Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Síða 28
28 enning Hilmar Oddsson. menningarverðlaunahafi DV í kvikmyndum Arangur í sam- ræmi við fómir „Fyrst mér tókst að verða til- nefndur til Menningarverðlauna DV þá átti ég alveg eins von á að fá þau. Það var því afar ánægjulegt að það skyldi takast og mér mikill heiður sýndur. Þetta er stór skraut- fjöður í hatt myndar minnar, Tár úr steini, og ég er einmitt um þessar mundir að fara af stað til að kynna hana betur í útlöndum. Verðlaunin eru þvi ómissandi veganesti,“ segir Hilmar í samtali við DV. Að mati dómnefndar, sem skipuð var þeim Hilmari Karlssyni, blaða- manni og kvikmyndagagnrýnanda DV, Baldri Hjaltasyni, forstjóra og kvikmyndasafnara, og Valdimar Leifssyni kvikmyndagerðamanni, er mynd Hilmars, Tár úr steini, stórvirki i íslenskri kvikmyndagerð og í heild eins vel heppnuð og á verður kosið. Myndin er fyrst og fremst verk Hilmars sem vann hana á löngum tíma og þróaði stig af stigi af mikilli þolinmæði og hugrekki. Dómnefnd taldi leikstjórn hans markvissa og styrka og dramatíska ævi Jóns Leifs gerða að óvenju lif- andi frásögn. Starfaði með hæfileikaríku fólki „Ég lít svo á að árangur þessarar myndar sé i samræmi við þær fóm- ir sem færðar vom við gerð hennar. En fómirnar, sem voru fjárhagsleg- ar, líkamlegar, andlegar og félags- legar, voru í sjálfu sér engin trygg- ing fyrir velgengni myndarinnar heldur allt það starf sem unnið var af öllu því hæfileikafólki sem lagði hönd á plóginn. Myndin var lengi að fæðast, var 7 ár í bígerð og sú staðreynd í ljósi þess hve vel henni hefur verið tekið eykur enn frekar ánægju okkar sem stóðum að henni. Hilmar segir það hafa skipt sköp- um að hafa unnið myndina á eins löngum tíma og raun bar vitni. Tím- inn hafi verið vel notaður og reynt hafi verið að leysa ýmis vandamál sem upp komu, eða “breyta göllum yfir í kosti” eins og Hilmar orðaði það. Langan tíma tók að fjármagna myndina og í Þýskalandi voru menn ekki ginnkeyptir fyrir verk- efninu í fyrstu vegna þáttar nasista í því. Skiptust á skin og skúrir „í Þýskalandi fengum við að heyra það að menn væru ekki enda- laust reiðubúnir að greiða útlend- ingum fyrir það að fjalla á sinum forsendum um viðkvæmasta tíma- bil í sögu þýsku þjóðarinnar. En saga myndarinnar er eins og hún er og hún varð ekki sögð nema í ákveðnu umhverfi og ákveðnum kringumstæðum og menn gerðu sér auðvitað skýra grein fyrir því þegar upp var staðið. Við gerð Tára úr steini skiptust auðvitað á skin og skúrir, þýskir samstarfsaðilar okk- ar fóru t.d. á hausinn og það var auðvitað áfall fyrir alla. En ein- hvem veginn unnum við úr öllum erfiðleikunum og gáfumst ekki upp. Myndin hefði aldrei orðið til ef ekki hefði komið til metnaður og áhugi allra þeirra sem ég starfaði með. Jóna Finnsdóttir var framleið- andi og það má segja að hún hafí tekið af mér mestu búsorgirnar. Ég treysti henni 100%. Hún gerði mér í raun kleift að starfa sem leikstjóri og án þess hefði ég aldrei getað sinnt minni vinnu nógu vel. Leikar- amir stóðu sig líka vei enda lögðu þeír allir á sig mikla vinnu. 3 til 4 handrit bíða úrvinnslu Eins og flestir leikstjórar segist Hilmar hafa ýmislegt í pokahominu þrátt fyrir að mesta vinnan þessa dagana fari í að fylgja eftir Tárum úr steini bæði heima og erlendis. Hann segist eiga 3 til 4 handrit sem bíði úrvinnslu en hvort þau fá hana og hvenær verði tíminn að skera úr um. „Ég reyni náttúrlega að sinna þessu barni mínu, sem Tár úr steini er, því þó myndin sé fullgerð, í sýn- ingu og hætt að áreita mig daglega þá þarf að fylgja henni eftir til hins ýtrasta. Kvikmyndir hafa verið ær og kýr Hilmars um alllangt skeið en um 9 ár eru síðan fyrsta mynd hans, Eins og skepnan deyr, leit dagsins ljós. LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1996 En Hilmar hefur einnig látið tals vert til sín taka á bæði sjón- varps og tón- var hljóðmaður myndarinnar. Út- koma myndar- innar hefði aldrei orðið eins góð án list- arsvið- inu. Þekkt- ustu sjón- varpsverk hans em mynd- irnar Ösku- buska og maður inn sem átti engar huxur og Sjóarinn spákonan, blómasal- inn, skóarinn, málar inn og Sveinn. Fyrir nokkrum árum kom út geisladisk- ur með tónlist eftir “Það voru fyrst og fremst kraftar hæfileikaríks fólks sem tryggðu velgengni myndarinnar.” DV-mynd ÞÖK Hilmar, Og augun opnast, en Hilm- ar segist ekki geta hætt því að sinna tónlistinni, hún sé og hafi lengi ver- ið hluti af sér. Hann segist njóta þess að sameina bæði tónlist og kvikmyndir enda kannski ekki að ástæðulausu sem hann hafi tekist á við gerð Társ úr steini þar sem þetta tvennt fer saman. „Ég vann handritið ásamt Hjálm- ari H. Ragnarssyni og Sveinbirni I. Baldvinssyni og Kjartan Kjartanson þessara manna, að ógleymdum aðal- kvikmyndatökumanninum Sigurði Sverri Pálssyni. Þeir unnu allir frá- bært verk og tónlistin skilaði sér mjög vel. Þá voru Maria Sigurð- ardóttir aöstoðarleikstjóri og Sigur- jón Jóhannsson og Helga Stefáns- dóttir sem báru ábyrgð á leikmynd og búningum ómissandi. -brh Eva Vilhelmsdóttir, menningarverðlaunahafi DV í listhönnun: „Natura“ ullarfatnaðurinn frá prjónaverksmiðjunni Foldu á Akur- eyri var fyrsta verkefni Evu Vil- helmsdóttur á nýjum vinnustað en hún gerði sér lítið fyrir og vann til Menningarverðlauna DV í listhönn- un fyrir þessa nýju ullarlínu. Eva fluttist búferlum frá Reykja- vík til Akureyrar í byrjun síðasta árs og hóf störf hjá Foldu. Hún er þó enginn nýgræðingur í ullariðnaðin- Lopapeysurnar rifnar út „Eg er búin að vera viðloðandi þennan ullariðnað mjög lengi. Ég vann hjá Álafossi í gamla daga, á blómaskeiðinu þegar við höfðum ekki við að framleiða ullarpeysur, þær voru bókstaflega rifnar út. Þessi iðnaður fer mjög mikið upp og niður. Það hefur verið töluverð lægð undanfarið en við hjá Foldu erum mjög bjartsýn." „Natura" línan samanstendur af stórum, grófum peysum í náttúrulit- unum og húfum og treflum í stíl. Eva segir að þetta sé hugsað sem fatnaður fyrir útivist, nokkurs kon- ar nýjar lopapeysur. Ekki tískufyrirbrigði „Þetta eiga ekki að vera neitt sér- staklega tískulegar peysur. Við sniðnar peysur. Fyrstu mánuð- imir 'L. hjá mér fóru eiginlega í tilraunastarf- semi með þessa vél, að láta hana prjóna alls konar snúninga, útprjón og kaðla á meðan ég var að finna út eitthvert fallegt prjón. Ég fór síðan að láta hana tvinna saman léttlopa og loðband og út úr því kom þetta tvinnaband sem er ólitað, náttúru- vænt band, bara í sauðalitunum. Þetta hefur fengið frábærar við- tökur. Við byrjuðum á innanlands- markaði og núna era að koma pantanir að utan og mér sýnist þetta bara ætla að ganga vel upp.“ Mikill heiður erum frekar að höfða til fólks sem vill bara eiga eina góða peysu næstu árin en ekki neitt tískufyrir- brigði sem er orðið hallæris- legt eftir kannski eitt ár. Það sem hratt þess- ari ullarlinu af stað m var að Folda keypti nýja prjónavél sem prjónar svipað gróft og prjónið er á lopapeysum, „Þessi vél er mjög fullkom- in, tölvustýrð, með öllum tæknilegum nýjungum og getur gert alveg rosalega margt, búið til alls konar kaðla- prjón, inntök- ur og úr- tökur og prjónað til- Eva Vilhelmsdóttir útskrifaðist í fatahönnun frá Danmörku árið 1972 og hefur unnið við hönnun síðan. DV-mynd Brynjar Gauti Eva segir að starfs- fólk Foldu vinni vel saman að hlutun- um og sé áhuga- samt um fram- gang fyrirtækis- ins. „Ég er með mjög góða aðstoð- ar- konu og saumakonu. Við eram auð- vitað hópur sem vinnum þetta allt saman. Það eru náttúrulega allir mjög ánægðir með þessa viðurkenn- ingu. Þetta er mikill heiður." Eva útskrifaðist í fatahönnun frá Danmörku 1972 og hefur unnið við hönnun síðan. Hún var lengi með leðurverkstæði og vinnustofu á Bergstaðastræti í Reykjavík og var ein af stofnendum Gallerís Lang- brókar. Þessa dagana á hún textíl- verk á sýningu í Úmbra en hún seg- ir að textílhönnun og fatahönnun sé náskyld. „Þú ert auðvitað alltaf að vinna með textíl í fatahönnun. f þessum peysum til dæmis þá er maður að búa til efnið, prjónið og allt þannig að þetta er mjög samtvinnað." Einfalt á Akureyri Eva segist kunna mjög vel við sig á Akureyri og segir að það sé ein- hvem veginn miklu einfaldara að búa þar en í Reykjavík því að það sé svo miklu styttra í allt. Svo kunni Akureyringar svo sannarlega að skemmta sér. „Þegar við fórum í fyrsta skipti héma út að skemmta okkur þá varð ég alveg dolfallin yfir því hvað fólk skemmti sér rosalega vel, einhvern veginn innilegar og gaf sig allt í það,“ segir Eva. -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.