Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Síða 2
fréttir
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 JLj"V
Alþýðuflokkurinn hefur 53 milljónir til ráðstöfunar til 1999:
Tekjur fra þingflokknum
dragast saman um 25%
- skuldir flokksins jukust um a.m.k. 15 milljónir króna í fyrra
Skuldir Alþýðuflokksins hafa
aukist um 15 milljónir króna frá því
í alþingiskosningunum vorið 1995
og nema nú að minnsta kosti sam-
tals 26,1 milljón króna, samkvæmt
áreiðanlegum heimildum DV, en
rúmum 32 milljónum, samkvmæt
rekstraryfirliti Alþýðuflokksins.
Tekjur flokksins hafa dregist veru-
lega saman og er gert ráð fyrir að
samdrátturinn nemi tæpum 7 millj-
ónum króna á ári næstu árin. Þetta
kemur fram í greinargerð Sigurðar
E. Arnórssonar, fyrrverandi gjald-
kera flokksins, og Friðþjófs K. Eyj-
ólfssonar endurskoðanda til Rann-
veigar Guðmundsdóttur, þáverandi
formanns þingflokksins, sumarið
1995.
í greinargerðinni kemur fram að
flokkurinn standi ákaflega illa og sé
í raun gjaldþrota samkvæmt ís-
lenskum lögum. Þar segir einnig að
þingflokkurinn hafi ákveðið að
lækka framlag sitt úr 2,4 milljónum
í 1,8 milljónir króna á ári. Tekjur
flokksins frá Alþingi hafi lækkað og
lækki um fjórðung á ári næstu fjög-
ur árin vegna úrslita þingkosning-
anna. Þær fari úr rúmum 16 millj-
ónum í um 12 milljónir króna. Þá
komi „nokkrir þættir tekna“ flokkn-
um ekki „til hagsbóta" eða um 2
milljónir á ári.
Jafnframt tekjusamdrætti kemur
fram að árleg greiðslubyrði Alþýðu-
flokksins hafi aukist um 6,5 miiljón-
ir króna á ári næstu þrjú árin. Ráð-
stöfunarfé flokksins hefur því
minnkað um 13,5 milljónir króna á
ári miðað við síðasta kjörtímabil.
Rekstrartekjur Alþýðuflokksins
fyrir tímabilið 1992-1994 námu tæp-
um 42 milljónum og rekstrargjöld
voru um 25,5 miUjónir króna, sam-
kvæmt greinargerðinni. Skuldir
flokksins námu 11,1 milljón í lok
tímabilsins árið 1994, fjármagns-
gjöldin tæpum 2,5 milljónum og
rekstrarhagnaðurinn um 14 milljón-
um króna. Þrátt fyrir þetta var eig-
inflárstaða flokksins neikvæð um
rúmar 9 milljónir króna árið 1994.
Gjaldkeri Alþýðuflokksins hefur
gert langtíma fjárhagsáætlun fram í
ársbyrjun 1999. Þar kemur fram að
tekjur flokksins nema samtals 53
milljónum króna. Af 53 milljónum
fara 7 miiljónir í greiðslur af lang-
tímalánum. Afgangurinn fer í
rekstrarkostnað skrifstofu, styrki
vegna sveitarstjórnakosninga í júní
1998 og önnur mál.
-GHS
Formaður Alþýðuflokksins:
Höfum ekki upplýsingar
um hvert kjördæmi
ÍGjaldkeri Alþýðuflokksins:
Fær enga er-
lenda styrki
„Erlenda styrki? Flokkurinn
fær enga erlenda styrki. Punkt-
ur,“ segir Sigurður E. Arnórs-
son, gjaldkeri Alþýðuflokksins,
um frétt DV af því að gert hafi
| verið ráð fyrir því í kostnaðar-
áætlun Alþýðuflokksins fyrir
I alþingiskosningarnar i fyrra að
flokkurinn fengi 12 milljónir í
styrki frá „unnendum lýðræð-
is“ og 3 milljónir í erlenda,
„erl.“, styrki.
Sigurður kannast ekki við
neina styrki frá unnendum lýð-
ræðis, hann segir að þetta hljóti
að vera í fjárhagsáætlun sem
í hann hafi ekki séð. Hann segist
ekki kunna neinar skýringar á
þessu en eiga að vita af því sé
Ium slíkt að ræða. Sigurður hef-
ur enga trú á því að verið sé að
fara framhjá sér með þetta.
„Ég kann bara engar skýring-
ar á þessu,“ segir hann. -GHS
stuttar fréttir
IHagnaður á járnblendi
Hagnaður á rekstri íslenska
jámblendifélagsins í fyrra var
280 milljónum meiri en árið
áður. Frá þessu var skýrt í RÚV.
Göngin hagkvæm
Hagfræðistofnun Háskóla ís-
lands metur það svo að göng
undir Hvalfjörö séu ein hag-
kvæmasta stórframkvæmd í
samgöngumálum á íslandi.
Stofnunin áætlaöi á sínum tíma
að þjóðhagslegur ávinningur
væri um 7,1 milljarður króna,
þar af neytenda um 4,5 millj-
arða, sagði í fréttum RÚV.
Sameining sex hreppa
Félagsmálaráðuneytið gaf út i
gær auglýsingu um staðfestingu
á sameiningu sex hreppa i Norð-
ur- ísafjarðarsýslu. Samkvæmt
henni verður kosin ný stjórn í
sveitarfélaginu 11. maí nk. og
skal kosningin vera hlutfalls-
kosning, sagði í fréttum Bylgj-
unnar. -ÞK
m---------~r............ 11,11
„Kosningabarátta landsflokksins
var upp á 28 milljónir króna. Upp-
lýsingar hafa einnig birst um kosn-
ingabaráttuna í Reykjavík og öll
gögn um það. Hún var upp á 8 millj-
ónir króna. Við höfum ekki upplýs-
ingar um það hvað hvert einstakt
kjördæmi lagði til málanna til við-
bótar,“ sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson, formaður Alþýðuflokksins,
þegar DV bar undir hann frétt
blaðsins í gær um fjármál flokksins.
í gær greindi DV frá þvi að í
greinargerð gjaldkera og endurskoö-
anda flokksins til Rannveigar Guð-
mundsdóttur, þáverandi formanns
þingflokksins, væri sagt að Alþýðu-
flokkurinn væri gjaldþrota ef hann
væri hlutafélag samkvæmt íslensk-
um lögum. Samkvæmt þessu bréfi
kostaði kosningabarátta flokksins
vegna alþingiskosninganna í fyrra
26 milljónir króna en samkvæmt
fjárhagsáætlun flokksins, sem DV
hefur undir höndum, kostaði hún
um eða yfir 40 milljónir króna.
í blaðinu í gær kom einnig fram
að í kostnaðaráætlun vegna alþing-
iskosninganna 1995 væri gert ráð
fyrir 3 milljónum króna i „erl.
styrki“, eða erlenda styrki eins og
DV túlkar það, og 12 milljónir króna
í styrki frá „unnendum lýðræðis.“
Jón Baldvin sagðist ekki vita um
hvaða styrki þama væri að ræða og
sagðist geta fullvissað blaðamann
um að flokkurinn hefði ekki fengið
neina erlenda styrki. Hann svaraði
því engu hvort flokkurinn væri í
raun gjaldþrota heldur benti á að
upplýsingar um fjármál flokksins
væru opinberar. Þær mætti nálgast
hjá gjaldkera flokksins og birta rétt-
ar fréttir í stað þess að birta dellu-
mál og getsakir. -GHS
Slökkviliðsmenn voru kallaðir að húsi í Hafnarstræti í gær. Lögreglan bað þá um aðstoð vegna foks frá því. Gaflar
sem standa upp fyrir þak voru felldir en til stendur að rífa húsið á næstunni. Hafði rokið ekki valdið neinum öðrum
vandræðum í gærkvöldi. DV-mynd S
Þú getur svarað þessari
spurningu með því að
hring/a í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já 1 I
Nel2j
,r ö d d
FOLKSINS
904-1600
Er réttlætanlegt að leggja 4,6
milljarða í Hvalfjarðargöng?
Gasleki og eldur í tunnu
Slökkviliðið í Reykjavík var kall-
að að húsi við Víðimel í Reykjavik í
gær. Þar hafði kviknað i ruslatunnu
í geymslu. Vandalaust var aö
slökkva eldinn. Skömmu síðar kall-
aði kona í húsi á Leifsgötu eftir að-
stoð þar sem henni tókst ekki að
Vaxtalækkun
Bankastjórn Landsbankans hefur
ákveðið að lækka vexti 1. mars nk.
Ákvörðunin er, samkvæmt frétt frá
loka fyrir gas sem hún notar að
jafnaði við eldamennsku. Konan
varð strax vör við lekann og tókst
slökkviliðsmönnum að aftengja kút-
inn og loka fyrir lekann. Þykir
mildi að leki' skyldi ekki hafa kom-
ið að kútnum á öðrum tíma. -sv
Landsbankans
bankanum, tekin í kjölfar breyttra
forsendna fyrri hluta ársins.
stuttar fréttir
Mótmælir skerðingu
réttinda
Stjóm Félags háskólakenn-
ara krefst þess að ríkisstjórnin
| falli þegar frá þeim áformum að
| leggja fram frumvörp sem fela í
| sér mikla skerðingu á réttind-
Ium opinberra starfsmanna. í
þeim felist lítilsvirðing við
starfsmenn ríkisins.
íslensk kvik-
myndahátíð
íslensk kvikmyndahátíð
verður haldin í Moskvu og Pét-
ursborg 28. febrúar til 3. mars
i nk. Verða sýndar þar sex ís-
| lenskar myndir, Hrafninn flýg-
| ur, Hin helgu vé, Sódóma
| Reykjavík, Veggíóður, Á köld-
| um klaka og Tár úr steini.
Sölusýning
í dag, 24. febrúar, verður opn-
j uð á vegum Sjálfsbjargar sölu-
sýning á listaverkum í Ráðhúsi
Reykjavíkur og stendur hún til
4. mars. Verkin eru gefin af
; listafólkinu og verður ágóðan-
1 um varið til uppbyggingar á
ISólbakka við Vatnsenda.
Stækkun Grundar-
tanga
Á aukafundi 1 stjórn íslenska
jámblendifélagsins í Reykjavík
í gær var rætt um stækkun
verksmiðjunnar. Niðurstaðan
var að stækkun væri arðvænleg
en ekki þætti tímabært að
ákveða hana.
Allir segi af sér
Sóknarnefnd Langholtssafn-
aðar vill að allir deiluaðilar,
nefndin sjálf, sóknarprestur og
i organisti, segi af sér. Með öðr-
| um hætti verði ekki hægt að
5 leysa deilurnar, sagði í fréttum
IRÚV.
Þýsk-íslenska selt
Ómar Kristjánsson, aðaleig-
andi Þýsk-íslenska, hefur selt
Bílanausti fyrirtækið, sagði í
fréttum RÚV.
Ekki vanhæfir
Félagsmálaráðherra telur
~ ekki að kennarar og skólastjór-
í ar verði vanhæfir til setu í
Isveitarstjórnum eftir 1. ágúst
þegar grunnskólinn færist til
sveitarfélaga, sagði í fréttum
RÚV.
Annar ekki farþega-
fjölda
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
1 annar ekki með góðu móti þeim
farþegaijölda sem um hana
mun fara á mestu álagstímum
“ næsta sumar. Gert er ráð fýrir
í að farþegar verði meira en ein
? milljón á árinu í fyrsta sinn,
’ sagði í fréttum RÚV. -ÞK