Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Side 18
18
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 JjV
Það var skrítið að byrja daginn
með heimsókn á HeUsuverndar-
stöðina sem mér skilst að heiti eitt-
hvað annað nú orðið. Því miður.
Tilefnið var að láta sprauta mig
gegn nokkrum verstu óvinum
mannkyns áður en ég legði af stað
til Mið-Austurlanda, nánar tiltekið
íraks.
Þetta var allt í dálitlu hasti því
ég fékk ekki að vita að ég ætti að
fara fyrr en í lok síðustu viku. Ég
var léttstressaður yfir því að bólu-
efnin fengju ekki tíma til að byggja
upp vamargarð gegn kóleru og
gulu og annarri álíka óáran. Helgi
Guðbergsson læknir spurði mig
hvort þetta væri í fyrsta sinn sem
ég væri bólusettur gegn þessum
sjúkdómum.
Það rifjaðist upp fyrir mér að
við Amar Páll Hauksson höfðum
látið bólusetja okkur við öllum
hugsanlegum sjúkdómum áður en
við lögðum upp í „heimsreisuna“
fyrir réttum tuttugu áram. „Það
hjálpar,“ sagði Helgi og raðaði
sprautunum upp eins og rifflum
við skotbakka í Tívolí. Ég lét móð-
an mása til að láta ekki á því bera
Ágúst Þór Árnason, forstöðumaður Mannréttindaskrifstofu íslands.
Kjölfestan hægir för
í stað þess að hlusta á sjö-frétt-
ir útvarpsins skellti ég mér í sund
til að skola af mér óloftið í Þjóð-
arbókhlöðunni þar sem ég hafði
setið lengi dags yfir greinargerð-
um og umsögnum. Tíminn sem ég
synti 400 metrana á staðfesti að
kjölfestan sem vaxið hefur framan
á mig seinustu árin hamlar fór
þrátt fyrir straumlínulagið. Sund-
staðir borgarinnar era mér reynd-
ar enn kunnuglegri en Heilsu-
vemdarstöðin. Enn í dag sakna ég
gömlu lauganna. Allir þeir sem
muna eftir forsetahominu, dimm-
um göngum og þröngum sturtu-
klefum vita hvers ungviðið fer á
mis við í flísalögðum flúorsent
sundstöðum nútímans.
Um kvöldið hringdi æskufélagi
minn úr Álfheimunum, Guðmund-
ur Jónsson arkitekt. Hann starfar
mest í Noregi en við höfum haldiö
sambandi eftir því sem tækifæri
hafa leyft. Við ákváðum að reyna
að ná í Kolla (Kolbein Kristinsson,
nýkjörinii formann Verslunarráðs)
og fara einhvem næstu daga út að
Dagur í lífi Ágústs Þórs Árnasonar, forstöðumanns Mannréttindaskrifstofu íslands:
Sprauturnar afgreiddar árla dags
hversu hræddur ég var við nálara-
ar. Næsta sem ég heyrði var:
„Leggstu á hliðina. Sú síðasta tek-
ur meira pláss.“ Helgi skaut
mótefnunum meö ámóta hraða og
öryggi og Lukku-Láki þegar hann
gatar skuggann sinn.
Helgi óskaði mér góðrar feröar
og ég þakkaði meðhöndlunina og
kvaddi í hundraðasta sinn því að
Heilsuvemdarstöðin var mitt ann-
að heimili frá tveggja ára aldri til
tvítugs. Mér þótti vænt um að sjá
að endumýjunargleðin haföi ekki
fengið að hrófla að ráði við innvið-
um þessarar sérstæðu byggingar.
Umsögn um tæknifrjóvgun
Nú tóku við simtöl og faxsend-
ingar um ýmis efhi, mest þó um
ferðina og tæknifrjóvgunarfrum-
varpið svokallaða. 'Ég hringdi í
Stefán Jón Hafstein og bað hann
að senda mér spólu með síðasta
þætti Almannaróms. En hann stýr-
ir þessum þáttum á Stöð 2 á
fimmtudagskvöldum.
í síðasta þætti var einmitt rætt
um kost og löst á áðumefndu
frumvarpi. Ástæðan fyrir bón
minni var sú aö frumvarpið hafði
verið sent Mannréttindskrifstof-
unni til umsagnar og vel mátti
vera að eitthvað hefði þar komið
fram sem gæti talist verðugt inn-
legg í umræðuna um það hvemig
haga beri tæknifrjóvgunarmálum
hérlendis á næstunni. Álitamálin í
sambandi við tæknifrjóvgun em
mörg. Þau sem teljast vera á sviði
Mannréttindaskrifstofunnar em
helst nafnleyndin og réttur ein-
stæðra og samkynhneigðra til
tæknifrjóvgunar.
Áður en ég settist niður við lest-
ur og skriftir svaraði ég nokkrum
símtölum fólks sem hafði leitað til
Mannréttindaskrifstofunnar með
sín mál. Það em bæði leikir og
lærðir sem leíta aðstoðar og/eða
upplýsinga hjá Mannréttindaskrif-
stofunni. Reynt er að greiða úr
vanda hvers og eins eftir þvi sem
fong eru á. Það er algengt að nem-
endur og kennarar hafi samband
út af verkefnavali og heimildum.
Starfsfólk hins opinbera og alþing-
ismenn leita upplýsinga hjá okkur
um innlend og erlend mál. Og þeir
era ófáir sem spurst hafa fyrir um
hvemig hægt sé að koma málum
til Mannréttindadómstóls Evrópu
en mannréttindaskrifstofan er
tengiliður íslands við mannrétt-
indadeild Evrópuráðsins. Þá eru
ótaldir þeir sem bara vilja vita
hvað þetta sé, þessi Mannréttinda-
skrifstofa.
borða. Fyrir nokkrum árum
ákváðum við félagamir sem ól-
umst upp í og við bakaríið efst í
Álfheimunum að borða saman
einu sinni á ári og rifja um leið
upp framtíðina sem var þegar við
vorum ekki stórir.
Þegar ég fór að sofa fann ég að-
eins seyðing í handleggnum þar
sem nálastungumar vom. Svei
mér þá ef það var ekki verri til-
finning en að láta sprauta sig. Ef
ekki hefði verið fyrir þessi smá-
vægilegu óþægindi hefði ég getað
svarið að sprautumar hefðu aldrei
snert mig.
Finnur þú fimm breytingar? 347
- Ég veit nú ekki alveg hvernig þetta var hægt en bílskúrinn er kom-
inn inn í bflinn.
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fertugustu og
fimmtu getraun reyndust vera:
Nafn:.
Heimili:-
1. Valtýr Aron Þorrason
Hamarsgötu 9
750 Fáskrúðsfirði
2. Kristinn G. Wium
Hátúni 11
230 Keflavík
Myndirnar tvær virðast
við fyrstu sýn eins en þeg-
ar betur er að gáð kemur í
ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum
verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu
merkja við þau meö krossi
á myndinni til hægri og
senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilis-
fangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn
sigurvegaranna.
1. verðlaun:
ELTA útvarpsvekjari að verðmæti kr.
4.275, frá Bræömnum Ormsson, Lág-
múla 8, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr.
1.790. Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú finun breytingar? 347
c/oDV, pósthólf 5380
125 Reykjavík