Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995
Vísnaþáttur________
Út og suður
Matgæðingur vikuimar
lifrarbuff og
fjallagrasasúpa
Oddný Bergsdóttir, húsmóðir í Súöavík, er matgæð-
ingur DV að þessu sinni. Hún býður upp á lifrarbuff
og íjallagrasasúpu þar sem fer saman hollusta og gott
bragð. „Við erum talsvert fyrir þaö að lifa af landsins
gæðum," segir hún og tekur fram að vel megi nota
selkópalifur í lifrarbuffið. Hún sé ekki síðri en lamba-
lifur.
„Við notum íjallagrösin þó nokkuð. Maöurinn minn
býr til dæmis til fjallagrasate og notar grösin við
kvefi. Þaö er mikið af bætiefnum í fjallagrösuni en ég
held að það sé reyndar ekki alveg fullrannsakað
hversu mikið. Við notum það sem hægt er af landsins
gæðum en við erum ekkert á kafi í þessu. Þetta er
bara ósköp venjuleg matreiðsla."
Lifrarbuff
500 g lifur (lamba-, kálfa-
eða selkópalifur)
500 g hráar afhýddar kartöflur
50 g hveiti
1 laukur
salt og pipar
1 egg (má sleppa)
smjörlíki eða
olía til steikingar
Eftir að lifrin hefur verið vel hreinsuð er hún hökk-
uð ásamt kartöflum og lauk. Öllu blandað vel saman
með sleif og hveiti og kryddi bætt út í. Lifrarblandan
er síðan sett á pönnu með stórri skeið eða ausu og
búin til buff eða flatar kökur og brúnað vel á báðum
hliðum.
Borið fram með soðnum kartöflum, salati eða öðru
meðlæti ef vill. Á heimili Oddnýjar þykir rabarbara-
sulta ómissandi með lifrarbuffinu.
Fjallagrasasúpa
1 til 2 lúkur af flallagrösum
1/2 til 1 lítri af mjólk
30 til 50 g sykur
salt
Oddný Bergsdóttir.
DV-mynd Gísli Hjartarson.
Fjallagrösin eru þvegin og sett í pott ásamt mjólk
og sykri. Soðið saman í um það bil tuttugu mínútur
eða þar til kominn er svobtið grænleitur litur á súp-
una. Saltað.
Oddný segir mikilvægt að setja sykurinn strax meö
grösunum í súpuna til að hún verði ekki römm á bragð-
ið. „Ef fólki þykir ekki gott að borða grösin í súpunni
má saxa þau sundur í pottinum með töfrasprota eða
einhverju álíka. Þá finnst mjög lítið fyrir þeim. Oft
vilja börn bara mjólkina.“
Oddný skorar á Halldór Jónsson, útgeröarstjóra á
ísafirði, aö vera næsti matgæðingur.
Eftir helgina má fá uppskriftina í Símatorgi DV. Sím-
inn er 99 17 00.
Hinhliðin
Bjartsýnn á sigur
- segir Guðmundur Hrafnkelsson, markmaður í Val
Að þessu sinni veröur farið vítt
og breitt um vísnalendur og tilvilj-
un látin ráða hvar borið verður
niður.
Við heflum gönguna með vini
vorum Jóni S. Bergmann. Vísa
hans er sveitarlýsing en ósagt skal
látið hvort hún á við nú sem þá.
Svo kvað Jón S. Bergmann:
Garðurinn með nagg og níð
nær þeim hæstu tónum,
setinn er af sultarlýð
og sálarlausum dónum.
Nú predikar margur sauðahirðir-
inn yfir landslýð þar til kjördagur
nálgast. Árið 1916 héldu „óháðir
bændur“ stjórnmálafund að Þjórs-
ártúni. Fundurinn var fiölmennur
og skemmtum að honum loknum.
Jón H. Þorbergsson sauðfiár-
ræktarráðunautur hafði framsögu
á fundi þessum í þegnskylduvinnu-
málinu og stjórnaði síðan dansi á
eftir.
Undir morgun var af honum
dregið og sótti á hann svefn. Gekk
hann því til herbergis þess er
Björgvin sýslumaður Vigfússon
hvíldist í og sofnaði þar til fóta hjá
sýslumanni.
Þá kvað Einar E. Sæmundsen:
Þreyttur eftir þjark og dans,
þarfur mörgu fljóði,
sofnaði að fótum sýslumanns
sauöahirðirinn góði.
Þessa næstu vísu kvað Karl H.
Bjarnason um Einar fyrrnefndan
er þeir voru saman á Eyrarbakka
1911. í þann tíð var Einar oft feng-
inn til aö halda erindi og skemmta
á samkomum: Svo kvað Karl:
Vífin eiga vin í þraut,
vörðinn grænna skóga.
Þær sækja hann eins og sveitanaut
suður og upp um Flóa.
Einar kom eitthvert sinn til Þor-
steins skálds Erlingssonar. Þor-
steinn bauð honum bjór en Einar
þáði ekki og bar því fyrir sig að
hann væri í bindindi. Þáði hann
þess í stað vindil. Kvað þá Þor-
steinn:
Einar minn er alltaf stór
í öllum háttum sínum.
Þykir honum betra en bjór
að brenna upp eigum mínum.
Einar E. Sæmundsen fékk að því
að sagt er fyrst viðurnefnið skógar-
maður í vísu er Þorsteinn Erlings-
son orti um hann.
Tildrög voru þau að Einar hafði
lofað að ríða með Þorsteini úr
Reykjavík til Vífilsstaöa en kvöldið
áður lenti hann í gleðskap og vakti
alla nóttina. Á ferð sinni komu þeir
að Hofsstöðum og þar kvað Þor-
steinn þessa vísu:
Eftir vökur eftir þjór
yrkir hann hress og glaður.
Svona er hann eins í öllu stór
hann Einar skógarmaöur.
Eitthvert sinn heyrði ísleifur Gísla-
son tvo kappa vera að þræta. Eftir
lýsingu ísleifs hafa þeir líkast til
verið þunnir á hár. Svo kvað ísleif-
ur:
Ekki skil ég atburð þann,
undur má þaö kalla:
Höldar lentu í hár saman,
en höfðu báðir skalla.
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
Eitt sinn voru þeir saman í vega-
vinnu Símon Dalaskáld og Torfu-
mýrar-Jónas. Gisti Jónas í Miðhús-
um en Símon að Miðsitju. í Miðhús-
um var álitleg heimasæta er Þrúð-
ur hét, móðir Stefáns Vagnssonar,
en á Miðsitju bjó prestsekkja, Þóra
Sigurðardóttir frá Þverbrekku í
Öxnadal. Einn morgun kvað Sím-
on:
Jónas glingrið girndar skjótt
gjörir stöðugt drýgja,
Þrúður yngri í alla nótt
um hann fingrum vafði hljótt.
Jónas svaraði:
Ótilkvaddur oft til býr
óð af raddar brunni.
Sinnis gladdur sverða týr
svaf hjá maddömunni.
Öðru sinni var Jónas að stríða
Símoni á því að honum gengi lítt
að ná hylli stúlku sem Símoni leist
forkunnar vel á. Þá kvað Símon:
Símon hylli svanna ber
söngva snillin veldur,
en ég held illur járna grér
Jónas spilli fyrir mér.
Svaraði þá Jónas:
Senn með snilli svör fram ber
svo þú tryllist þeygi.
Fyrir spilla þarf ei þér
því hún vill þig eigi.
í dag er fyrsti leikurinn í úrslita-
leik Vals og KA í handknattleik.
Guðmundur Hrafnkelsson, hinn
gamalreyndi markvörður í Val, er
bjartsýnn og telur að Reykjavíkur-
liðið muni sigra að flórum leikjum
liðnum. „Þetta verður mjög jafnt.
KA er þrautseigt lið með mikinn
sigurvilja," segir hann. Valur hefur
verið íslandsmeistari tvö síðustu
ár og ætlar að verja titilinn. Leikur-
inn í dag verður á Hlíðarenda og
má búast við miklum spenningi
enda margir snjallir leikmenn í lið-
unum tveimur. Það er markvörð-
urinn sem sýnir hina hliöina að
þessu sinni:
Fullt nafn: Guðmundur Hrafnkels-
son.
Fæðingardagur og ár: 22. janúar
1965.
Maki: Valdís Arnarsdóttir.
Börn: Arnar Guðmundsson, 4ra
ára.
Bifreið: Mazda 626, árgerð 1988, og
Renault Twingo.
Starf: Framkvæmdastjóri hand-
knattleiksdeildar Vals.
Laun: Þau eru í meðallagi.
Áhugamál: íþróttir, útilíf og feröa-
lög.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Nei, aldrei.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Spila handbolta og eiga góðar
stundir með flölskyldunni.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Mér finnst ýmislegt leiðin-
legt, eins og að tapa leik eða taka til.
Hrafnkelsson.
Uppáhaldsmatur: Alls kyns pasta-
réttir.
Uppáhaldsdrykkur: Mjólk.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Þeir eru margir en
Sigrún Huld Hrafnsdóttir stendur
upp úr.
Uppáhaldstímarit: Ég les tímarit
eftir hendinni en á ekkert sérstakt
uppáhaldsblað.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Það er
hún amma mín, Guðrún Þórisdótt-
ir.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Hlynntur.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Enga í augnablikinu.
Uppáhaldsleikari: Chevy Chase.
Uppáhaldsleikkona: Engin sérstök.
Uppáhaldssöngvari: Phil Collins.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng-
inn.
Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir.
Uppáhaldsmatsölustaður: Pizza-
húsið.
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
Ég er að lesa bókina Að elska er
að lifa.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Ég hlusta nokkuð jafnt á rás
tvö og Bylgjuna.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Guðjón
Guðmundsson.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Jafnt á báðar stöövar.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bjarni
Felixson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Kofi
Tómasar frænda.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Valur.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Standa mig í íþróttum
og lífmu og hafa gaman af því að
vera til.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Það er ekkert ákveðið enn þá
en ég ætla allavega að ferðast eitt-
hvað innanlands.
Qkuskóli
Islands
MEIRAPRÓF
AUKIN ÖKURÉTTINDI
Næsta námskeid aukinna ökuréttinda hefst fimmtu-
daginn 23. mars kl. 18.00
Staðgreiðsluverö er kr. 77.000, auk prófgjalds
til umferðarráðs kr. 18.000
Innritun stendur yfir. Nánari upplýsingar eru gefnar
i síma 5683841
Ökuskóli íslands
Dugguvogi 2, 104 Reykjavík, sími 5683841