Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Page 14
14 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVIK, Sl'MI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: httpV/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, íax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins (stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kerfisdurgar Komið hefur í ljós, að gjaldheimtustjórinn í Reykjavík og lögmaður gjaldheimtunnar kunna lítið fyrir sér í al- mennum mannasiðum og eru ekki nógu greindir til að leyna því á almannafæri. Ummæli þeirra hér í blaðinu benda til, að ekki sé allt með felldu í stofnuninni. „Við höfum þetta í okkar hendi og þurfum ekkert að skýra það frekar, hvorki fyrir honum né öðrum, hvern- ig við stöndum að innheimtu opinberra gjalda.“ Þannig svaraði lögmaðurinn mótbátum manns, sem hafði þolað fjárnám vegna peninga, sem hann hafði þegar greitt. Yfirmaður stofnunarinnar kaus að draga ekki í land daginn eftir, þegar hann sagði: „Heyrðu, ef þú skilur þetta ekki, þá vil ég ekki útskýra þetta fyrir þér.“ Hann telur sig greinilega óhultan í einu helzta virki skrifræð- isins í landinu og ekki þurfa að skýra vinnubrögð þess. Tilefni málsins var, að erfingjar dánarbús áttuðu sig ekki á, að dánarbúið breyttist í sameignarfyrirtæki með sérstökum eignarskatti, sem einstakir eignaraðilar voru ekki rukkaðir um, heldur dánarbúið sjálft. Eigendur átt- uðu sig ekki á þessu fyrr en löngu eftir gjalddaga. Þrír af átta erfmgjum greiddu sinn hlut í þessum skatti. Boðaði Gjaldheimtan þá fjárnám í eignum eins hinna þriggja, sem greitt höfðu, af því að hún taldi hann betri borgunarmann fyrir skuldum hinna fimm, sem ekki höfðu greitt, heldur en þeir voru sjálfir. Gjaldheimtustjóri og lögmaður gjaldheimtunnar segja þetta vera lögum samkvæmt. Hitt er ljóst, að vinnu- brögðin stinga í stúf við almenna réttlætistilfinningu og kalla á, að stofnunin fari mildum höndum um málið. En hrokafullum embættismönnum er ekkert slíkt í huga. Kerfisdurgaviðbrögð af þessu tagi hafa magnazt í tíð núverandi fiármálaráðherra, sem hefur misst af öllu sambandi við almenning í landinu og er orðinn að mesta kerfiskarli islenzkra stjórnmála. Svo virðist, sem sumir embættismenn rækti hroka sinn í skjóli ráðherrans. Illræmt var, þegar fiármálaráðherra heimtaði, að toll- stjórinn í Reykjavík kallaði yfirmenn í tollgæzlunni á sinn fund og ávítaði þá fyrir að segja fiölmiðlum frá hörmulegum afleiðingum þeirrar ákvörðunar ráðherra og forstjóra að draga úr fikniefnaleit í tollpósti. Tollverðimir voru þó ekki að gera annað en að gæta almannahagsmuna, sem eru æðri hagsmunum tollstjór- ans og fiármálaráðherrans, er urðu berir að vanrækslu í starfi. Tollverðirnir höfðu gegnt skyldu sinni gagnvart þjóðfélaginu, en tollstjóri og ráðherra alls ekki. Hrokafull kerfiskarlaviðbrögð fiármálaráðherra og tollstjóra fengu sanngjarna útreið í umræðum á Alþingi. Þar kom greinilega fram, að ráðherranum var fyrirmun- að að skilja, að hann lék þar hlutverk þess, sem heldur verndarhendi yfir ólöglögum fikniefnainnflutningi. Eftir stendur, að fiármálaráðherra hefur gert mis- heppnaða tilraun til að kæfa eðlilega umræðu um niður- skurð á fiárframlögum til fíkniefnaleitar í tollgæzlu og hefur ekki innsæi til að skynja, hvar hjarta kjósenda slær í einu allra erfiðasta vandamáli þjóðarinnar. Embætti gjaldheimtustjóra og tollstjóra í Reykjavík eru grófustu dæmin um úrelta blöndu af hroka og getu- leysi, sem stingur í stúf við nútíma viðhorf gagnvart innihaldi opinberrar þjónustu, er í vaxandi mæli sætir óhagstæðum samanburði við viðskiptavænan einka- rekstur. Bezta leiðin til úrbóta er að segja fremsta kerfiskarli fiármála ríkisins upp störfum og fá nýjan fiármálaráð- herra, sem tekur litlu kerfisdurgana á teppið. Jónas Kristjánsson Repúblikanar eru klofnir niður í rót Þrumuræða Patricks Buchan- ans á forsetavalsþingi Repúblikanaflokksins 1992 „var betri á þýska frummálinu" að dómi frjálslynda dálkahöfundar- ins Molly Ivins. í þeirri tölu blés Buchanan til menningarstríðs undir merkjum bandarískrar þjóðemisstefnu og kristilegs íhalas. Var sá tónn á besta sjón- varpstíma að margra dómi drjúg- ur þáttur í ófórum George Bush fyrir Bill Clinton í forsetakosning- unum. Enn er Pat Buchanan kominn á stúfana og tókst að merja fram úr Bob Dole öldungadeildarleiðtoga svo einum hundraðshluta nemur í prófkjöri í New Hampshire á þriðjudaginn. Mælskan er sú sama og áður en stefnumiðin öllu hnitmiðaðri. Nú boðar Buchanan háa vernd- artolla á allan innflutning frá Kína, Japan og láglaunalöndum heims öllum með tölu. Úrsögn Bandaríkjanna úr fríverslunar- samningum við Kanada og Mexíkó og Alþjóða viðskiptastofn- uninni, vegna fríverslunarskuld- bindinga sem þangað fylgdu frá GATT. Brottrekstur Sameinuðu þjóðanna af bandarískri grund. Fimm ára bann við aðflutningi út- lendinga til Bandaríkjanna. „America First“ (Bandaríkin gangi fyrir) er kjörorð Buchanans og manna hans og sótt til einangr- unarsinna á fjórða tug aldarinnar. Þá herjaði heimskreppan, nú hef- ur tæknibyltingin orðið til þess að störfum í hefðbundnum atvinnu- greinum hefur fækkað og meðal- kjör launafólks staðið í stað eða þeim hrakað svo áratugum skipt- ir. Lýðskrumið á sem fyrr greiða leið að eyrum fólks sem óttast um sinn hag. Buchanan kemur fram sem málsvari litla mannsins gagnvart stórjöxlunum í Wall Street og sér í lagi vikapiltum þeirra, valdhöf- unum í Washington, þar sem Dole hefur verið meðal áhrifamestu manna svo áratugum skiptir. En sjálfur er Buchanan fæddur í Was- hington og hefur gert út þaðan alla tíð, var einn af ræðuriturum Nixons á forsetaferli hans og áður og síðar áberandi fjölmiðlamaður. „Nú hefst baráttan um hjarta og sál Repúblikanaflokksins," sagði Dole eftir úrslit prófkjörsins í New Hampshire, en þeir Buchan- an eru ekki einir um hituna. Eftir niðurstöður sem fyrir liggja hlýt- ur Lamar Alexander, fyrrum fylk- isstjóri í Tennessee, einnig að koma við sögu. í stefnumálum er hann maður hefðbundins megin- straums repúblikana eins og Dole en telur sér til framdráttar að hann er mun yngri en öldunga- deildarforinginn, sem orðinn er 72 Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson ára, og þeim mun sigurstranglegri til framboðs gegn Bill Clinton. Forsetinn og demókratar upp til hópa kunna sér ekki læti yfir því sem hent hefur repúblikana fyrir tilverknað Buchanans. Við blasir að sá flokkur er klofinn niður í rót. Þar með er lýðum orðið ljóst hvað því veldur hversu lítið repúblikönum hefur orðið - í laga- setningu - úr sigri sínum í þing- kosningum fyir tveim árum þegar þeir hrepptu meirihluta í báðum þingdeildum í fyrsta skipti í fjóra áratugi. Við bætist að Buchanan yrði óskaandstæðingur fyrir Clinton í forsetakosningunum í nóvember og líklegur til að verða þess vald- andi í leiðinni að demókratar end- urheimti þingmeirihlutann. Mátt- arvöldin í Repúblikanaflokknum hljóta því að einbeita sér að því á næstunni að stöðva manninn áður en honum tekst að valda meiri skaða. Næstu viðureignir verða í Dakóta- fylkjunum báðum, Arizona, Oregon og Suður-Kar- ólínu. Þar og í fjölmennari fylkj- um, sem á eftir fara, á Dole víðast vísan stuðning fylkisstjóra úr flokki repúblikana. Að auki ræður hann yfir gildum kosningasjóði og hefur þaulskipulagt kosninga- starfið fyrir fram.. En á móti kemur að enn hefur sýnt sig að hann á erfitt með að vekja hrifningu og hefur aldurinn á móti sér. Þar að auki eru þeir fleiri en Buchanan sem núa hon- um um nasir nánum tengslum við eigendur stórfyrirtækja og beina hagsmunagæslu fyrir suma þeirra að minnsta kosti, til að mynda við mótun skattalöggjafar um langa hríð. Alexander vonast að sjálfsögðu til að þetta verði honum til fram- dráttar eftir því sem á framboðs- baráttuna líður. En ekki er óhugs- andi að flokksleiðtogar í ljölmenn- um fylkjum reyni að koma því svo fyrir að óbundnir fulltrúar verði sem flestir við forsetaval svo unnt vérði að seilast út fyrir raðir þeirra sem koma pólitískt lerkað- | ir úr baráttunni í prófkjörunum. Patrick Buchanan ávarpar fund Kristiiegu samsteypunnar í New Hamps- hire.en meginstyrkur hans kemur frá slíkum samtökum. Símamynd Reuter skoðanir annarra Kúgun verði hætt „Fyrir fjórum og hálfu ári ákváðu íbúar Kosova í {þjóðaratkvæði að lýsa yfir sjálfstæði sínu. Svar Serba var að halda íbúunum í járngreipum kúgun- ar með hjálp serbneskrar lögreglu og hers. Afleið- 1 ingamar eru félagslegar og efnahagslegar rústir. Mikilvægt er að umheimurinn geri háværa kröfu til Milosevics, forseta Serbíu, um að kúguninni I verði létt af Kosova og íbúarnir njóti sjálfstæðis.“ Úr forystugrein Politiken 19. febrúar Þáttaskil á Spáni „Þáttaskil verða í spænskri lýðræðisþróun þegar j Spánverjar ganga til þingkosninga í næsta mánuði. I Felipe Gonzales forsætisráðherra, sem löngum hef- I ur þótt persónugervingur andstöðu við einræðis- | stjóm Francos, þarf nú að bera æ þyngri byrðar : sem embættið leggur honum á herðar. Spillingar- I mál hafa komið Gonzales í vanda og ihaldsmenn hafa forskot í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir ýmis afrek á 13 ára valdaferli em kjósendur uppteknari af stöðu mála í dag. Spænskt lýðræði hefur staðist prófið með því að bjóða Spánverjum trúverðugan valkost.“Úr forystugrein Washington Post 21. febrúar Deilt um trúverðugleika „Jyllands Posten hefur birt fréttir um ósanngirni Den Danske Bank sem felst í að stjóm bankans virðir ekki almennar reglur um hæfi stjómar- manna til fundarsetu þegar teknar em ákvarðanir um einstök mál. Blaðið byggir á upplýsingum sem falla undir lög um bankaleynd. Bankinn efast um trúverðugleika blaðsins og blaðið um trúverðug- leika bankans í svömm hans við gagnrýninni. Fram fer opin umræða sem aðilarnir geta haft gagn af og skapar vonandi fordæmi í umfjöllun um danskt viðskiptalíf.“ Úr forystugrein Politiken 20. febrúar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.