Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Side 10
Þórunn Sveinbjarnardóttir, vara- þingkona Kvennalistans í Reykja- vík, hefur síöustu sex mánuöi búið með alls konar skordýrum, í mold- arkofa með stráþaki - og það sjálf- viljug! Þórunn er nýkomin heim frá Tansaníu þar sem hún gegndi starfi upplýsingafulltrúa fyrir Alþjóða Rauða krossinn sem rekur þar þrjár flóttamannabúðir og sjúkrahús. Þórunn vann sem framkvæmda- stjóri Kvennalistans áður en hún brá undir sig betri fætinum og hvarf til Tansaníu til að skrifa frétt- ir og skýrslur fyrir Rauða krossinn og aðstoða gesti og blaðamenn. Þótt ótrúlegt megi virðist fundust henni ekki eins mikil viðbrigði og ætla mætti að skipta svona snarlega um vinnuumhverfi. Enginn sími, kalt vatn „Eg sat mikið inni á skrifstofunni minni þarna niður frá svo að þetta var ósköp venjulegur vinnudagur nema að því leyti að maður var ekki í símanum allan daginn. En það var nú einfaldlega vegna þess að það er ekki simi þarna.“ Það var margt annað sem tók stakkaskiptum í daglegu lífi Þór- unnar í Tansaníu. Híbýli fólks á þessum slóðum eru til dæmis þó nokkuð frábrugðin því sem við eig- um að venjast hér á íslandi. „Við bjuggum í moldarkofum með stráþaki í afriskum stíl. Ég bjó í nokkurs konar moldarkofaraðhúsi sem samanstóð af fjórum herbergj- um í röð og ég bjó í einu. Þetta var bara svona pínulítið herbergi, með rúmi, skrifborði, stól og litlum skáp. Við vorum svo með rennandi kalt vatn og kamra. Rafmagnið fengum við úr lítilli rafstöð sem var á staðn- um.“ Tansanía, sem liggur við austur- strönd Afríku, er nífalt stærri en ís- land. Landið er mjög hálent. nær hæst 5.895 metra hæð á Kilimanjaro, sem er hæsta fjall Afr- íku. Þórunn segir að landið sé afar fallegt, hæðótt og skógi vaxið og loftið gott, hreint og tært fjallaloft. Um 450 þúsund flóttamenn frá Rúanda og Búrúndí dvelja í flótta- mannabúðum í Tansaníu. Þetta fólk hefur flest búið þar frá því að það flúði heimili sín fyrir tveimur árum þegar herskáir hútúmenn myrtu um milljón manns í Rúanda, aðal- lega af ættbálki tútsí. Sem dæmi um fólksflutningana, sem áttu sér stað í kjölfar fjöldamorðanna, þá flúðu um 250 þúsund manns yfir landamærin til Tansaníu á einungis einum sólar- hring í apríl 1994. Ekki neyð lengur Þórunn segir að aðbúnaður flótta- fólksins sé alltaf að batna. „Núna er ekkert neyðarástand lengur eins og var þegar'fólkið kom fyrst fyrir tveimur árum. Flótta- mannabúðirnar eru vel reknar, allt er komið í fast skipulag og gengur upp. Þessi daglegi rekstur; matvæla- dreifing, hreinlætisaðstaða og heil- sugæsla, gengur mjög vel. Þetta er líka vegna þess að það er mjög ró- legt stjórnmálaástandið í Tansaníu, ólíkt því sem er í Zaire þar sem margt flóttafólk frá Rúanda og Búrúndí dvelur einnig.“ - Hvað kom þér mest á óvart? „Hvað lífið gekk eðlilega fyrir sig. Þetta eru svo stórar flóttamanna- búðir að þær eru eins og stórir bæir á íslenskan mælikvarða. í stærstu búðunum eru 160 þúsund manns og - Þórunn Sveinbjarnardóttir bjó í moldarkofa íTansaníu í sex mánuði Um 450 þúsund flóttamenn frá Rúanda og Búrúndí dvelja t flóttamannabúðum í Tansaníu. Þórunn Sveinbjarnardóttir lét af starfi sem framkvæmdastjóri Kvennalistans síðasta sumar og hélt til Tansaníu á vegum Rauða krossins. Þórunn í barnahópi. „Oftar en ekki urðu þessi litlu börn vitni að alls kyns hörmungum og hræðilegum hlutum. Ómar Valdimarsson tók nýlega við starfi Þórunnar í Tansaníu. í þeim minnstu 20 þúsund,“ segir Þórunn Þrátt fyrir að aðbúnaður fólksins sé góður og engin neyð vofi yfir þá er lífið í búðunum erfitt. „Flest þetta fólk er mjög fátækt, á nákvæmlega ekki neitt. Fyrir okkur þá er þetta líf hálf ömurlegt þó að í sjálfu sé það ekkert svo mjög frá- brugðið lífi fátæks fólks í Afríku yfirleitt. Það fer allur tíminn i að sækja vatn og eldivið og standa í biðröð eftir matnum. Lífsbaráttan er óneitanlega mjög hörð.“ Börnin vitni að hörm- ungunum Þórunn segist hafa verið vel und- ir starfið búin og ekki orðið fyrir neinu áfalli þegar hún kom fyrst á staðinn. „Samt er þetta auðvitað mikið áreiti. Maður sér og heyrir mjög margt á stuttum tíma og það kannski undirbýr mann ekkert al- veg undir það sem ber fyrir augu.“ - Hvað snerti þig mest? „Börnin sem eru ein og hafa týnt foreldrum sínum og öllum ættingj- um. Þau eru svo óttalega allslaus þessi grey og eiga allt sitt undir öðr- um. Fólk varð viðskila í þessum hörmungum, sumir lentu í Zaire og aðrir í Tansaníu. Oftar en ekki urðu þessi litlu börn, sem sum hver geta ekki einu sinni talað, þau eru svo lítil, vitni að alls kyns hörmungum og hræðilegum hlutum sem enginn ætti að sjá eða reyna. Foreldrar þeirra og systkini voru drepin og allt eftir því. Hins vegar eru þau flest mjög dugleg, bjarga sér vel og hjálpa hvert öðru.“ Flóttafólkinu er boðið upp á áfallahjálp því mikið er um sálræn vandamál í búðunum. Samt segir Þórunn að flestir kjósi að bera harm sinn í hljóði. „Menningin er þannig að lítið er talað um þetta. Flóttafólkið talar aldrei um það að fyrra bragði, mað- ur þarf alltaf að spyrja. Það var ekki fyrr en ég var búin að vera þarna nokkuð lengi að ég þorði að spyrja þá sem ég þó þekkti best hvað hefði gerst. Þetta er bara ekki til um- ræðu. Fólk vill bara reyna að gleyma þessu og halda áfram." - Hvað verður svo um þessa flóttamenn? „Það hafa tæplega 6 þúsund þeirra farið heim aftur frá Tansan- íu eða aðeins örlítill hluti. Fólk virðist ekkert vera á heimleið. Það treystir sér ekki til þess og kýs frek- ar að vera í flóttamannabúðunum heldur en að hætta á að fara heim þar sem það er ekki öruggt um líf sitt.“ Skorkvikindi í rúminu Það eru sjálfsagt fáar þjóðir jafn hræddar viö skorkvikindi og íslend- ingar sem hrylla sig og gretta við tilhugsunina um önnur kvikindi en húsflugur. Þegar framandi lönd eins og Tansaníu ber á góma þá þykj- umst við þess fullviss að þar sé ólíft fyrir alls konar óáran. Þórunn seg- ist hins vegar hafa verið fljót að venja sig af þessu íslenska háttalagi. „Það er eiginlega ótrúlegt hvað maður venst kvikindunum fljótt. Þau bara eru þarna og maður hætt- ir að taka eftir þeim nema að þau séu uppi í rúmi hjá manni því þá þarf maður að dusta þau í burtu. Ef maður lætur þau eiga sig þá láta þau mann í friði líka. Annars er þetta nú allt bara stórar fiskiflug- ur,“ segir Þórunn og hlær. Hún segist hafa verið ótrúlega heppin allan þann tíma sem hún dvaldi í Tansaníu. Hún varð aldrei veik og öryggi hennar var aldrei í hættu. „Ég lenti einu sinni í því að framið var vopnað rán í starfs- mannabúðum Rauða krossins. Þá reyndu nokkrir kappar að ræna peningum í peningaskáp á einni skrifstofunni en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeir voru með byssur, drituðu út í loftið og ógnuðu fólki. Ég var hins vegar inni á herbergi og heyrði bara lætin." -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.