Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995
23
DV
Bridge
Bridgeheilræðakeppni BOLS:
Þú þarft ekki að segja neitt
Breski dálkahöfundurinn og
bridgemeistarinn David Bird gefur
bridgeheOræði dagsins, en hann
virðist vera á annarri skoðun en Jón
Baldursson varðandi innákomur.
Og við skulum leggja eyrun við
boðskap Birds:
„Keppnisbridge getur veriö erfitt
og flestum spilurum finnst sér mis-
boðið ef þeir láta andstæðingana eina
um sagnimar.
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
Hugsum okkur að þú sért aö spfia
úrslitaleik um Lundúnabikarinn
1994. Makker byrjar á passi á hag-
stæðum hættum og hægri handar
andstæðingur opnar á veiku grandi.
Þú horfir á.
* Á94
V KD87
♦ 5
+ DG742
Þiö eruð aö spila sagnvenju sem
kölluð er Astro og hver einasti heil-
vita bridgespilari segir tvö lauf, sem
sýnir hjarta og lauf, eða er það ekki?
Austur
pass
pass
pass
Suður
lgrand
3grönd
Vestm-
21auf
pass
Noröur
3tiglar
pass
A/N-S
* Á94
9 KD87
♦ 5
+ DG742
♦ K65
9 G432
♦ ÁDG102
+ 9
♦ G1083
9 105
♦ 9863
+ K86
* D72
9 Á96
♦ K74
+ Á1053
Suður endaði í þremur gröndum,
lítið lauf var útspilið og sagnhafi
drap kóng austurs með ás. Innákoma
vesturs gerði það að verkum að hann
'nlaut að eiga þau háspil sem eftir
voru og sagnhafi spilaði því litlum
spaða í öðrum slag. Vestur mátti ekki
láta ásinn og kóngurinn í blindum
átti slaginn. Síðan kom fimm sinnum
tígull og sagnhafi kastaði einu hjarta
og einu laufi. Vestur kastaði tveimur
hjörtum, einu laufi, en varð að finna
eitt afkast í viðbót frá Á9 KD - DG7.
Ef hann kastaði einu laufi í viðbót
þá ráðgerði sagnhafi að spOa honum
inn með hjartaás og meira hjarta; þá
þyrfti hann að gefa suðri níunda
slaginn á spaða. Vestur ákvað því að
kasta spaða, en það hjálpaði lítið því
sagnhafi spilaði þá htlum spaöa frá
báðum höndum og spaðadrottningin
varð níundi slagurinn. Vel spilað hjá
sagnhafa, en hefði hann unnið spilið
ef vestur hefði sagt pass við grand-
inu? Ég held ekki.
Því er ekki að neita að innákomur
geta heppnast vel. Þú gætir komist í
vinningssamning, þú gætir náð góðri
fórn, þú gætir tekið dýrmætt sagn-
rými frá andstæðingunum og þú
gætir bent á gott útspO.
En skoðum innákomu vesturs með
tilliti tO þessara fjögurra atriða. Ekk-
ert þeirra á viö spil vesturs. Þvi var
lítið að græða á henni en mikil hætta
á því að andstæðingarnir myndu
hagnast á þeim upplýsingum sem
þeir fengu.
í næsta skipti sem þú sest niður
við spilaborðið skaltu hugsa um op-
inber varnaðarorö bridgespilarans:
Þegar andstæðingarnir byrja sagnir
þarftu ekki aö segja neitt. En allt sem
þú segir verður skrifað niður og not-
að sem sönnunargagn gegn þér.“
______________________________Meiming
Húrra krakki í Borgarfirði:
Logandi skemmtileg sýning
Leikritið Húrra krakki var frumsýnt í Brautártungu
í Lundarreykjadal á laugardaginn var en Lundar-
reykjadalur er sem kunnugt er í Borgarfirði. Það eru
félagar i leikdeild Umf. Dagrenningar sem standa að
uppfærslunni en þess má geta að leikdeildin var stofn-
uð í janúar á þessu ári þrátt fyrir að Umf. Dagrenning
hafi verið stofnað 1911. Ekki hefur verið sett upp leik-
rit í dalnum síðan áriö 1962 að sýndur var leikþáttur-
inn Bylting í Borgarfirði eftir bræðurna Þorstein og
Guðmund Þorsteinssyni á Skálpastöðum í Lundar-
reykjadal. Hins vegar er hefð fyrir því í sveitinni að
Leiklist
Olgeir Helgi Ragnarsson
heimamenn semji og setji á svið stutta leikþætti og
gamanefni af ýmsu tagi á samkomum sem þar eru
haldnar.
Húrra krakki er gamanleikur eftir þá Frans Amold
og Ernst Bach í þýðingu Emils Thoroddsen. Húrra
krakki er eitt 22 leikhúsverka sem þeir sömdu í sam-
einingu en flest fialla þau um mannlegt eðli og þá
gjarnan á léttu nótunum. Atburðarásin er hröð í verk-
um þeirra og atvik tvinnast lipurlega saman í allsherj-
ar flækju sem síðan leysist á jafn einfaldan hátt í lok-
in. Af öðrum skopleikjum þeirra félaga, sem settir
hafa verið á svið hér á landi, má nefna Spanskflug-
una, Þorlák þreytta, Svefnlausa brúögumann, Sak-
lausa svallarann, Karhnn í kassanum og Stubb.
Það vekur nokkra athygh hversu stór hluti
hreppsbúa tekur þátt í uppfærslunni eða rúmlega þrjá-
tíu manns. Á kjörskrá em rúmlega sextíu hreppsbúar
þannig að það lætur nærri að um helmingur íbúa á
lögaldri taki þátt í sýningunni. Þetta samsvaraði því
að þrjátíu til fiörutíu þúsund Reykvíkingar tækju virk-
Atriði úr Húrra krakki sem nú er sýnt í Brautartungu
i Lundarreykjadal. , DV-mynd OHR
an þátt í leikhstarstarfi höfuðborgarinnar. Leikstjór-
inn, Gísli Einarsson, er með öllu ómenntaður á leiklist-
arsviðinu en hefur nokkra reynslu af áhugaleikhúsum
og tók m.a. þátt í uppfærslu á Húrra krakka er það
var sýnt á Hofsósi fyrir nokkrum ámm.
Handritið að Húrra krakka er skemmtilega skrifaö
enda höfundarnir annálaðir húmoristar. Því hefur
leikstjóranum tekist mjög vel aö koma til skila og eru
ýmis atriði í leikritinu beinlínis drepfyndin - enda er
tilgangurinn með sýningunni fyrst og fremst sá aö
áhorfendur geti skemmt sér - en auk þess hefur hann
bætt ýmsum skrautfiöðrum í sýninguna.
Það er sagt að hláturinn lengi lífið. Hvað um það,
þá var allavega mikiö hlegið á frumsýningunni í Braut-
artungu og ætlaöi fagnaðarlátum aldrei að linna í lok
sýningarinnar. Næstu sýningar eru áætlaðar á fostu-
dags- og laugardagskvöld kl. 21. Miða er hægt að panta
í síma 93-51316 hafi menn áhuga á að lengja lífið svolít-
ið. Undirritaður þakkar fyrir skemmtunina og á trú-
lega eftir aö fara aftur.
Vitundarvígsla manns og sólar
Dulfræöi fyrir þá sem leita.
Bókin fæst í Bókahúsinu, Skeifunni S
Erlendar bækur um heimspeki og skyld efni.
Námskeið og leshringar.
Ahugamenn um þré>unarheimspeki
Box 4124, 124 Rvk., Fax 587 9777 Sími 557 9763
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!
Svimandi há upphæð! Handa þér?
Fjórfaldur fyrsti vinningur á laugardag.
' LVEG EinSTÖk CæDI
ELDAUEL
IMú á tilboðsverði!
Umboðsmenn um land allt.
Eldavél Competence 200 F-w
Haeð: 85-92 cm. (hæð stillanleg) Breidd: 60 cm. Dýpt: 60 cm
Hellur: 1x14,5 cm lOOOw • lxl 4,5 cm 1500w
1x18,0 cm 2000w • 1x22,0 cm 2000w.
Ofn:undir og yfirhiti, grill, barnalæsing.
Verð áður kr. 61.365,- Staðgr. kr. 58.257,-
Verð nú 52.421,- Staðgr. kr. 49.800,-
BRÆÐURNIR
QmSSQM MF
Lágmúla 8, Sími 38820