Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995
Sérstæð sakamál
Köflótti j akkinn
Lengi vel var hegning fyrir alvar-
lega glæpi í Bandaríkjunum hörð
og þegar um morð var að ræða var
oft beitt dauðarefsingu. Síðar tók
við tímabil meiri mildi og var dauð-
arefsingin þá afnumin í ýmsum
ríkjum. Nú heyrast aftur raddir um
að taka beri dauðarefsinguna upp
á ný í sumum þeirra ríkja þar sem
hún var afnumin. Rök fylgismanna
hennar eru meðal annars aukin
tíðni alvarlegra glæpa en gagnrök-
in að hluta þau að stundum séu
saklausir sakfelldir og hafi þeir
verið teknir af lífi veröi það ekki
aftur tekið komi sakleysi þeirra
síðar í ljós.
Yfirleitt var rafmagnsstólnum
beitt við dauðarefsingu vestra fyrr
á öldinni en síðan var tekið að
sprauta banvænu efni í þá dauða-
dæmdu. Má beita þeirri aöferð í
nokkrum ríkjum. En sagan sem fer
hér á eftir er frá þeim tíma þegar
rafmagnsstólnum var enn beitt.
Leitaöi
huggunar í trú
Beatrice Sample var þrjátíu og
tveggja ára. Hún var nýorðin ekkja
og bjó í Atlanta í Georgíuríki, borg-
inni sem er meðal annars þekkt
fyrir spilavítin sem þar eru en þau
draga að sér mikinn fjölda ferða-
manna á hverju ári. En ferðamenn
með áhuga á fjárhættuspili eru
ekki einu gestirnir þar þvi þangað
koma gjarnan trúðboðar á vegum
ýmissa samtaka sem vilja snúa
fjárhættuspilurum og öðrum til
betra lífs.
Dag einn sá Beatrice að trúboðar
höfðu slegið upp stóru tjaldi í miðri
borginni. Hún var einmana, þarfn-
aðist styrks og huggunar og vildi
leita fyrir sér um það hvort guðs-
orðið gæti gert líf hennar bæri-
legra. Hún fór því á vakningasam-
komu í tjaldinu og þar fann hún
andrúmsloft sem var henni meira
að skapi en það sem hún lifði í dag-
lega.
Hvað eftir annað
Beatrice fór brátt að sækja báðar
samkomurnar sem trúboðarnir
efndu til á hverjum degi, síðdegis
og svo aftur á kvöldin. Koma henn-
ar í tjaldið fór ekki fram hjá nein-
um af þeim sem fyrir samkomun-
um stóðu og var haft á oröi að þar
færi kona sem vildi leita nærveru
Guðs og tryggja sér aðgang að para-
dís.
Dag einn sá Beatrice ungan mann
í tjaldinu. Henni leist vel á hann
og ákvað að bjóða honum heim til
hádegisverðar. Hún hafði gefiö
honum auga og fundist aö hann
væri eins einmana og hún. Ungi
maðurinn þáði boðið og hélt heim
með henni.
Klukkan sjö um kvöldið heyrðu
nágrannar Beatrice hvell eða
smell. Nokkrum augnablikum síð-
ar sást ungur maður, klæddur köfl-
óttum jakka, koma út úr húsinu.
Hann lokaði dyrunum á eftir sér
en hijóp síðan burt.
Næsta morgun hringdu nágrann-
amir í lögregluna. Einn þeirra
hafði ætlað að ræða við Beatrice.
Hún svaraði ekki dyrabjöllunni.
Hann tók þá í húninn á útidyra-
hurðinni. Hún reyndist ólæst en
þegar hann kom inn fyrir kom
hann að Beatrice látinni. Hún lá
rétt fyrir innan dyrnar og hafði
verið skotin í höfuðið.
Vísbendingin
Lögreglan kom brátt á vettvang.
Hún leitaði vísbendinga í húsinu
Pat Garrigan og rannsóknarlögreglumaður I Atlanta.
Beatrice Sample.
en fann engar, hvorki morðvopniö,
byssuna, né annað. Tæknideildar-
menn leituðu fmgrafara en fundu
engin. Það vakti aftur athygli að
Biblían, sem nágrannarnir sögðu
Beatrice svo oft hafa lesið í, var
horfin.
Þúsundir manna höföu komiö á
vakningasamkomu trúboðanna í
Atlanta og var nú tekið að yfir-
heyra fjölda manns. Var fólkið
spurt að því hvort það myndi eftir
ungum manni í köflóttum jakka.
En enginn þeirra aðspurðu mundi
eftir honum.
Nú barst aðstoð úr annarri átt.
Lögregluþjónn í nærliggjandi bæ
skýrði frá því að bankaræningi
einn, Pat Garrigan, gengi venjulega
í köflóttum jakka. Varpaði lög-
regluþjónninn fram þeirri spurn-
ingu hvort verið gæti aö Garrigan
hefði sótt vakningasamkomur í
Atlanta. Var nú farið aö spyrja fólk
í fleiri söfnuðum en allt kom fyrir
ekki. Enginn minntist þess að hafa
séð ungan mann í köflóttum jakka.
Viö hús Beatrice.
Leitað til
almennings
Þar eð köflótti jakkinn var í raun
eina vísbendingin sem lögreglan
hafði var ákveðið aö leita til al-
mennings. Var gefin út lýsing á
manninum sem leitað var vegna
morðsins á Beatrice Sample. Þegar
hún hafði verið lesin nokkrum
sinnum í útvarpi og birst í blöðum
gaf sig fram vörubílstjóri einn.
Hann hafði heyrt lýsinguna í út-
varpi og sagði að hann hefði tekið
upp í bílinn hjá sér ungan mann
við mörk Alabama-rikis. Hefði
hann einmitt verið í köflóttum
jakka.
Maðurinn hafði spurt að því
hvort hann mætti fá far nokkra
leiö. Vörubílstjórinn hafði sagt þaö
sjálfsagt og þegar þeir voru búnir
að ræða saman um hríð spurði
ungi maðurinn hvort bílstjórinn
hefði áhuga á að kaupa köflótta
jakkann á gjafverði. Skipti jakkinn
nú um hendur en þá spurði ungi
maðurinn hvort bílstjórinn vildi
ekki kaupa af sér skammbyssu,
sömuleiðis á gjafverði. Skipti hún
einnig um eiganda.
Tæknirannsókn
Bílstjórinn afhenti nú rannsókn-
arlögreglumönnunum bæði jakk-
ann og skammbyssuna. Kom þá í
ljós blóðblettur á annarri erminni
og þegar blóðið hafði verið tekið tii
flokkunar í rannsóknarstofu varð
ljóst að það var í sama blóðflokki
og Beatrice hafði verið.
Var nú beðið niðurstöðu tækni-
deildar á samanburði byssukúl-
unnar, sem orðið hafði Beatrice að
bana, og kúlu sem skotið hafði ver-
ið úr byssunni sem bílstjórinn af-
henti. Reyndist hún vera morð-
vopnið.
En það var eitt enn sem sýndi að
ungi maðurinn, sem seldi jakkann,
væri að öllum líkindum morðing-
inn og það var Biblían sem Beatrice
hafði átt en hafði ekki fundist
heima hjá henni. Á henni reyndust
vera fingrafór og leiddi saman-
burður í ljós að þau komu heim og
saman við fingrafór Pats Garrig-
ans. Var þá enginn vafi á því lengur
hver hafði myrt Beatrice.
Garrigan fannst skömmu síðar á
vakningasamkomu. Honum var
gerð grein fyrir þeim sönnunar-
gögnum sem rannsóknarlögreglan
haföi með höndum ogjátaði hann.
Aðdragandinn
Garrigan sagðist hafa hitt Be-
atrice á samkomu í trúboðstjaldinu
í miðborg Atlanta. Hann sagði að
sér hefði litist vel á hana og talið
að hún þyrfti á félaga að halda.
Ekki hafði Garrigan þó í huga að
gerast sá sálufélagi sem ætla mætti
að kona á vakningasamkomu væri
að leita. Hann hafði annað og ver-
aldlegra í huga.
„Ég hélt að hún vildi sofa hjá
mér,“ sagði Garrigan. „Ég taldi víst
aö það væri ástæðan til þess að hún
bauð mér heim. En þegar þangað
var komið vildi hún bara tala við
mig. Hún fór svo að lesa úr Bibl-
íunni og sagði við mig að það ætti
ég að gera á hverjum degi.“
Um hríð sagðist Garrigan hafa
hlustað á lestur hennar en svo
heföi hann fengið nóg, tekið af
henni Biblíuna og stungið henni í
vasa sinn.
„Ég sagði henni svo að ég hefði
ekki komið heim til hennar vegna
áhuga á Jesú heldur vegna áhuga
á henni. En hún lét þau orð sem
vind um eyrun þjóta, kraup á kné
fyrir framan mig og fór að biðja
bæn.“
Morðið
Garrigan lét í ljós andúð sína á
þessu bænahaldi og sagði að hún
ætti að standa upp. „Það vildi hún
þó ekki gera,“ sagði hann. „Þá þreif
ég í hana og ætlaði að kippa henni
á fætur en hún hélt fast í buxna-
skálmarnar mínar og hélt áfram
að biðja. Þá tók ég upp skammbyss-
una, lagði hlaupið að enni hennar
og skipaði henni að hætta.“
En Beatrice hætti ekki að biðja.
„Ég ætlaði bara að hræða hana,“
sagði Garrigan, „en skyndilega
hljóp skotið úr byssunni og Be-
atrice dó samstundis."
Þessi lýsing þótti ýmsum kvið-
dómendum vel geta staðist. En sak-
sóknarinn taldi sig vita betur.
Hann lét því sýna skammbyssuna
í réttinum og gerði kviðdómendum
ljóst aö skot hlypi ekki auðveldlega
úr henni. Gikkurinn væri mjög stíf-
ur og þyrfti að taka fast í hann.
Um slysaskot af því tagi sem Garr-
igan hefði lýst gæti því ekki verið
að ræða.
Dómurinn
Eftir að skammbyssan hafði verið
sýnd þótti ljóst að skýring Garrig-
ans gæti ekki staðist. Hann hefði
gerst sekur um afbrot sem kallaði
á dauðarefsingu. Lauk réttarhöld-
unum því með líflátsdómi.
Garrigan var færður á dauða-
deild og var þá ljóst að hann myndi
enda daga sína í rafmagnsstólnum.
Hann var greinilega hræddur
þegar hann var leiddur til aftök-
unnar. Og þegar hann hafði veriö
ólaður niður í stólinn var hann föl-
ur og skalf. En skyndilega leit hann
á vörðinn sem stóð við hlið hans
og sagði:
„Hún sagði satt. Nú sé ég ljósið.
Vonandi fyrirgefur Guö mér.“
Pat Garrigan sá villu síns vegar
of seint. Beatrice var dáin og hann
átti aðeins nokkrar mínútur ólifað-
ar.