Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Page 26
26 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 Hávaxnar konur eru glæsilegar konur og veljast gjarnan í tískusýn- ingarstörf eða ná langt í körfubolta þar sem hæðin er kostur. Konur hafa farið hækkandi eftir því sem lífskjörin hafa batnað en 1 gamla daga þótti ekki líklegt að hávaxin kona gengi út á hjónabandsmark- aði. í spjalli við þrjár háar konur hér á síðunni kemur fram að það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera hávaxin kona. Er miðherji í Breiðabliki Elísa Vilbergs- dóttir körfu- knattleikskona stundar söng- nám og ætlar að hasla sér vöil á því sviði í framtíðinni. skórn- DV-mynd BG virkilega bágt. Svo þegar ég varð 22ja til 23ja ára fór ég að vera mjög ánægð með þetta,“ segir Gígja Her- mannsdóttir, íþróttakennari við Verslunar- skóla íslands og Fjölbrautaskólann í Ármúla. Gígja ólst upp fyrir norðan en , fluttist 17 ára gömul til Reykjavíkur. Foreldrar hennar og systkini eru hávaxin og sjálf er hún 1,80 metrar á hæð. Gígja segir að innan fjölskyldunnar hafi hæðin þótt sjálfsögð og allt í lagi en út á við hafi hún alls ekki verið passandi. Gígja segir að umræðan í hafi verið á þá lund að svona kona myndi aldrei ná í mann. Hún ætti mjög bágt, aumingja stúlk- an, að vera svona löng og mjó. „Ég reyndi að ganga bogin til að fela hæðina en ég var með svo stíft og styrkt bak að það gekk ekki. Ég kom út úr þessu alveg þráðbein og tággrönn. Þá fór einn og einn aö segja að þetta væri bara fallegt og það endaði með því að ég hætti að vera leið yfír þessu og um 26-27 ára aldur var ég mjög ánægð með þetta,“ segir íþróttakennarinn og telur að hæðin hafi aldrei nýst sér í íþróttum enda sé þar erfitt að vera stór. Leið betur í tískusýningunum Elísa Vilbergsdóttir, 17 ára söng- nemi úr Stykkishólmi, er ein hæsta og þekktasta körfuknattleikskona landsins.»Hún er rúmir 1,86 metrar á hæð og nýtur hæðarinnar í körfu- boltanum í stöðu miðherja því að hún stendur undir körfunni og tek- ur fráköstin. Elísa hefur leikið með Snæfelli í Stykkishólmi en leikur nú með körfuknattleiksliði Breiða- bliks. Breiðablik varð íslandsmeist- ari í körfuknattleik kvenna í fyrra og er nú efst í deildinni. „Ég byrjaði í körfunni því að það vantaði stóran mánn. Það er stund- um miklu skemmtilegra að vera stór en lítill í körfubolta. Möguleik- arnir eru meiri,“ segir Elísa og kveðst alltaf hafa verið „löng og rosalega mjó“ en það hafi aldrei háð sér neitt. Ellsa segir að vandamálið sé helst að fá nógu stóra skó. Hún noti skó númer 43 og segist hafa keypt sér nýja spariskó fyrir jólin í fyrsta skipti frá því hún fermdist. Nýju svo grindhoruð að ég virkaði miklu stærri en ég var. Ég minnist þess samt ekki að hafa nokkurn tíma haft neina minnimáttarkennd. Ég var alltaf svo hörð,“ segir Ellý og slær öllu upp í grín ef einhver spyr hvað hún er há. Þá segist hún vera ,jafnhá og fegurðardrottningarnar“ og bendir á að eiginmannsmarkað- urinn sé ekki jafnstór fyrir hávaxna konu. „Það er ekkert varið í gæja sem eru minni en maður sjálfur," segir hún. Víðkvæm fyrir skónum EUý segir að á unglingsárum sín- um hafi krakkar aðeins átt tvenn til þrenn fot til skiptanna og aðeins verið til tveir eða þrír litir af efn- um. Föt hafi ekki fengist í búðum og því haíl allt verið saumað heima. Hún hafi fljótt vaxið upp úr öllum sínum fatnaði og hafi krakkar bara verið látnir vera með ermarnar uppi á olnbogum ef fotin voru óslit- in. Tíðarandinn hafi verið þannig. í dag segist hún klæða af sér stærð- ina með tvískiptum fótum, víðum og síðum. - Notar hávaxin kona ekki stóra skó? „Þarna kerhurðu að við- kvæmasta hlutdnum. Ég nota númer 41 og á birgðir inni í skáp af skóm sem ég nota aldrei. Ég bið alltaf fyrst um númer 39 þegar ég kem inn í skóbúð og af- greiðslukona, sem ég ræddi einu sinni við, sagði að há- i vaxnar konur bæðu alltaf um að minnsta kosti einu númeri of skó,“ segir Ellý. -GHS ir séu örlítið of litlir en það verði að hafa það. Spariskórnir eru of litlir „Ég leitaði og leitaði að nýjum skóm. Þetta eru kannski ekki þægi- legir skór en ég gat troðið mér í þá og verð að ganga þá út,“ segir hún. Elísa segir að sér sé alveg sama hvort strákar séu hávaxnir eða lág- vaxnir, svo framarlega sem þeim sjálfum sé sama. Gegnum tíðina hafi strákar hvorki litið á sig sem strák né stelpu heldur eitthvað mitt á milli. „Maður hefur mátt þola meira en bæði stelpur og strákar. Þeir hafa litið á mig sem eins konar vegg sem þolir hvað sem er og það er allt í lagi með það,“ segir hún. Elísa er á fullu í námi í Söngskóla Reykjavíkur og ætlar í framtíðinni að hasla sér völl á því sviði. Hún segist líta á körfuboltann sem áhugamál og svo verði sennilega áfram. -GHS Gígja Her- mannsdóttir íþróttakennari segir að hæðin hafi nýst sér vel í tískusýn- ingum. DV-mynd JAK „Siðan fór ég í tískusýn- ingar og þar fékk hæðin að njóta sín. Kjólameist- arar voru með árlegar sýningar og þar fengu þær að velja úr hópi sýn- ingarstúlkna. Þá var ég svo heppin að þær vildu helst allar velja mig og það varð að draga um það. Eitt árið saum- uðu fjórir kjólameistarar á mig kjóla. Það var óskaplega gaman að þær lögðu allt sitt í að gera þessa kjóla sem alglæsilegasta. Þessa kjóla sýndum við og þar nýttist hæðin virkilega," segir Gígja og kveðst aldrei hafa verið í vandræð- um með fatnað eða skó. „Nei. Strákar voru ekki hræddir við mig en ef mér leist vel á ein- hvern strák og mætti honum í Hafn- arstræti þá fór ég hinum megin á götuna til að láta hann ekki sjá mig. Mér fannst svo voðalegt að hann þyrfti að mæta mér því að ég hafði ekki mikið álit á sjálfri mér og hafði mikla minnimáttarkennd af þessari Ellý Björg Þórðardóttir matráðs- kona spíraði upp í loftið um fermingu en segist aidrei hafa haft neina minnimáttarkennd. Hún sé svo hörð. DV-mynd GVA Fannst ág eiga virkilega bágt „Þegar ég fermdist var ég langhæst af öllum fermingar- börnunum og það var mjög erfitt. Ég var kölluð vaðfugl- inn; ég hafði svo langa fæt- 1 ur; og símastaurinn. Þetta var mjög erfitt og ég hafði mikla minnimátt- arkennd. Svo var ég svo grönn að ég var ekki neitt. Mér fannst ég vera ve- sæl og eiga stærð. Ég gerði mér ekki vonir frá 14 ára upp í tvítugt að nokkur karl- maður myndi nokkurn tímann líta á mig en raunin varð allt önnur. Það er mikið til af háum og glæsi- legum mönnum," segir hún. -GHS Segist vera jafnhá og fegurðardrottn- ■ ingarnar „Þegar ég var um fermingu voru teknir úr mér hálskirtlarnir. Eftir það spíraði ég upp í loftið og það hreinlega brakaði í mér. Sem barn var ég frekar lágvaxin en það eru bergrisar í ættinni minni og ég er í stærra lagi,“ segir Ellý Björg Þórðardóttir, matráðskona á Ferðaskrifstofu ís- lands, en hún er 1,74 metrar á hæð. Ellý segir að á unglings- árum hafi bróðir sinn kallað sig Ellý stöng og það hafi sér fundist sárt. En það hafi nú bara verið eðli- legur systkina- krytur. „Ég var

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.