Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1995, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 18. MARS 1995 59 Afmæli Gísli Pálsson Gísli Pálsson, bóndi á Hofi í Vatnsd- al, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Gísli fæddist í Sauðanesi í Torfa- lækjarhreppi. Hann stundaði nám í farskóla sveitarinnar og við Bænda- skólann á Hólum 1940-42. Gísli var fyrirvinna á búi móður sinnar 1937-40, síðan b. í Sauðanesi til 1950, hóf þá búskap að Hofi og hefur búið þar síðan, síðustu árin í félagi við Jón, son sinn. Þá stundaði Gísh vinnu með dráttarvélum og var síðan við jarðabætur og vega- vinnu með jarðýtum í nokkur ár. Gísh var formaður Búnaðarfélags Torfalækjarhrepps 1945-47, sat í stjórn Veiðifélags Laxár á Ásum um árabil, í stjórn Sögufélags Húnvetn- inga, í stjórn Búnaðarfélags Ás- hrepps, í hreppsnefnd Áshrepps 1958-78 og þar af oddviti í sex ár, í skólanefnd Húnavallaskóla 1969-70, formaður byggingamefndar Húna- vallaskóla 1970-76, formaður Veiði- félags Vatnsdalsár 1975-78, formað- ur nefndar til undirbúnings fisk- eldisstöðvar á Norðurlandi vestra 1977-79, formaður Hólalax 1979-84, formaður skólanefndar Bændaskól- ans á Hólum frá 1979, formaður Hitaveitu Hjaltadals 1980-84 og frá 1986 og sat á Búnaöarþingi fyrir Austur-Húnvetninga 1982-86. Gísli hefur fengist við bókaútgáfu frá 1988. Hann var sæmdur Fálka- orðunni 1989 og er heiðursfélagi Búnaðarfélags Áshrepps og Sam- bands fiskeldis- og hafbeitarstöðva. Fjölskylda Eiginkona Gísla er Inga Vigdís Ágústsdóttir, f. 19.11.1928, hús- freyja. Hún er dóttir Ágústs B. Jóns- sonar, b. á Hofi, og k.h., Ingunnar HaUgrímsdóttur húsfreyju. Börn Gísla og Ingu Vigdísar eru Ingupn, f. 15.5.1950, verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Húnvetninga, gift Grétari Finndal Guðmundssyni og eignuðust þau fiögur böm en þijú þeirra eru á lífi; Páll, f. 18.2.1953, verkfræðingur og framkvæmda- stjóri ICECON, kvæntur Arnfríði Gísladóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn; Hjördís, f. 12.2. 1957, búfræðikandídat, kennari og b. á Hjarðarhaga, gift Siguijóni Birni Pálmasyni búfræðingi og b. og eiga þau tvö börn; Jón, f. 1.7.1963, búfræðingur, stúdent og b. á Hofi, kona hans er Selma Hreindal Sva- varsdóttir, b. og ritari. Systkini Gísla: JónHelgi, f. 28.9. 1914, d. 29.6.1985, starfsmaður við Póststofuna í Reykjavík; PáU Sigþór, f. 29.1.1916, d.11.7.1983, hrl.í Reykjavík; Sigrún Stefanía, f. 12.2. 1917, kennari í Reykjavík; Þórður, f. 25.12.1918, kennari, búsettur á Blönduósi; dr. Hermann, f. 26.5. 1921, prófessor við Edinborgarhá- skóla; Helga Guðrún, f. 23.10.1922, blómaskreytingarkona; Þórunn, f. 29.8.1924, kennari í Reykjavík; Ólaf- ur Hólmgeir, f. 7.7.1926, múrara- meistari í Reykjavík; Aðalbjörg Anna, f. 24.5.1928, d. 28.5.1956, hús- freyja að SkaftafelU í Öræfum; Haukur, f. 29.8.1929, b., ökukennari og verktaki að Röðli; Páll Ríkarður, f. 12.7.1932, tannlæknir i Reykjavík. Foreldrar Gísla voru PáU Jónsson, f. 15.3.1875, d. 24.10.1932, b. í Sauöa- nesi, og k.h., Sesselja Þórðardóttir, f. 29.8.1888, d. 10.9.1942, húsfreyja. Gísli Pálsson. Ætt Páll var sonur Jóns, b. í Sauða- nesi, Jónssonar, b. á Syösta-Vatni, Ólafssonar. Móðir Jóns í Sauðanesi var Helga Stefánsdóttir frá Flata- tungu. Móðir Páls í Sauöanesi var Helga Gísladóttir, b. í Flatatungu, Stefánssonar. Sesselja var dóttir Þórðar Jóns- sonar, b. í Steindyrum í Svarfaðar- dal, ættfoður Steindyraættarinnar, ogkonu hans, Guðrúnar Björns- dóttur frá Syðra-Garðshorni. Einar Egilsson Einar Egilsson, fyrrverandi inn- kaupastjóri, Sólheimum 25, Reykjavík, verður áttatíu ára á morgun, 18. mars. Einar er fæddur í Hafnarfirði og þar ólst hann einnig upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg 1928 og stundaði síðan verslun- arnám í tvö ár við Pitsman’s Col- lege í London og lauk prófi þaðan 1931. Á námsárunum var hann mikið til sjós í sumarleyfum. Einar starfaði á skrifstofu Kveldúlfs í 6 ár frá 1931 eða þar til hann fór til Suður-Ameríku. Þá dvaldi hann í tvö ár í Argentínu þar sem hann vann á skrifstofu Swift & Co. Þaðan fór hann til Chile þar sem hann stundaði bátaútgerð í þijú ár. Áriö 1941 kom Einar heim til íslands og vann viö ýmiss konar verslunar- störf þar til hann fluttist með fiöl- skylduna til Mexíkó 1950. Þar veitti hann forstöðu gosdrykkjaverk- smiðju Canada Dry til ársins 1954. Þá fluttist hann aftur heim og vann við verslunar- og skrifstofustörf þar til hann réðst til Rafmagn- sveitu ríkisins 1967, fyrst sem full- trúi en síðar sem innkaupastjóri. Einar lét af störfum þar 1985. Einar kvæntist þann 7.4.1945 Margréti Thoroddsen, viðskipta- fræðingi, húsmóður og fyrrverandi deildarstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, f. 19.6.1917. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson Thoroddsen, yfirkennari og lands- verkfræöingur, d. 29.9.1955, og María Claessen Thoroddsen hús- móðir, d. 24.6.1964. Böm Einars og Margrétar eru: María Lovísa, f. 29.10.1945, lyfia- fræðingur, búsett í Kópavogi, gift Hannesi Sveinbjömssyni, f. 27.9. 1946, kennara, og eru böm þeirra: Sveinbjöm, f. 17.12.1967, Einar, f. 30.1.1974, Ásgerður Þórunn, f. 5.7. 1980, og Sigurður, f. 19.4.1984. Egill Þórir, f. 25.2.1948, efnaverk- fræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Hlaðgerði Bjartmarsdótt- ur, f. 13.7.1951, kennara, og eiga þau einn son, Einar Bjart, f. 8.3. 1988. Barn Egils og Hólmfríðar Gunnlaugsdóttur fóstru er Salvör, f.27.2.1985. Þórunn Sigríður, f. 24.2.1950, meinatæknir, búsett í Reykjavík, gift Halldóri Árnasýni, f. 21.10.1950, forstöðumanni Ríkismats sjávaraf- urða, og em börn þeirra: Árni Björgvin, f. 5.10.1972, Margrét Her- dís, f. 3.10.1974, Einar Egill, f. 31.5. 1970, og Steinn, f. 7.4.1989. Sigurður Thoroddsen, f. 10.8. 1953, tónlistarfræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Auði Vil- hjálmsdóttur, f. 20.6.1954, innan- hússarkitekt, og eiga þau eina dótt- ur, Margréti Dögg, f. 20.10.1976. Margrét Herdís, f. 11.6.1961, bók- bindari, búsett í Reykjavík, gift Bjarna Má Bjarnasyni, f. 29.11. 1955, sjúkraliða. Systkini Einars: Jensína, f. 21.9. 1905, húsmóöir í Hafnarfirði, ekkja Gísla Sigurgeirssonar, f. 1.3.1893; Sigríður, f. 2.10.1906, d. 1.4.1950, var gift Jóni Finnbogasyni, f. 1.10. 1907, sem einnig er látinn; Guö- mundur, f. 25.10.1908, d. 31.10.1987, loftskeytamaður, var kvæntur Ástu Einarsdóttur, f. 1.10.1917, en þau shtu samvistum; Gunnþómnn, f. 10.6.1911, húsmóðir og kaupmað- ur í Hafnarfirði, gift Sigurbirni Magnússyni, f. 2.10.1910, rakara- meistara; Nanna, f. 10.8.1914, lést afslysforum22.3.1979, söngkona, var gift Bimi Sv. Bjömssyni, f. 15.10.1909, kennara í Borgamesi; Svanhvít, f. 10.8.1914, söngkennari og fyrrv. prófessor í Vín í Austur- ríki, var gift Jan Moravek en þau shtu samvistum; Gísh Jón, f. 31.3. 1921, d. 22.4.1978, kaupmaöur, var kvæntur Sigrúnu Þorleifsdóttur, f. 16.12.1927, kaupmanni í Hafnar- firði; Ingólfur, f. 4.12.1923, d. 2.1. 1988, rakarameistari í Garðabæ, var kvæntur Svövu Júlíusdóttur, f. 30.12.1925, húsmóður. Foreldrar Einars voru Egill Hah- dór Guðmundsson, f. 2.11.1881, d. 29.9.1962, sjómaður í Hafnarfirði, ogÞórunn Einarsdóttir, f. 16.12. 1883, d. 28.5.1947, húsmóðir. Egill var sonur Guðmundar Guð- mundssonar á Hehu í Hafnarfirði, eins af hinum nafntoguðu Hehu- bræðmm. Foreldrar Þórunnar vom Einar Jóhannesson Hansen og Jensína Ólína Árnadóttir Mathiesen í Hafn- arfirði. Einar Egilsson. tímarit fyrir alla A NÆSTA SÖLUSTAÐ Notaðir bílar hjá Brimborg Chevrolet Corsica Lt árg. ’91, ek. 67 þús. km, sjálfsk., útv/segulband, grænn met., rafd. rúður og læsingar. V. 1.090.000. Toyota Corolla XLi árg. ’92, ek. 74 þús. km, 5 gíra, útv/segulband, 4x4, blár met., samlæsing. V. 1.200.000. Mazda 626 GLXi árg. ’92, ek. 32 þús. km, sjálfsk., útv/segulb., grár met., rafd. rúður, speglar og læsingar. V. 1.590.000. Honda Accord EX árg. ’91, ek. 48 þús. km, sjálfsk., útv/ segulb., grár met., rafd. rúður, speglar og læsingar, sóllúga. V. 1.250.000. Volvo 240 GLI station árg. '90, ek. 79 þús. km, beinsk., útv/segulb., biágrænn met., 6 mán. áb. V. 1.190.000. Volvo 940 GLi árg. ’91, ek. 73 þús. km, sjálfsk., útv/ segulb., beige met., rafd. rúð- ur, speglar og læsingar, læst drif, 6 mán. áb. V. 1.850.000. Allt að 36 mán. og skipti á ódýrari Visa - Euro raðgreiðslur Opið laugardag 12-16 [FAXAFENI 8 • SÍMI 91- 685870

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.