Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Side 27
JLlV LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 Vínnustofa arkitekta, menningarverðlaunahafi DV í byggingarlist: tnenning v 'k ~jk ■ asta umhverfis hennar frem- í ur en tilvitn- I ana í arf- „Menningarverðlaun DV komu okkur skemmtilega á óvart. Ekkert okkar átti von á því að fá þau í þetta sinn þannig að sú staðreynd að við vorum fyrir valinu er afar ánægju- leg.“ segir Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt en hún hlaut ásamt félög- um sínum Hróbjarti Hróbjartssyni, Richard Ólafi Briem og Sigurði Björgúlfssyni á Vinnustofu arki- tekta á Skólavörðustíg Menningar- verðlaun DV í byggingarlist fyrir hönnun á nýju kirkjunni á ísafirði. Sigurður og Hróbjartur hlutu þessi sömu menningarverðlaun 1987 fyrir íbúðir aldraðra í Seljahverfi og því í annað sinn sem þeir verða fyr- ir valinu. Gerum eitthvað sem skiptir máli „Þetta er óneitanlega stórt klapp á bakið og staðfesting á því að við erum að gera eitt- hvað sem skiptir máli og vek- ur athygli fólks. Þetta er líka viðurkenning fyrir bygg- ingarlistina," bætir Sigríður viö í samtali við DV. „Menningarverðlaunin vekja athygli margra og þau lyfta okkar fagi á hærra plan ef svo má segja því þetta er í raun eini vettvangurinn hér- lendis þar sem verðlaun af þessu tagi eru veitt,“ segir Richard. Hróbjartur er sammála og segir verðlaunin hafa geysimikla þýðingu fyrir sig og stofuna. En hverja telur hann vera megin- kosti nýju kirkjunnar á ísafirði? „Það sem skiptir mestu máli er að hún er á ísafirði, á köldum en grónum stað. Við völdum hlýja gulan lit á kirkjuna en ísfirðingar virðast hafa mikið af gulum og rauðum litum á sínum húsum. Okkur fannst litur- inn passa mjög vel við náttúruna og kirkjan á að minna heimamenn á hafið og skipin,“ segir Hróbjartur. Yrkisefni sótt til umhverfis Kirkjan á ísafirði var tekin í notkun á síðasta ári. Hún er á horni gamla kirkjugarðsins og gefur sú nánd kirkjunni og rýmum hennar sérstakan blæ. Það var mat dóm- nefndarinnar, sem í sátu dr. Maggi Jónsson arkitekt, Þorgeir Ólafsson, listfræðingur og deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, og Inga Dagfinnsdóttir arkitekt, að höfund- ar kirkjunnar hefðu sótt yrkis- efni sín til nán- leifð. Þannig hafi tekist að ná heil- steyptu samspili kraftmikilla forma. Úrvinnsla sé fagleg og alúð lögð í alla þætti byggingarinnar. Verkið sé einkar trúverðugt framlag til kirkjubygginga. „Kirkjan er byggð á sama stað og gamla kirkjan og form hennar fellur vel inn í umhverfið. Hún er auðvit- að ólík gömlu kirkjunni en skírskot- ar til hennar. Við lögðum áherslu á tengsl kirkju og safnaðarheimilis við umhverfi sitt en þau eru mörk- uð þeim dráttum að nýja kirkjan fellur að hefð þeirrar eldri um legu og stefnu,“ segir Sigurður. í verklýsingu kemur fram að haldin er í heiðri sú venja er skap- ast hefur um aðkomu- leið í gegnum kirkjugarð að dyrum guðs- hússins ast mót vestri en dyrum safnaðar- heimilis og skrifstofa beint að Sól- götu á ísafirði. Þannig er gerður eðlilegur greinarmunur á trúarleg- um athöfnum og hinum ýmsu fé- lags- og safnaðarstörfum. Þó að kirkjan hafi verið tekin í notkun í fyrra má segja að hún sé enn í vinnslu. Byggingu er ekki lok- ið og er hún unnin i áföngum. En það er í nógu að snúast hjá fjór- menningunum á Vinnustofu arki- tekta sem eiga langt samstarf að baki. 15 ára samstarf „Við höfum unnið saman síðan 1981 og rekið teikni- Menningarverðlaun DV eru staðfesting á því að við erum að gera eitthvað sem skiptir máli og fólk kann að meta. stofu saman. Við höfum tekið að okkur ýmis verkefni stór og smá og meðal þess sem við höfum hannað er Dvalarheimili aldraðra í Selja- hverfi sem við Hróbjartur vorum verðlaunaðir fyrir. Listaskólinn í Laugarnesi er einnig verk Vinnu- stofunnar sem og íbúðir Dvalar- heimilis aldraðra við Vitatorg, á mótum Lindargötu og Skúlagötu. Meðal þeirra verkefna sem við erum að fást við þessa dagana er hönnun fyrir Heilsufélagið í Bláa lóninu en til stendur að setja á lagg- irnar nýja og bætta meðferðarstöð og flytja aðstöðuna til. Heilsufélagið stefnir að þvi að auka þjónustu sína og því þarf að byggja upp nýja fyrir- myndaraðstöðu. Vinnustofa arki- tekta hefur gert tillögu að því fyrir félagið, það liggja fyrir drög um möguleikana og viö höfum trú á að þau eigi eftir að þróast," segir Sig- urður. Margir hæfir arkitektar Vinnustofan hefur einnig komið nálægt nokkrum skólabyggingum úti á lands- byggðinni, t.d grunnskólan- um á Húsavík og á Laug- um. En hafa þau tekið þátt í verkefnum sem snúa að útlöndum? „Já, það höfum við gert,“ seg- ir Sigríður. „Við tókum þátt í samstarfsverkefni íslenskra og sænskra að- ila um hönnun á Lyfja- verksmiðjunni í Litháen. Við gætum alveg hugsað okkur að vinna meira fyr- ir útlönd og hið sama gildir sjálfsagt um aðrar stofur hér á landi. Hér er mikið af hæfum arkitektum og næg verkefni ytra, t.d. í Austur-Evrópu, en auðvitað er þetta alltaf spurning um markaðssetningu.“ -brh Osmo Vanská er menningarverðlaunahafi DV í tónlist: Sögusinfónían er stórskrýtið verk „Það hríslaðist um mig hlý til- finning þegar ég frétti af þessu og ég varð mjög undrandi og glaður. Við erum auðvitað bara að vinna okkar vinnu og það er góð tilfinning þegar einhver metur það sem maður er að gera. Þá líður þér eins og þú hafir gert eitthvað áhugavert sem snertir fólk,“ segir Osmo Vánská, aðal- hlj óms veitarstj óri Sinfóníuhlj óm- sveitar íslands, seni hlaut Menning- arverðlaun DV í tónlist fyrir starf sitt með hljómsveitinni og einstak- an flutning á Sögusinfóníu Jóns Leifs. Vánská tók við stöðu -aðalhljóm- sveitarstjóra sinfóníuhljómsveitar- innar af landa sínum, Petri Sakari, árið 1993 og síðan þá hefur hljóm- sveitin verið í mikiUi uppsveiflu. „Við höfum unnið mikið þennan tíma og það hafa margir sagt mér að hljómsveitin hafi þróast mikið," segir Vánská. Stundum hæg og stund- um skerandi Tónleikar Vánskás með sinfóníu- hljómsveitinni hafa vakið mikla at- hygli fyrir vönduð og listræn vinnu- brögð. Einna mesta eftirtekt vakti uppfærsla hans á Sögusinfóníu Jóns Leifs sem nú er komin út á geisla- diski. Þessi flutningur Sögusinföni- unnar telst vera frumflutningar þar sem verkið hefur aldrei fyrr heyrst flutt nákvæmlega skrift höfundar. Vánská segir verkið sé stór- skrýtið í já- kvæðri merk- ingu þess orðs og fullt af óvæntum uppá- komum. „Kraftur verksins liggur í þessari bilun. Stundum er tónlist- for- in hæg og hljómþýð og ég hef heyrt að þá hafi fólk jafnvel hækk- að í hljómflutnings- tækjunum tfi að heyra betur. En síðan gerist það ári'nokkurrar við- vörunar að allt springur og háir, ótrúlegir tónar skera eyrun." Vánská hefur i 11 ár stjórnað Lahti sinfóníu- hljómsveitinni og unnið til fjölda alþjóðlegra verð- launa fyrir starf sitt þar en hljóm- sveitin er talin með þeim bestu í Finnlandi. Jafnframt hefur Vánská stjórnað flölda annarra sinfóníu- hljómsveita annars staðar á Norður- löndum, í Belgíu, Hollandi, Japan, Frakklandi og víðar. Sjónvarpslausir fimmtudagar Vánská kom fyrst til íslands árið 1989 á samnorræna tónlistarhátíð. Það er honum minnisstæðast frá þessari fyrstu íslandsdvöl að þá voru engar sjónvarpsútsendingar á fimmtudögum. „Mér fannst þetta vera afar sniðugt og fersk hug- mynd.“ Hann hefur ferðast á milli Finn- lands og íslands þann tíma sem hann hefur stjórnað Sinfóníuhljóm- sveitinni og dvalið í eina og eina viku i senn hér á landi, alls tíu vik- „Ég hef haft það á tilfinningunni að hljómsveitin þyrfti á mér að halda,“ segir Osmo Vánská, aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. DV-myndir Brynjar Gauti ur á ári. „Ég held að öllum útlendingum, sem hingað koma, líki vel. Náttúru- fegurðin er slík. Ég fékk tækifæri til að sjá svolítið af náttúrunni þegar viö fórum í rútu í tónleikaferðalag um landið. Þetta er yndislegt land.“ Á leið til Skotlands Vánska hættir störfum með Sin- fóníuhljómsveit Islands í haust. Þá tekur hann við starfi aðalhljóm- sveitarstjóra skosku BBC-sinfóníu hljómsveitarinnar í Glasgow. Hann segist vera ánægður með sinn tíma á íslandi. „Starfið með hljómsveitinni hefur verið mjög ár- angursríkt og ég hef notið þess mik- ið. Ég hef líka haft það á tilfinning- unni að hljómsveitin þyrfti á mér að halda og við höfum gert mjög góða hluti. Þessi hljómsveit á mikla möguleika." Sinfóníuhljómsveitin er nú á tón- leikaferðalagi í Bandaríkjunum þar sem hún mun halda níu tónleika, meðal annars í New York. „Þetta er mikið verkefni og áskor- un fyrir okkur öll. Ég hef aldrei stjórnað hljómsveit í Bandarikjun- um fyrr svo að það má segja að þetta sé alveg ný reynsla fyrir mig,“ segir Vánska. Síðustu tónleikar sinfóníuhljóm- sveitarinnar undir stjórn Vanskás veröa i maí og hljómsveitin mun síðan taka upp plötu i júní. -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.