Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 7 py _________________________________________________Fréttir Eyfirðingar og Skagfirðingar berjast um Landsmót hestamanna 1998: Við erum ekki til við- ræðna um neina samninga - segir formaður Léttis á Akureyri en Skagfirðingar telja sjálfsagt að mótið verði haldið á Vindheimamelum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er alveg ljóst að i þessu máli mætast stálin stinn og það verður ekkert gefið eftir. Nú hafa mál þróast þannig að yfirvöld í Eyjafjarðarsveit eru tilbúin að fara með okkur í frek- ari uppbyggingu á svæðinu á Mel- gerðismelum og við teljum að stjórn Landssambands hestamanna geti ekki enn einu sinni gengið fram hjá okkur þegar ákvörðun um mótsstað verður tekin,“ segir Sigfús Ólafur Helgason, formaður Hestamannafé- lagsins Léttis á Akureyri. Landsmót var síðast haldið á Norð- urlandi árið 1990 og þá á Vindheima- melum í Skagafirði og þar var einnig síðasta landsmót þar á undan á Norð- urlandi haldið. Fyrir ákvörðun um staðarval fyrir mótið 1990 urðu mjög hörð átök meöal norðlenskra hesta- manna. Eyfirðingar urðu undir og mótmæltu m.a. með því að hætta störfum innan LH. í sömu átök stefnir nú. Eyfirðingar segja að hvað eftir annað hafi verið gengið fram hjá þeim og krefjast þess nú að fá að halda mótið 1998. „Við erum ekki til viðræðna um neina málamiðlun eða samninga og það verður meiri háttar slys ef LH samþykkir ekki Melgerðismela sem mótsstað, ekki síst vegna þess að sveitarfélagið er tilbúið að koma að frekari uppbyggingu á svæðinu. Við teljum að ef við fáum ekki mótið núna þá fáum viö það aldrei og það er nokkuð sem við getum ekki hugs- að okkur,“ segir Sigfús Ólafur Helga- son. „Við teljum að svæðið á Vind- heimamelum sé svo vel búið húsum og völlum að það verði að nýta þá aðstöðu. Ég hef að vísu ekki komið lengi á Melgerðismela í Eyjafirði en ég held að þar þyrfti að fjárfesta mik- iö svo hægt yrði að halda mótið þar. Við höfum því boðið Vindheimamela fram sem mótsstað 1998 en höfum ekkert heyrt um undirtektir," segir Páll Dagbjartsson, talsmaður hesta- manna í Skagafirði. „Ég vona að það komi ekki upþ sama staða og þegar ákvörðun um Kasparovteflirá stórmeistaramóti Heimsmeistarinn í skák, Garry Kasparov, kemur til íslands í næstu viku og tekur þátt í stórmeistara- móti Sjónvarpsins sem fram fer 25. mars. Auk hans taka íslensku stór- meistararnir Hannes Hlífar Stefáns- son, Helgi Ólafsson og Jóhann Hjart- arson þátt í mótinu sem verður í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Það er Hemmi Gunn sem sér um þetta stórmeistaramót. Hann er jafn- framt að gera sjónvarpsþátt um skák fyrir BBC og verður sýnt frá þessu móti í þeim þætti. Skákskýrandi með Hemma verður stórmeistarinn Jón L. Árnason. Garry Kasparov mun, meðan hann dvelur hér á landi, tefla blindskák við heimsmeistara unglinga, Helga Áss Grétarsson. Ágóðinn af þeirri viðureign mun renna til Blindrafé- lags íslands. Flísalím og fúgi r ÁtFABORG P KNARRARVOGI 4 • « 686755 mótsstað á Norðurlandi 1990 var tek- in. Við erum ekki farnir að fara djúpt í þetta mál enn þá en stjórnin verður að taka ákvörðun fyrir 1. júlí um hvar mótið 1998 verður haldið," segir Guðmundur Jónsson, formaður Landssambands hestamanna. Hann segir að í byrjun næsta mánaðar verði haldinn fundur stjórnar LH og hestamanna á Norðurlandi um stað- arvalið en ákvörðun verði ekki tekin á þeim fundi. „Nei, ég vil ekkert segja á þessu stigi hvert mitt persónulega mat er á því hvor staðurinn verði fyrir valinu," sagði Guðmundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.