 manna
herliös á hendur Kúrdum í austur-
héruðunum. Þessi herskari á að
vinna á nokkur þúsund manna
skæruher Verkamannaflokks
Kúrdistans (PKK).
Árásir og hermdarverk PKK
nutu í fyrstu hverfandi stuðnings
meðal Kúrda, en eftir að Tyrk-
landsher svaraði með árás á þjóð-
ina alla hefur það tekið að breyt-
ast. Kúrdar í Tyrklandi eru taldir
um tólf mihjónir, og lengi hefur
verið reynt að þurrka þjóðerni
þeirra út. Th skamms tíma var
refsivert að mæla á kúrdnesku á
almannafæri.
Enn er við lýði í Tyrklandi lög-
regluríki svipað því sem ríkti á
dögum herforingjastjórnanna, þó
svo sé látið heita að lýðræðislegum
stjórnarháttum hafi veriö komið
á, og það er afsakað með herferð-
inni gegn Kúrdum. Fangar eru
pyndaðir og látast tugum saman á
ári hverju í vörslu yfirvalda.
Dauðasveitir myrða fréttamenn,
menntamenn og verkalýðsforingja.
Sprengjur eru sprengdar í húsa-
kynnum útgáfufyrirtækja og fé-
lagasamtaka.
Það mál sem mesta athygli hefur
vakið er að sex þingmenn Kúrda
voru sviptir þinghelgi og dæmdir í
fangelsi svo árum skiptir fyrir það
eitt að tala máli þjóðar sinnar. Lát-
ið var heita að þeir hefðu verið í
vitorði með PKK, en dómari úr-
skurðaði að vitnisburðum skyldi
haldið leyndum fyrir sakborning-
um og verjendum þeirra, hvað þá
öðrum.
Á sömu forsendum hafa hundruð
fréttamanna og menntamanna lent
í fangelsi fyrir að tala máli Kúrda.
Slíkt réttarfar ásamt sífelldum
mannshvörfum og moröum sem
leynisveitir eru bersýnilega valdar
aö kemur væntanlega tíl umræðu
á Evrópuþingi á næstunni.
Mannfjöldi í Ghazi-hverfi í Istanbul fylgir til grafar þeim fimm siðustu
af hópnum sem féll fyrir skothríð óeirðalögreglu. Símamynd Reuter
Skoðanir annarra
Kafbátar geta beðið
„Á sama tíma og repúblikanar í fulltrúadehdinni
skera niður framlög til starfsþjálfunar, menntunar,
heimilislausra ungmenna og tuga annarra innan-
landsmála th aö spara 15 milljarða dohara á þessu
ári, væri hollt ef einhver hefði skynsemi th að nefna
Seawolf kafbátinn. John McCain, öldungadehdar-
þingmaður repúblikana og varla nein dúfa, mundi
spara 2,3 mhljarða dollara bara á þessu ári með því
að stöðva smíöi þessara nýju, ónauðsynlegu árásar-
kafbáta."
Úr forustugrein New York Times 14. mars.
Hommar enn hundeltir
„Ári eftir að þær reglur Clintons forseta varðandi
samkynhneigða í hernum að ekki skyldi spyrja um
slíkt, ekki segja frá og ekki ofsækja homma, er álykt-
unin sem hægt er að draga af þeim augljós: Reglum-
ar virka ekki. Sumir yfirmenn í hemum spyija enn,
samkynhneigðir eru enn hundeltir og hvorugur aðh-
inn hefur sætt sig við hræsnina. Það er því ekki
undarlegt þótt verið sé að láta á þaö reyna hvort
lögin standast stjórnarskrána.“
Úr forustugrein USA Today 15. mars.
Ótti innan CIA
„Það er blóð á ahra höndum á Balkanskaga. En,
svo vitnað sé 1 leyniskýrslu CIA sem lekiö var th
fjölmiðla: „Serbar stóðu fyrir að minnsta kosti 90
prósentum þjóöemishreinsananna í Bosníu.“ Það er
engin thvhjun að CIA skyldi leka þessu nú. Sumir
þar á bæ óttast greinilega að Frakkar og Bretar reyni
að fá efnahagsþvingunum á Serbíu og Svartfjallaland
aflétt til að fá Mhosevic Serbíuforseta th að vinna
að friði.“
Úr forustugrein Los Angeles Times 14. mars.