Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 Maraþonmatreiðsla Norðurlandameistaranna: Bjuggu til mat- reiðslubók á mettíma Matreiðslumeistarar á Noröur- löndum tóku höndum saman 28. fe- brúar sl. og útbjuggu matreiðslubók á einum degi. Hugmyndin kom upp á síðasta ári þegar matreiðslumeist- ararnir hittust á þingi í Álasundi. Það voru þeir Úlfar Finnbjörnsson, Þorvarður Óskarsson, Bjarki I. Hilmarsson, Jakob H. Magnússon og Ib Wessman sem tóku þátt í verkefn- inu fyrir íslands hönd og sérstakur ritstjóri þeirra var Wenche Andersen sem starfar hjá Stöð 2 í Noregi og tímaritinu Mat og Drikke. „Við vissum að við ættum að vinna með hakk en máttum ekki vera með neinar uppskriftir því þær átti að búa til á staðnum," segir Jakob H. Magn- ússon. „Bókin var unnin frá klukkan níu um morguninn til klukkan fimm að kvöldi og það mun vera algjört met enda verður hún skráð hjá Guin- nes heimsmetabókinni. Bókin er númeruð og gefin út í þrjú þúsund eintökum en þau eintök verða seld í öllum löndum innan Norðurland- anna. Allur ágóði hennar rennur til hjartveikra barna í Noregi,“ segir Jakob. Hann segir að þetta hafi verið mjög skemmtilegt verkefni og spennandi. „Okkur fannst hráefnið svolítið sér- stakt enda vanir að snobbast svolítið í keppnum en þetta var mjög spenn- andi. Út úr þessu komu hka margir hversdagsréttir sem fólk getur próf- að,“ sagði Jakob ennfremur. Allt í sjálfboðavinnu í upphafi bókarinnar er skýrt frá því að hóparnir fimm, sem þátt tóku í verkefninu, hafi haft sinn ritarann hver sem skrifaði upp uppskriftim- ar. „Síðan voru uppskriftirnar færð- ar inn í tölvu af fagfólki, prófarka- lesnar og réttirnir voru útfærðir fyr- ir ljósmyndara. Þetta var ótrúlegt íslensku matreiðslumeistararnir sem tóku þátt i gerð þessarar sérstöku bókar voru Úlfar Finnbjörnsson, Þorvarð- ur Óskarsson, Bjarki I. Hilmarsson, Jakob H. Magnússon og Ib Wessman. Sérstakur ritari þeirra var Wenche Andersen. matmaraþon en það var vissulega þess virði og sérstaklega þegar við vissum hvert ágóði bókarinnar myndi renna,“ segir Bengt Wilson, stjómandi verkefnisins. Útht bókarinnar og vinnsla við hana fór fram að lokinni vinnu mat- reiðslumeistaranna og lögðu allir sitt af mörkum án þess aö fá krónu fyr- ir. Að sögn Jakobs verður bókin að- eins gefin út í þessum þremur þús- und eintökum. Hvert land átti aö búa til fimmtán rétti og haföi tuttugu mínútur fyrir hvern rétt. Síðan fékk ljósmyndarinn fimm mínútur til að taka myndina. í bókinni eru 160 síður með yfir 80 uppskriftum af réttum unnum úr svína-, lamba- og nautahakki. Helg- arblaðið hefur fengiö leyfi til að birta nokkrar þeirra. Lambakjötbollur með hunangi og engifersósu - rétturinn er frá íslensku mat- reiöslumeisturunum og er ætlaður fyrir íjóra 400 g hakkað lambakjöt 1 feitt rif finhakkaður hvítlaukur salt og pipar 2 egg 11/2 msk. hveiti 1 dl mjólk Sósa 3 msk fínhökkuð paprika, græn, gul og rauð 1/2 tsk. fínhakkaður laukur olía 5 dl hvítvín 1 msk. hunang 1 tsk. fersk, fínhökkuð engiferrót 1-2 msk. smjör salt og pipar Hræriö saman hakkað lambakjöt, hvítlauk, salt, pipar, egg og hveiti og bleytið með mjólkinni. Búið til litlar bollur og steikið í olíu á pönnunni. Svissið papriku og lauk í olíunni. Bætið hvítvíni út í og látið sjóða. Setjiö hunangið í, engifer og hrærið smjörinu saman við. Kryddið með salti og pipar. Borið fram með léttsoðnu blóm- káh, spergilkáli og karsa. Innbakað lambafilet með hakki og grænmeti þessi réttur kemur frá Finnum og er fyrir íjóra 1/4 squash í litlum teningum 1/2 gulrót í litlum teningum 1/2 rauð paprika í litlu teningum 1/2 sneið guirófa í litlum teningum 1/2 rauður laukur í litlum teningum 2 msk. smátt saxaður spergill 250 g lambafilet salt 200 g hakkað lambakjöt 1/2 þeytt egg salt og hvítur pipar, blandað saman 2 dl rauðvínssósa Brúnið filet á öllum hliðum og kælið. Þekið með hakkinu. Skohð grænmetið vel undir rennandi köldu vatni. Leggið filet á smurða plötu og stráið grænmetinu ofan á. Steikið í Lambakjötbollur með hunangi og engifersósu. Innbakað lamb „Kukko“. fomr, L-UTSYN 99-1750 Verö 39.90 mín. MARMARIS Sólarleikur Úrval-Útsýn er v skemmtilegur leikur þar sem þú getur unnið glæsilega vinninga. Það eina sem þarf að gera er að hringja í síma 99-1750 og svara þremur laufléttum spurningum um sumar og sól. Svörinjflð spurningunt að finna í fef^bæklingi rútsýnar „Sumarsól". Ín getur þú fengiö hjá stofunni Úrval-Útsýn og önnum. ^Úraj^Úts B§jSftÍíngirn f m m l^i^Cc Glæsilegir ferðavinningar í boði fyriKbeppna þátttakendur! • Miðvikudagana 8., 15., 22. og 29. mars verður einn heppinn þátttakammlreginn úr pottinum og hlýtur hann 5000 króna innborgun fýrir tvo inn á ferð til hins glæsilega sólajoæjar Marmaris í Tyrklandi. Heildarverðmæti hvers vinnings er því kr. 10.000. • Allir sem svara öllum þremur spurningunum rétt komast í pottinn í hverri viku og einnig í aðalpottinn. • 1. apríl kemur í Ijós hver dettur í lukkupottinn og hlýtur ævintýraferö fyrir tvo I tvær vikur til lai ævintýranna, Tyrklands, á hinn sólríka stað Marmaris við Miðjarðarhafið. HeMarverðmætl aða\- vinninge er kr. 150.000!!! Alltaf í fararbroddi þegar ævintýrin gerast erlendis! ofninum við 150 gráður í ca 15 mínút- ur. Skraut: Soðinn spergill og steiktar kartöflur. Innbakað lamb „Kukko“ - þessi réttur er einnig frá Finnum og er fyrir fjóra Deig 2 1/2 dl vatn 1/2 tsk. salt 2 dl hveiti ca 3 1/2 dl gróft rúgmjöl Kjöt 200 g hakkað lambakjöt 2 næpur í þunnum skífum 1 laukur, skorinn í sneiðar 8 sneiðar bacon timian, salt og hvítur pipar smávegis bjór Kjötið er steikt í smávegis smjöri og kryddað með salti og pipar. Steik- ið næpur og lauk í smástund, hellið bjórnum yfir og látið malla þar til næpurnar verða mjúkar. Kryddið með salti, pipar og timian. Skiptið deiginu í fióra parta og fletj- ið út. Skiptið kjöthakkinu jafnt á alla deigpartana. Setjiö fyllinguna yfir kjötið og pakkið síðan öllu inn í deig- ið þanig að úr verði litlir pakkar. Bakið við 225 stiga hita í 25 mínút- ur. Borið fram með bræddu smjöri. Fyllt tortellini með tómat og basilík- usósu - uppskrift frá íslandi og er fyrir fióra Pasta 100 g hveiti 1 egg 1 tsk. olífuoha 1 tsk. vatn salt Kjötfyllingin 100 g hakkað svínakjöt 100 g hakkað nautakjöt 1 egg 1 msk. hveiti 1/2 saxaöur laukur salt og pipar Sósa 4 stórir tómatar, án hýðis og kjarna og síðan músaðir 1 feitt hvítlauksrif, pressaður fersk basihka 1 msk. smjör Blandið saman öllu sem á aö fara í pastadeigið og fletjið út í þunn lauf, ca 8 sm. Blandið saman öhu sem á að fara í fylhnguna. Setjið 2-3 kjöt- fylhngar á hverja pastasneiö og pakkið inn. Setjið í sjóðandi léttsalt- að vatn og sjóðið í 5-6 mínútur. Steikiö hvítlaukinn í olífuolíunni. Bætið músuðu tómötunum út í. Sjóð- ið og látið maha í 6-8 mínútur. Bætið við ferskri basihku og smjöri rétt áður en borið er fram. Setjið sósuna á disk þannig að hún þeki hann. Strípið (eða skreytið) með jógúrt og setjið tortelhni ofan á. Skreytiö með ferskum jurtum. Innbakaö lambafilet meö hakki og grænmeti. Fyllt tortellini með tómat og basiliku- sósu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.