Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995
Björg Kristín konditor ólst upp í bakaríi:
Kökuskreytingar
eru listgrein
„Ég ólst upp í bakaríi. Þegar ég var
lítil var bakaríið hans pabba leik-
skólinn minn. Það má segja að ég
hafi hreinlega fæðst inn í þetta starf,“
segir Björg Kristín Sigþórsdóttir,
konditor í Bakarameistaranum Suð-
urveri. Aðeins tvær konur á íslandi
eru læröir konditorar eða það sem á
íslensku kallast kökuskreytingar-
fólk.
Björg Kristín lærði kökugerðarlist
í Kransekagehuset í Kaupmanna-
höfn og bóklega námið tók hún í
Tækniskólanum í Ringsted. Hún
dvaldi við nám í Danmörku í tvö og
hálft ár en sneri heim á síðasta ári.
Kökur hennar og tertur hafa vakið
mikla athygli, þær þykja listilega
skreyttar og hún er líka óhrædd við
að taka upp nýjungar.
Björg byijaði að vinna í bakaríi
föður síns aðeins 12 ára gömul um
helgar og með skólanum. Eftir að
hafa verið eitt ár í menntaskóla fór
hún að vinna fullan vinnudag í bak-
aríinu. 22 ára gömul ákvað hún hins
vegar að fara til Danmerkur að læra
kökuskreytingar. Það segir hún hafa
verið mjög skemmtilega reynslu.
Setti íslandsmet í
brúðartertubakstri
Þegar Björg kom heim úr námi í
fyrra byijaði hún á að setja íslands-
met í brúöartertubakstri. Systir
hennar var að gifta sig og Björg
ákvað að baka veglega brúðartertu
handa henni. Það tók um tvo mánuði
að gera tertuna sem var um tveir og
hálfur metri á hæð og vó um 200 kíló.
Skreytingamar voru allar handunn-
ar og tók langan tíma að gera þær.
„Þetta var gífurleg vinna og það
verður langt þangað til ég geri svona
lagað aftur. Undirbúningurinn tók
heila tvo mánuði. Þegar verið var að
setja kökuna saman vakti ég í eina
Það fyrsta sem Björg geröi eftir að
hún kom heim úr námi frá Dan-
mörku var að baka risastóra brúð-
artertu handa systur sinni. Tertan
var tveir og hálfur metri á hæð.
DV-mynd GVA
þrjá sólarhringa," segir Björg Krist-
ín.
Björg segir að nóg hafi verið að
gera síðan hún kom heim úr námi.
Tertupantanirnar streymi inn.
Björg lærði í Kransekagehuset eins
og áður sagði. Staðurinn er við hiið-
argötu við Strikið í elstu hverfunum
í Kaupmannahöfn. Yfirmaður henn-
ar þar hefur starfað við kökugerðar-
Ust í um 35 ár og hefur gífurlega
reynslu. Hún hafi því verið mjög
heppin að komast þar að.
s
kmmmm
Frðbœr fax/módem fyrir
PC- og Macintoshtölvur
Bullet ÍOOE fd /módem
Alvöru 28.800 bps mótald með: nýja
samrœmda CCITT V.34 staðlinum,
skjó, möguleika ó uppfœrslu ef
staðlar breytast.O.fl. 100%
villuleiðrétting: Gagnaþjöppun
Fyrir þð sem vilja það besta!
UfoMate P1414 MX fox/módem
Lítið nett módem með stóra
eiginleíka.
14.400 bps mótald með CCITT
MODEM
DULLET
UFiÍMÖTE
V.32bis staðlinum, O.fl.
Tengipakkar fyrir INTERNETIÐ fra Miðheimum
ístel h.f. - Sfðumúla 37
S. 687570 - Fax. 687447
Björg Kristín með nókkrar glæsilegar smátertur. Sú sem hún heldur á er orðin sérstaklega vinsæl.
Kökugerðarlistin
á hærra stigi
í Danmörku
Björg segir nokkurn mun vera á
kökugerðarlist í Danmörku og á ís-
landi. Danir séu auðvitað komnir
miklu lengra og menningin sé öðru-
vísi. í náminu var lögð áhersla á að
allt þaö sem færi í skreytingu kök-
unnar yrði að vera hægt að borða.
Allt veröi að verða gott á kökunni.
Björg segir aö bestu fagmennirnir
í Danmörku séu komnir miklu dýpra
í fagið en gengur og gerist hér heima.
Þar sé meiri stemning fyrir konditor-
um og meiri skilningur á faginu.
Fólk sæki í að fá að læra það.
„Við erum að reyna að fara inn á
nýjar brautir í fyrirtækinu okkar.
Við ætlum aö taka upp nýjung um
páskana, eitthvað sem hefur ekki
verið hér á íslandi áður. Það kemur
allt saman í ljós rétt fyrir páska og
svo eru fleiri nýjungar á leiðinni."
Hún segir störfin í bakaríinu vera
mjög árstíöabundin. Mest sé að gera
um jólin og páskana og sumarið sé
betra en veturinn.
„Ég mæti alltaf klukkan sjö á
morgnana og baka til kl. 11. Eftir
hádegi er ég aö undirbúa tertubakst-
ur morgundagsins, taka á móti pönt-
unum og sjá um að allt sé í lagi.“
Hún segir að hstin viö að skreyta
kökur komi meö æfmgunni og engu
öðru. Menn þurfi líka að hafa mikinn
metnað. Kökuskreytingar séu list-
grein og framfarir séu miklar.
Björg segist hafa heyrt í mörgum
að undanförnu sem hafi veriö að
spyija um ráð varðandi bakstur fyrir
fermingarveislur. Hún segir erfitt aö
gefa fólki bein ráð en gæði hráefnis-
ins séu aöalmálið. Það borgi sig ekki
að spara á þvi sviði.